Innlent

Al Gore kemur til landsins

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að koma bráðlega hingað til lands og kynna sér meðal annars árangur Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku.

Fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands að forsetinn og Gore hafi fundað í gær um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum en fundurinn var á samráðsþingi Bills Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem haldið er í New York. Auk þess að kynna sér ýmis loftlagstengd verkefni hér á landi heldur Gore opinberan fyrirlestur í borði forseta Íslands.

Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að Al Gore sé án efa einn áhrifamesti talsmaður veraldar um brýna nauðsyn þess að bregðast við hættunni af völdum loftlagsbreytinga. Ný kvikmynd hans, Óþægilegur sannleikur, hefur vakið heimsathygli en þar beinir hann einmitt sjónum sínum að því viðfangsefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×