Bandaríkin

Fréttamynd

Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum

Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran.

Erlent
Fréttamynd

Af­glæpa­væða of­skynjunar­sveppi

Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Skammaði Breta fyrir mögulegt samstarf við Huawei

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skammaði Breta, einhverja helstu bandamenn Bandaríkjanna, þegar hann flutti ræðu í London í dag, vegna mögulegrar samvinnu þeirra við Kína og tæknirisann Huawei.

Erlent
Fréttamynd

Skaut táning sem var að leika sér með loftbyssur með vinum sínum

Fjölskylda fjórtán ára drengs sem skotinn var af lögregluþjóni í Oklahoma í mars, undirbýr nú lögsókn gegn lögreglunni vegna árásarinnar. Lögsóknin byggir á myndbandi úr vestismyndavél lögregluþjóna sem kallaðir voru til vegna unglinga sem voru að leika sér með loftbyssur í yfirgefnu húsi.

Erlent
Fréttamynd

Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti

Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti.

Erlent
Fréttamynd

Hafnaði ofan í á við lendingu

Enginn slasaðist alvarlega þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 hafnaði utan flugbrautar eftir lendingu og lenti ofan í St. John's ánni í Flórída í gærkvöldi. Alls voru 143 um borð og af þeim hlutu 20 minniháttar meiðsli.

Erlent