Umhverfismál

Fréttamynd

Hvetur fólk til að borða diska og hnífapör

Bartosz Wójcik rekur fyrirtækið Eco Ísland sem selur ætan og umhverfisvænan borðbúnað. Hann hefur búið á Íslandi í áratug og segir dvöl sína í hreinasta landi heims hafa haft áhrif á hugmyndir hans um umhverfismál.

Innlent
Fréttamynd

Segir innflutning á kjöti átakanlegan í landi sauðkindarinnar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, kallar eftir því að auðlindir jarðarinnar verði nýttar með ábyrgari hætti, enda sé náttúran komin að þolmörkum. Það muni þýða breyttar neysluvenjur og segir formaðurinn í því samhengi ótækt að Íslendingar flytji matvörur um langan veg.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stöðva fok á rusli

Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum.

Innlent
Fréttamynd

Mikið rusl frá Íslandi á Jan Mayen

"Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir jarðfræðingur sem vann að rannsóknum á eyjunni í ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Breytt umhverfismat

Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins.

Skoðun
Fréttamynd

Strandhreinsun í Dyrhólaey

Umhverfisstofnun býður almenningi að taka þátt í strandhreinsun í Dyrhólaey næstkomandi sunnudag í tilefni dags íslenskrar náttúru sem er daginn eftir. Mun landvörður bjóða gestum í létta fræðslugöngu áður en haldið verður niður á strönd.

Innlent
Fréttamynd

Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp

Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif hlýnunar á minjar

Í vígi Þórðar kakala á Kringlumýri í Skagafirði verður málþing í dag. Umræðuefnið er Menningararfurinn á umbrotatímum og er þá átt við loftslagsbreytingarnar í heiminum.

Innlent