Stj.mál Forsætisráðherra fundar með utanríkismálanefnd Geir H. Haarde forsætisráðherra situr nú á fundi með utanríkismálanefnd og gerir henni grein fyrir niðurstöðum samningaviðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um brottflutning Varnarliðsins. Geir fundaði í hádeginu með fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna en greint verður frá niðurstöðunum opinberlega á blaðamannafundi klukkan 4 síðdegis. Innlent 26.9.2006 14:49 Ríkisstyrkt flug til Vestmannaeyja boðið út Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Sturlu Böðvarssonar um að undirbúa útboð á ríkisstyrktu áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í framhaldi af því að Landsflug tilkynnti á föstudaginn var að félagið myndi hætta áætlunarflugi frá og með 25. september. Innlent 26.9.2006 14:39 Verkefni flutt frá dómsmálaráðuneyti til sýslumanna Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun frumvarp til laga um flutning verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta. Innlent 26.9.2006 14:06 Lagt til að prófkjör verði haldið 11. nóvember í Kraganum Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur samþykkt að leggja til við aðalfund ráðsins, sem haldinn verður 4. október, að haldið verði prófkjör 18. nóvember til að velja frambjóðendur á framboðslista vegna alþingiskosninga næsta vor. Innlent 26.9.2006 13:46 Auknar væntingar í efnahagsmálum samkvæmt vísitölu Tiltrú neytenda á horfum í efnahagsmálum hefur vaxið á ný samkvæmt Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. Segir í Morgunkorni Glitnis að vísitalan hafi snarhækkað frá fyrri mánuði og standi nú í 119,6 stigum en hún fór lægst í 88,1 stig í júlímánuði. Vísitölugildi yfir 100 stigum táknar að fleiri neytendur séu bjartsýnir en svartsýnir. Innlent 26.9.2006 13:35 Ekki komið samkomulag um breytingu á matarskatti Matarskattur og aðgerðir til að lækka matarverð voru ekki til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ekki enn komist að niðurstöðu um til hvaða aðgerða skuli grípa. Reiknað er þó með að niðurstaða liggi fyrir fljótlega. Líklegt má telja að hún verði kynnt í stefnuræðu forsætisráðherra í næstu viku. Innlent 26.9.2006 11:59 Álit um aðkomu stjórnvalda að íbúðalánum kynnt í dag Félagsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 15. Þar verður kynnt lokaálit stýrihóps um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum. Innlent 26.9.2006 11:56 Ísland færist upp um tvö sæti á lista WEF um samkeppnishæfni Ísland er fjórtánda samkeppnishæfasta land í heimi og færist upp um tvö sæti frá því í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna Wold Economic Forum. Sviss er samkepnnishæfasta hagkerfi heimsins en þar á eftir koma Finnland, Svíþjóð og Danmörk. Innlent 26.9.2006 11:31 Trúir ekki að Steingrímur hafi ekki spurt um leyniþjónustu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að það væri með miklum ólíkindum ef embættismenn hefðu ekki upplýst Steingrím Hermannsson, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra og forsætisráðherra um ráðstafanir lögreglunnar til að gæta öryggis ríkisins. Hafi Steingrími ekki verið sagt frá þessum grundvallaratriðum að fyrra bragði trúi hann ekki öðru en jafnathugull maður og Steingrímur hafi spurt. Innlent 26.9.2006 11:02 Bryndís Ísfold stefnir á 6. sætið í Reykjavík Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Bryndís situr nú í framkvæmdastjórn flokksins og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum hans. Innlent 26.9.2006 09:50 Sextán manns vakta varnarsvæðið þegar herinn fer Búið er að ráða tólf öryggisverði til að starfa með fjórum lögreglumönnum við að vakta varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli eftir að síðustu varnarliðsmennirnir yfirgefa svæðið um helgina. Innlent 26.9.2006 09:35 Bryndís sækist eftir fjórða sæti í Kraganum Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður, gefur kost á sér í fjórða til fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingkosningar. Bryndís starfar sem verkefnisstjóri Evrópuverkefna hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun. Innlent 25.9.2006 15:45 Stofnað til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík Ákveðið var á fyrsta fundi nýs leikskólaráðs 22. september að stofna til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík, sambærileg þeim sem veitt eru árlega til grunnskóla í borginni. Hvatningarverðlaunin verða veitt sex skólum ár hvert eftir því sem segir í tilkynningu frá menntasviði. Innlent 25.9.2006 15:39 Birna stefnir ofarlega á lista sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Birnu segir að þar sem ekki liggi enn fyrir með hvaða hætti verður raðað á lista flokksins telji hún ótímabært að tiltaka ákveðið sæti, en hún bjóði sig fram ofarlega á listann. Innlent 25.9.2006 14:15 Afar mikilvægt að byggja nýtt sjúkrahús sem fyrst Deildarráð læknadeildar telur afar þýðingarmikið fyrir þjóðina að byggt verði nýtt háskólasjúkrahús sem fyrst, svo unnt verði að ljúka sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Ráðið hvetur í tilkynningu til samstöðu allra innan sem utan Landspíatala- háskólasjúkrahúss um uppbyggingu háskólaskólasjúkrahússins og heilbrigðisvísindadeilda á einum stað. Innlent 25.9.2006 13:53 Breikkun verði flýtt með einkaframtaki Samtök um fjögurra akreina veg frá Selfossi til Reykjavíkur leggja til að einkaaðili fjárfesti í veginum til að flýta fyrir breikkun hans. Innlent 25.9.2006 12:11 Hyggjast sitja í anddyri Landsvirkjunar í dag Lítill hópur fólks hefur komið sér fyrir í anddyri höfuðstöðva Landsvirkjunar við Háaleitisbraut og vill að fyllingu Hálslóns verði frestað. Talsmaður hópsins segir hann vera að bregðast við ákalli Ómars Ragnarssonar fréttamanns til þjóðarinnar. Innlent 25.9.2006 12:08 Matarskattur gæti lækkað umtalsvert Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hins vegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Innlent 25.9.2006 11:55 Anna Sigríður gefur kost á sér í Suðvesturkjördæmi Anna Sigríður Guðnadóttir, varaformaður Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og stefnir að kjöri í 4.- 5. sæti á lista flokksins við alþingiskosningarnar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni í morgun. Innlent 25.9.2006 10:50 Mótmælir harðlega orðum Sigurgeirs Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst. Innlent 25.9.2006 10:46 Bensínstöðinni á Keflavíkurflugvelli lokað Bensínstöðinni á Keflavíkurflugvelli verður lokað í dag, en þar hefur um áratuga skeið verið selt landsins ódýrasta bensín þar sem ekki rennur króna af því í íslenska ríkissjóðinn. Innlent 25.9.2006 08:09 Virðisaukaskattur á matvælum verið lækkaður um tíu prósent Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á matvælum, eða svonefndan matarskatt, úr 14 prósentum niður í 4 prósent, samkvæmt heimildum Ríkissjónvarpsins. Innlent 25.9.2006 07:54 Fagnar þátttöku Ómars í stjórnmálum Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðarráðherra, segist fagna hugsanlegri komu Ómars Ragnarssonar í stjórnmál. Jón telur samt hugmyndir Ómars um að hætta við að taka Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði í notkun flokkast undir gamansemi. Innlent 22.9.2006 21:26 Ragnheiður sækist eftir öðru sætinu í Suðurkjördæmi Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, hefur ákveðið að sækjast eftir 2.-3. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Innlent 22.9.2006 17:08 Gerð grein fyrir umferðaröryggi Háaleitisbrautar Vegna slyssins við Háaleitisbraut á dögunum, þar sem ekið var á stúlku á gangbraut, óskuðu fulltrúar Samfylkingarinnar eftir því á fundi borgarráðs í gær að gerð verði grein fyrir umferðaröryggi við götuna, hvaða leiðir séu til úrbóta og að lögð verði fram aðgerðaráætlun í því efni. Innlent 22.9.2006 14:21 Al Gore kemur til landsins Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að koma bráðlega hingað til lands og kynna sér meðal annars árangur Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. Innlent 22.9.2006 14:54 Útlendingaeftirlitið yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Innlent 22.9.2006 12:30 Niðurstöður varnarviðræðna kynntar eftir helgi Ekki verður greint frá samkomulagi Íslendinga og Bandaríkjamanna í varnarmálum og viðskilnaði hersins við landið fyrr en í næstu viku að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, aðstoðarkonu Geirs H. Haarde forsætisáðherra. Geir lýsti því yfir fyrr í vikunni að samkomulagið lægi fyrir örðu hvorum megin við helgina en nú er ljóst að það verður ekki fyrir helgi. Innlent 22.9.2006 10:48 Launavísitala hækkar um 0,7 prósent milli mánaða Launavísitala í ágúst hækkaði um 0,7 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6 prósent. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í október 2006 er 6506 stig. Innlent 22.9.2006 09:42 Viktor fer ekki í prófkjörsslag Viktor B. Kjartansson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, hyggst ekki gefa kost á sér í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 22.9.2006 10:08 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 187 ›
Forsætisráðherra fundar með utanríkismálanefnd Geir H. Haarde forsætisráðherra situr nú á fundi með utanríkismálanefnd og gerir henni grein fyrir niðurstöðum samningaviðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um brottflutning Varnarliðsins. Geir fundaði í hádeginu með fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna en greint verður frá niðurstöðunum opinberlega á blaðamannafundi klukkan 4 síðdegis. Innlent 26.9.2006 14:49
Ríkisstyrkt flug til Vestmannaeyja boðið út Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Sturlu Böðvarssonar um að undirbúa útboð á ríkisstyrktu áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í framhaldi af því að Landsflug tilkynnti á föstudaginn var að félagið myndi hætta áætlunarflugi frá og með 25. september. Innlent 26.9.2006 14:39
Verkefni flutt frá dómsmálaráðuneyti til sýslumanna Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun frumvarp til laga um flutning verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta. Innlent 26.9.2006 14:06
Lagt til að prófkjör verði haldið 11. nóvember í Kraganum Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur samþykkt að leggja til við aðalfund ráðsins, sem haldinn verður 4. október, að haldið verði prófkjör 18. nóvember til að velja frambjóðendur á framboðslista vegna alþingiskosninga næsta vor. Innlent 26.9.2006 13:46
Auknar væntingar í efnahagsmálum samkvæmt vísitölu Tiltrú neytenda á horfum í efnahagsmálum hefur vaxið á ný samkvæmt Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. Segir í Morgunkorni Glitnis að vísitalan hafi snarhækkað frá fyrri mánuði og standi nú í 119,6 stigum en hún fór lægst í 88,1 stig í júlímánuði. Vísitölugildi yfir 100 stigum táknar að fleiri neytendur séu bjartsýnir en svartsýnir. Innlent 26.9.2006 13:35
Ekki komið samkomulag um breytingu á matarskatti Matarskattur og aðgerðir til að lækka matarverð voru ekki til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ekki enn komist að niðurstöðu um til hvaða aðgerða skuli grípa. Reiknað er þó með að niðurstaða liggi fyrir fljótlega. Líklegt má telja að hún verði kynnt í stefnuræðu forsætisráðherra í næstu viku. Innlent 26.9.2006 11:59
Álit um aðkomu stjórnvalda að íbúðalánum kynnt í dag Félagsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 15. Þar verður kynnt lokaálit stýrihóps um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum. Innlent 26.9.2006 11:56
Ísland færist upp um tvö sæti á lista WEF um samkeppnishæfni Ísland er fjórtánda samkeppnishæfasta land í heimi og færist upp um tvö sæti frá því í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna Wold Economic Forum. Sviss er samkepnnishæfasta hagkerfi heimsins en þar á eftir koma Finnland, Svíþjóð og Danmörk. Innlent 26.9.2006 11:31
Trúir ekki að Steingrímur hafi ekki spurt um leyniþjónustu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að það væri með miklum ólíkindum ef embættismenn hefðu ekki upplýst Steingrím Hermannsson, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra og forsætisráðherra um ráðstafanir lögreglunnar til að gæta öryggis ríkisins. Hafi Steingrími ekki verið sagt frá þessum grundvallaratriðum að fyrra bragði trúi hann ekki öðru en jafnathugull maður og Steingrímur hafi spurt. Innlent 26.9.2006 11:02
Bryndís Ísfold stefnir á 6. sætið í Reykjavík Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Bryndís situr nú í framkvæmdastjórn flokksins og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum hans. Innlent 26.9.2006 09:50
Sextán manns vakta varnarsvæðið þegar herinn fer Búið er að ráða tólf öryggisverði til að starfa með fjórum lögreglumönnum við að vakta varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli eftir að síðustu varnarliðsmennirnir yfirgefa svæðið um helgina. Innlent 26.9.2006 09:35
Bryndís sækist eftir fjórða sæti í Kraganum Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður, gefur kost á sér í fjórða til fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingkosningar. Bryndís starfar sem verkefnisstjóri Evrópuverkefna hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun. Innlent 25.9.2006 15:45
Stofnað til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík Ákveðið var á fyrsta fundi nýs leikskólaráðs 22. september að stofna til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík, sambærileg þeim sem veitt eru árlega til grunnskóla í borginni. Hvatningarverðlaunin verða veitt sex skólum ár hvert eftir því sem segir í tilkynningu frá menntasviði. Innlent 25.9.2006 15:39
Birna stefnir ofarlega á lista sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Birnu segir að þar sem ekki liggi enn fyrir með hvaða hætti verður raðað á lista flokksins telji hún ótímabært að tiltaka ákveðið sæti, en hún bjóði sig fram ofarlega á listann. Innlent 25.9.2006 14:15
Afar mikilvægt að byggja nýtt sjúkrahús sem fyrst Deildarráð læknadeildar telur afar þýðingarmikið fyrir þjóðina að byggt verði nýtt háskólasjúkrahús sem fyrst, svo unnt verði að ljúka sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Ráðið hvetur í tilkynningu til samstöðu allra innan sem utan Landspíatala- háskólasjúkrahúss um uppbyggingu háskólaskólasjúkrahússins og heilbrigðisvísindadeilda á einum stað. Innlent 25.9.2006 13:53
Breikkun verði flýtt með einkaframtaki Samtök um fjögurra akreina veg frá Selfossi til Reykjavíkur leggja til að einkaaðili fjárfesti í veginum til að flýta fyrir breikkun hans. Innlent 25.9.2006 12:11
Hyggjast sitja í anddyri Landsvirkjunar í dag Lítill hópur fólks hefur komið sér fyrir í anddyri höfuðstöðva Landsvirkjunar við Háaleitisbraut og vill að fyllingu Hálslóns verði frestað. Talsmaður hópsins segir hann vera að bregðast við ákalli Ómars Ragnarssonar fréttamanns til þjóðarinnar. Innlent 25.9.2006 12:08
Matarskattur gæti lækkað umtalsvert Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hins vegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Innlent 25.9.2006 11:55
Anna Sigríður gefur kost á sér í Suðvesturkjördæmi Anna Sigríður Guðnadóttir, varaformaður Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og stefnir að kjöri í 4.- 5. sæti á lista flokksins við alþingiskosningarnar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni í morgun. Innlent 25.9.2006 10:50
Mótmælir harðlega orðum Sigurgeirs Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst. Innlent 25.9.2006 10:46
Bensínstöðinni á Keflavíkurflugvelli lokað Bensínstöðinni á Keflavíkurflugvelli verður lokað í dag, en þar hefur um áratuga skeið verið selt landsins ódýrasta bensín þar sem ekki rennur króna af því í íslenska ríkissjóðinn. Innlent 25.9.2006 08:09
Virðisaukaskattur á matvælum verið lækkaður um tíu prósent Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á matvælum, eða svonefndan matarskatt, úr 14 prósentum niður í 4 prósent, samkvæmt heimildum Ríkissjónvarpsins. Innlent 25.9.2006 07:54
Fagnar þátttöku Ómars í stjórnmálum Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðarráðherra, segist fagna hugsanlegri komu Ómars Ragnarssonar í stjórnmál. Jón telur samt hugmyndir Ómars um að hætta við að taka Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði í notkun flokkast undir gamansemi. Innlent 22.9.2006 21:26
Ragnheiður sækist eftir öðru sætinu í Suðurkjördæmi Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, hefur ákveðið að sækjast eftir 2.-3. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Innlent 22.9.2006 17:08
Gerð grein fyrir umferðaröryggi Háaleitisbrautar Vegna slyssins við Háaleitisbraut á dögunum, þar sem ekið var á stúlku á gangbraut, óskuðu fulltrúar Samfylkingarinnar eftir því á fundi borgarráðs í gær að gerð verði grein fyrir umferðaröryggi við götuna, hvaða leiðir séu til úrbóta og að lögð verði fram aðgerðaráætlun í því efni. Innlent 22.9.2006 14:21
Al Gore kemur til landsins Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að koma bráðlega hingað til lands og kynna sér meðal annars árangur Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. Innlent 22.9.2006 14:54
Útlendingaeftirlitið yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Innlent 22.9.2006 12:30
Niðurstöður varnarviðræðna kynntar eftir helgi Ekki verður greint frá samkomulagi Íslendinga og Bandaríkjamanna í varnarmálum og viðskilnaði hersins við landið fyrr en í næstu viku að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, aðstoðarkonu Geirs H. Haarde forsætisáðherra. Geir lýsti því yfir fyrr í vikunni að samkomulagið lægi fyrir örðu hvorum megin við helgina en nú er ljóst að það verður ekki fyrir helgi. Innlent 22.9.2006 10:48
Launavísitala hækkar um 0,7 prósent milli mánaða Launavísitala í ágúst hækkaði um 0,7 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6 prósent. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í október 2006 er 6506 stig. Innlent 22.9.2006 09:42
Viktor fer ekki í prófkjörsslag Viktor B. Kjartansson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, hyggst ekki gefa kost á sér í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 22.9.2006 10:08