Bandaríkin

Fréttamynd

Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum

Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega.

Erlent
Fréttamynd

Anne Rice er látin

Rithöfundurinn Anne Rice lést í gær, 80 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir að hafa skrifað vinsæla sagnaflokkinn Vampire Chronicles.

Menning
Fréttamynd

Tra­vis Scott sparkað af Coachella

Tónlistarmaðurinn Travis Scott mun ekki koma fram á Coachella en hann átti að troða upp á aðaltónleikum hátíðarinnar sem er ein sú stærsta í heiminum. Sextíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til skipuleggjenda hátíðarinnar um að sparka Scott.

Lífið
Fréttamynd

„Ó­hugsandi harm­leikur“

Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist

Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst.

Erlent
Fréttamynd

Bjarndýr sem skortir jólaanda réðst á Rúdólf

Bjarndýr náðist á myndband ráðast á uppblásið hreindýr í Kaliforníu í vikunni. Á meðan húnninn réðst á Rúdólf fylgdist móðir hans með árás afkvæmis síns og virtist nokkrum sinnum við það að koma húninum til hjálpar.

Lífið
Fréttamynd

Geta framselt Assange til Bandaríkjanna

Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað.

Erlent
Fréttamynd

Bjargaði líki úr bíl við brún Níagarafossa

Áhöfn þyrlu Strandgæslu Bandaríkjanna tókst í gær að ná konu úr bíl sem lenti út í á og var nærri því farinn fram af Níagarafossum. Konan lifði atvikið ekki af en skyggni var mjög lítið og mjög kalt í veðri. Aðstæður voru mjög erfiðar.

Erlent
Fréttamynd

Verjendur segja banaskot „saklaus mistök“ en saksóknarar manndráp

Réttarhöld gegn lögreglukonu sem segist hafa skotið ungan þeldökkan mann til bana fyrir mistök standa nú yfir í Minnesota í Bandaríkjunum. Búið er að velja kviðdómendur og málflutningur hefst í dag þar sem saksóknarar og verjendur leggja línur málsins, frá þeirra sjónarhól, fyrir kviðdómendur.

Erlent
Fréttamynd

Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps

Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast gera foreldrum kleift að fylgjast með Instagram-notkun barna

Stjórnendur Instagram hafa greint frá því að í mars á næsta ári verði kynntir til sögunnar valmöguleikar fyrir foreldra til að stjórna notkun barna sinna á samfélagsmiðlinum. Munu þeir meðal annars geta séð hversu löngum tíma barnið hefur varið í smáforritinu og sett notkuninni mörk.

Erlent
Fréttamynd

Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands

Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél.

Erlent
Fréttamynd

Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir

Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku.

Erlent