Umhverfismál

Fréttamynd

Víglínan á hálendinu og í innflutningi landbúnaðarvara

Ekki er eining innan stjórnarflokkanna um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra sem enn er í nefnd eftir fyrstu umræðu í lok desember. Þá má finna andstöðu við frumvarpið víða utan þings eins og innan sveitarstjórna, þótt almennt sé mikill stuðningur við það í samfélaginu að stofnaður verði hálendinsþjóðgarður.

Innlent
Fréttamynd

Beina sjónum sínum að Fóður­blöndunni vegna tíðrar ó­­­­­lyktar í Laugar­nes­hverfi og ná­grenni

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur krafist þess að Fóðurblandan, sem staðsett er í Korngörðum í Reykjavík, grípi til aðgerða til að koma megi í veg fyrir að óþef leggi yfir nálæga byggð. Tilkynningum til borgaryfirvalda um vonda lykt á svæðinu hefur fjölgað mikið síðan haust. Forstjóri Fóðurblöndunnar segir enga breytingu hafa orðið í starfseminni sem skýri fjölgunina og kveðst vona að heilbrigðiseftirlitið sé í málinu ekki að hengja bakara fyrir smið.

Innlent
Fréttamynd

Há­lendið getur ekki beðið lengur

Hvers vegna þarf að stofna þjóðgarð á hálendinu núna? Má það ekki bíða í nokkur ár svo ná megi þessari eftirsóttu „breiðu sátt” þar sem allir eru ánægðir? Svarið er því miður nei! Ýmsar ógnir steðja að hálendi Íslands og með því að klára málið síðar er hætt við að gildi og verðmæti hálendisins verði rýrt enn frekar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig klúðra skal há­lendis­þjóð­garði

Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður Ingi segir sam­tal um Há­lendis­þjóð­garð hafa mis­tekist

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að „samtalið“ um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist. Ekki hafi náðst að vinna málinu brautargengi meðal íbúa í sveitum – fólks sem sé margt gjörkunnugt aðstæðum á hálendinu og nýtir auðlindir þess með sjálfbærum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð

Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð.

Innlent
Fréttamynd

„Vá stendur fyrir dyrum“

Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð.

Innlent
Fréttamynd

Væntumþykja til landsins

Hálendið er landsvæði fullt af menningarminjum svo sem sögum af álfum og huldufólki ásamt þjóðsögum um hetjur, hörkutól og lögleysingja.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig á að drulla yfir lýðræðislegan rétt þjóðar - Örnámskeið í boði Steingríms J. Sigfússonar

Hæstvirtur forseti alþingis Steingrímur J. Sigfússon heiðraði í gær þjóðina með nærveru sinni og steig í pontu. Þar sá hann sig knúinn til að lýsa skoðun sinni á stórum hluta þess fólks sem byggir landið. Hálendisþjóðgarður er honum mikið hjartans mál. Svo mikið reyndar að hann drullar yfir lýðræðislega þenkjandi þjóð sína án þess að blikna.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningurinn víðtækari en fréttir gefi til kynna

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir stuðning við hugmyndir sínar um miðhálendisþjóðgarð víðtækari en fréttir gefi til kynna. Hann hyggst mæla fyrir frumvarpinu eftir helgi og er vongóður að það nái fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“

„Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni

Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Covid setti alþjóðlegar áskoranir á stera

„Ef öll fyrirtæki, bankar, tryggingaraðilar og fjárfestar aðlaga viðskiptamódel sitt að sjálfbærni, þá er hægt að umbreyta hættunni sem steðjar að í mun bjartari framtíðri,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hel­víti er sá staður þar sem allir eru sam­mála

Afi minn heitinn hélt því gjarnan fram að Íslendingar væru með eindæmum þrasgjörn þjóð. Þrasgjörn, fundvís á deiluefni, og hvert okkar svo innilega sannfærð um að við hefðum rétt fyrir okkur, að það væri skálað í kampavíni bæði í himnaríki og helvíti í hvert sinn sem Íslendingar kæmust að sameiginlegri niðurstöðu í einhverju deiluefninu.

Skoðun
Fréttamynd

Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi

Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu.

Innlent