Bandaríkin

Fréttamynd

Hermenn slasaðir eftir samskipti við Rússa

Minnst fjórir bandarískir hermenn slösuðust lítillega eftir deilur milli þeirra og rússneskra hermanna í Sýrlandi. Myndbönd af atvikinu hafa verið í dreifingu á Twitter og sýna meðal annars rússneska hermenn keyra á bandarískan brynvarin bíl og rússneskri þyrlu flogið mjög lágt yfir hermenn.

Erlent
Fréttamynd

Spenn­an stig­magn­ast í Ta­í­vans­und­i

Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“.

Erlent
Fréttamynd

„Fínpússaður“ Trump til sýnis

Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykkja blóð­vökva­með­ferð við Co­vid-19

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru.

Erlent
Fréttamynd

Systir Trump segir ekki hægt að treysta honum

Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019.

Erlent
Fréttamynd

Bannon segir handtökuna eingöngu til þess fallna að koma á hann höggi

Fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa dregið sér fé úr söfnun til handa byggingar landamæra múrs Donald Trump, segist ætla að berjast gegn ákærum og segir eina tilgang þeirra vera að hræða og stöðva þá sem vilja byggja múrinn.

Erlent
Fréttamynd

Loughlin dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar

Bandaríska leikkonan Lori Loughlin hefur verið dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir þátt sinn í háskólasvikamyllu sem ætlað var að tryggja skólavist dætra hennar í USC háskólanum í Kalíforníu.

Erlent