Umhverfismál

Fréttamynd

Stöndum saman um líf­fræði­lega fjöl­breytni

Heilbrigð vistkerfi á landi, í ferskvatni og sjó eru undirstaða alls lífs á jörðinni og fjölbreytni lífríkisins er forsenda þess að vistkerfi geti starfað. Án fjölbreytni eru engir valkostir þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum og jafnvel ógnum eins og hlýnandi loftslagi.

Skoðun
Fréttamynd

Til varnar Há­lendinu í krafti tóna

Hálendi Íslands er í huga okkar stórt, stórbrotið og framandi, en líka heillandi og dásamlegt. Það nær yfir um 40% af landinu okkar. Hálendið heillar marga, jafnvel þá sem ekki hafa haft tækifæri til að ferðast um það og njóta með beinum hætti. Þeir njóta þess úr fjarlægð, af myndum og frásögn. 

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgar rjúpum sem má veiða á tíma­bilinu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember til 4. desember í ár. Ráðlögð veiði á tímabilinu er 26 þúsund fuglar, sem er fjölgun um sex þúsund fugla frá síðasta tímabili.

Innlent
Fréttamynd

„Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“

„Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Óður til rafhjólsins

Um langt skeið hef ég verið það sem ég kýs að kalla ‘óvirkur hjólreiðaunnandi’. Það sem ég á við er að ég elska að hjóla og vil gjarnan hjóla, en hef þó ekki hjólað af neinu viti í hálfan áratug því mér hefur ekki fundist það „hægt á Íslandi“.

Skoðun
Fréttamynd

Pappa­­skeiðarnar heyra brátt sögunni til

Eftir áramót verður hvorki boðið upp á plast- né pappaskeiðar með skyri og öðrum mjólkurvörum frá MS. Markaðsstjóri MS hvetur verslanir til að bjóða upp á skeiðar í verslunum í staðinn. 

Neytendur
Fréttamynd

Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum

Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 

Erlent
Fréttamynd

Eitruð froða rann um læk við Stekkja­bakka

Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning í dag um froðu í læk við Stekkjabakka. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Veitur og fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins mættu á vettvang. Stíflu var komið fyrir til þess að koma í veg fyrir að froðan myndi flæða út í Elliðaár en froðan er talin hafa verið eitruð.

Innlent
Fréttamynd

Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol

Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum.

Erlent
Fréttamynd

Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin

Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Villtum dýrum í Evrópu fjölgar á ný

Aðgerðir til að fyrirbyggja útrýmingu villtra dýra hafa gefist afar vel á síðustu áratugum og nú er svo komið að dýr sem fyrir fáum áratugum voru í útrýmingarhættu farnast vel í villtri náttúru Evrópu. Evrópusambandið hyggst setja aðildarríkjum sínum enn strangari kröfur til að styrkja tilvist villtra dýra.

Erlent
Fréttamynd

Telur að Ólafur hafi þegið ofgreidd laun í góðri trú

Hæstaréttarlögmaður telur að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hafi verið í góðri trú þegar hann þáði mánaðarlega þóknun í sjö ár fyrir störf í stýrinefnd sem lögð hafði verið niður. Þá sé það langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Darwin-Verðlaun Atvinnulífsins

Ósvífnustu og sennilega þekktustu verðlaun heimsins, fyrir utan Nóbelinn og Óskarsverðlaunin, eru líklega hin heimsþekktu Darwin-verðlaun. Markmið verðlaunanna var að vekja athygli á heimskulegasta framferði einstaklinga það árið.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­áttan gegn verð­bólgunni kemur í veg fyrir hækkun skila­gjalds

Endurvinnslan lagði til að skilagjald fyrir flöskur og dósir yrði hækkað um tvær krónur, úr átján. krónum í tuttugu. Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytisins fór ekki eftir tillögunni sökum þess að berjast þyrfti gegn verðbólgunni. Því væri ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið.

Innlent
Fréttamynd

Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“

„Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Saman sköpum við góða orku fyrir samfélagið

Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“

„Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni.

Atvinnulíf