Hlutabréf General Electric hríðféllu eftir ásakanir um gríðarleg fjársvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 23:21 Harry Markopolos kom auga á sviksamlegt athæfi Bernie Maddoff. Vísir/Getty Maðurinn sem koma auga á umfangsmikið pýramída-svindl Bernie Madoff hefur birt skýrslu þar sem hann sakar bandaríska stórfyrirtækið General Electric um að fela gríðarlegt meint tap fyrirtækisins með ólögmætum bókhaldsfærslum. Hann segir hin meintu fjársvikin vera umfangsmeiri en Enron-málið á sínum tíma. General Electric hefur dregið heilindi skýrsluhöfundar í efa og bent á að hann muni hagnast á skortsölu á hlutabréfum í fyrirtækinu. Harry Markopolos sérhæfir sig í rannsóknum á fjármálagerningum og í 175 blaðsíðna skýrslu sakaði hann General Electric um að fela 38 milljarða dollara tap, jafnvirði um fimm þúsund milljarða íslenskra króna. Í skýrslunni staðhæfir Markopolos að fjárhagsstaða General Electric sé mun verri en fyrirtækið hefur gefið upp. Segir hann að meint svik fyrirtækisins nemi um 40 prósent af markaðsvirði General Electric og því sé um gríðarlega umsvifamikil fjársvik að ræða, mun stærri en Enron-hneykslið sem knésetti eitt stærsta orkufyrirtæki heims i upphafi 21. aldarinnar, eitt stærsta gjaldþrot sögunnar.Margir kannast við merki General Electric.Vísir/GettyMarkaðir í Bandaríkjunum tóku ekki vel í skýrslu Markopolos en hlutabréf General Electric féllu um 11 prósent í dag eftir að fregnir um innihald skýrslunnar brutust út. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að ekki sé hægt að taka mark á skýrslu Markopolos þar sem hann hafi viðurkennt að hafa látið ónefndan vogunarsjóð fá eintak af skýrslunni áður en hún var gefin út. Þá hefur hann viðurkennt að fá prósentur af hagnaði vogunarsjóðsins vegna skortsölu á hlutabréfum General Electric. Stjórnarformaður General Electric segir að útgáfa skýrslunnar sé hreint og klárt dæmi um markaðsmisnotkun og að fjölmargar staðreyndavillur megi finna í skýrslu Markopolos. Greinendur á markaði eru efins um skýrsluna en í frétt Reuters er því þó haldið til haga að til séu greinendur á Wall Street sem lengi hafi haft áhyggjur af fjárstreymi og afskriftum General Electric. Þá hafi fyrirtækið upplýst um að bókhaldsfærslur fyrirtækisins færi í rannsókn hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Bandaríkin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Maðurinn sem koma auga á umfangsmikið pýramída-svindl Bernie Madoff hefur birt skýrslu þar sem hann sakar bandaríska stórfyrirtækið General Electric um að fela gríðarlegt meint tap fyrirtækisins með ólögmætum bókhaldsfærslum. Hann segir hin meintu fjársvikin vera umfangsmeiri en Enron-málið á sínum tíma. General Electric hefur dregið heilindi skýrsluhöfundar í efa og bent á að hann muni hagnast á skortsölu á hlutabréfum í fyrirtækinu. Harry Markopolos sérhæfir sig í rannsóknum á fjármálagerningum og í 175 blaðsíðna skýrslu sakaði hann General Electric um að fela 38 milljarða dollara tap, jafnvirði um fimm þúsund milljarða íslenskra króna. Í skýrslunni staðhæfir Markopolos að fjárhagsstaða General Electric sé mun verri en fyrirtækið hefur gefið upp. Segir hann að meint svik fyrirtækisins nemi um 40 prósent af markaðsvirði General Electric og því sé um gríðarlega umsvifamikil fjársvik að ræða, mun stærri en Enron-hneykslið sem knésetti eitt stærsta orkufyrirtæki heims i upphafi 21. aldarinnar, eitt stærsta gjaldþrot sögunnar.Margir kannast við merki General Electric.Vísir/GettyMarkaðir í Bandaríkjunum tóku ekki vel í skýrslu Markopolos en hlutabréf General Electric féllu um 11 prósent í dag eftir að fregnir um innihald skýrslunnar brutust út. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að ekki sé hægt að taka mark á skýrslu Markopolos þar sem hann hafi viðurkennt að hafa látið ónefndan vogunarsjóð fá eintak af skýrslunni áður en hún var gefin út. Þá hefur hann viðurkennt að fá prósentur af hagnaði vogunarsjóðsins vegna skortsölu á hlutabréfum General Electric. Stjórnarformaður General Electric segir að útgáfa skýrslunnar sé hreint og klárt dæmi um markaðsmisnotkun og að fjölmargar staðreyndavillur megi finna í skýrslu Markopolos. Greinendur á markaði eru efins um skýrsluna en í frétt Reuters er því þó haldið til haga að til séu greinendur á Wall Street sem lengi hafi haft áhyggjur af fjárstreymi og afskriftum General Electric. Þá hafi fyrirtækið upplýst um að bókhaldsfærslur fyrirtækisins færi í rannsókn hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.
Bandaríkin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira