Matarskattur gæti lækkað umtalsvert 25. september 2006 12:15 MYND/Pjetur Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hinsvegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa unnið að málinu í sumar eftir af að matarverðsnefnd skilaði af sér í júní en nefndin klofnaði í afstöðu sinni til verndartollanna svokölluðu. Vinna ráðherranna er á lokastigi en það ræðst í dag hvort frumvarp um þessar aðgerðir verður lagt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það byggist að megninu til á tillögum nefndarinnar frá því í júní en niðurfelling vörugjalda ein og sér ætti að skila vísitölufjölskyldunni rúmum tuttugu þúsundum á mánuði. Matarverðsnefndin vildi að virðisaukaskattur á öllum matvælum yrði fjórtán prósent en hann er tuttugu og fimm prósent í sumum flokkum. Þá yrði hann einnig lækkaður niður í fjórtán prósent á veitingahúsum. Samtals áttu þær tillögur matarverðsnefndar sem nefndin náði saman um að lækka matarreikning vísitölufjölskyldunnar um fimmtíu þúsund á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji ríkisstjórnarinnar hins vegar til að lækka matarskattinn enn meira í ákveðnum flokkum, jafnvel niður í allt að fjögur prósent. Lokaniðurstaða er þó ekki komin í það mál. Samfylkingin vill hins vegar ganga skrefinu lengra og stefna að því að innflutningstollar verði lækkaðir um helming næsta sumar og felldir niður innan tveggja ára. Þá vill Samfylkingin afnema vörugjöld og lækka matarskatt um helming. Bændum verði svo bættur skaðinn með beingreiðslum og búsetustyrkjum. Bændasamtökin hafa brugðist ókvæða við tillögum Samfylkingarinnar og sakað hana um að fórna íslenskum landbúnaði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hinsvegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa unnið að málinu í sumar eftir af að matarverðsnefnd skilaði af sér í júní en nefndin klofnaði í afstöðu sinni til verndartollanna svokölluðu. Vinna ráðherranna er á lokastigi en það ræðst í dag hvort frumvarp um þessar aðgerðir verður lagt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það byggist að megninu til á tillögum nefndarinnar frá því í júní en niðurfelling vörugjalda ein og sér ætti að skila vísitölufjölskyldunni rúmum tuttugu þúsundum á mánuði. Matarverðsnefndin vildi að virðisaukaskattur á öllum matvælum yrði fjórtán prósent en hann er tuttugu og fimm prósent í sumum flokkum. Þá yrði hann einnig lækkaður niður í fjórtán prósent á veitingahúsum. Samtals áttu þær tillögur matarverðsnefndar sem nefndin náði saman um að lækka matarreikning vísitölufjölskyldunnar um fimmtíu þúsund á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji ríkisstjórnarinnar hins vegar til að lækka matarskattinn enn meira í ákveðnum flokkum, jafnvel niður í allt að fjögur prósent. Lokaniðurstaða er þó ekki komin í það mál. Samfylkingin vill hins vegar ganga skrefinu lengra og stefna að því að innflutningstollar verði lækkaðir um helming næsta sumar og felldir niður innan tveggja ára. Þá vill Samfylkingin afnema vörugjöld og lækka matarskatt um helming. Bændum verði svo bættur skaðinn með beingreiðslum og búsetustyrkjum. Bændasamtökin hafa brugðist ókvæða við tillögum Samfylkingarinnar og sakað hana um að fórna íslenskum landbúnaði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira