Umhverfismál

Fréttamynd

Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska vekur furðu

Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska í Oder-á í Póllandi hefur vakið mikla furðu. Vísindamenn hafa útilokað kvikasilfurseitrun sem mögulega skýringu en segja að selta í ánni hafi mælst óvenjuhá. Forsætisráðherra Póllands telur mikið magn efnaúrgangs valda fiskadauðunum.

Erlent
Fréttamynd

Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu

Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó.

Innlent
Fréttamynd

Ég skora á þig að verða vegan!

Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás.

Skoðun
Fréttamynd

Brim stofnar Stiku umhverfislausnir ásamt meðfjárfestum

Sjávarútvegsfélagið Brim hefur stofnað nýtt félag ásamt Bjarna Ármannssyni, forstjóra Iceland Seafood International, og Magnúsi Júlíussyni, stjórnarmanni í Festi, sem mun vinna að þróun hugbúnaðarlausna fyrir umhverfisútreikninga fyrirtækja.

Innherji
Fréttamynd

Segir þol­marka­dag jarðar skugga­lega framar­lega á árinu

Jarðarbúar eru komnir að þolmörkum á nýtingu auðlinda jarðar. Það þýðir að frá og með deginum í dag göngum við hraðar á auðlindir jarðar en þær ná að endurnýja sig. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að dagurinn sé skuggalega framarlega á almanaksárinu og ítrekar að aðgerða sé þörf.

Innlent
Fréttamynd

Höfundur Gaia-kenningarinnar er látinn

Breski vísindamaðurinn James Lovelock sem þekktastur er fyrir Gaia-kenninguna lést í gær. Hann fæddist þann 26. júlí árið 1908 og lést því á 103 ára afmælisdaginn.

Erlent
Fréttamynd

Við­tal við veður­fræðing eins og úr kvik­mynd

Þann 14. júlí síðastliðinn kom veðurfræðingurinn John Hammond fram í fréttatíma GB News í Bretlandi og sagði komandi hitabylgju hættulega. Fréttakona GB News, Bev Turner sagði veðurfræðinga gjarnan neikvæða gagnvart veðrinu. Myndband af viðtalinu líkist atriði úr kvikmynd.

Erlent
Fréttamynd

Vestfirska Hringrásarhagkerfið

Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð.

Skoðun
Fréttamynd

Reyna lítið að sporna við ólöglegu skógarhöggi

Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikið ólöglegt skógarhögg í Brasilíu á undanförnum árum, hafa yfirvöld lítið gert til að reyna að sporna við því. Á undanförnum sex árum eru glæpamenn sagðir hafa fellt tré á svæði sem samsvarar öllu El Salvador.

Erlent
Fréttamynd

Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið

Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs.

Innlent
Fréttamynd

Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar

Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Í­kornum verði út­rýmt með getnaðar­vörnum

Áætlun um að nota getnaðarvarnir til að ná stjórn á íbúafjölda gráíkorna á Stóra-Bretlandi miðar vel áfram og gæti hafist innan skamms. Markmið áætlunarinnar er að útrýma gráíkornum landsins án þess að drepa þá en gráíkornar eru mikil plága og hafa valdið miklum skaða á vistkerfum og stofni rauðíkorna þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Finnskur stórleikari skilur ekkert í íslenskum stjórnvöldum

Jasper Pääkkönen, finnskur stór­leikari, er staddur á Ís­landi að vinna að heimildar­mynd um Norður-At­lants­hafs­laxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagn­rýnir ís­lensk stjórn­völd fyrir að hafa leyft fisk­eldi að festa rætur á Ís­landi, nánast eftir­lits­lausu fyrstu árin.

Innlent
Fréttamynd

Mikill stuðningur við færslu hringvegar út úr Borgarnesi

Verulegur stuðningur er við þá tillögu að hringvegurinn um Borgarnes verður færður út á vegfyllingu utan við byggðina, samkvæmt könnun sem Samgöngufélagið lét gera. Þá er allnokkur stuðningur við að hringvegurinn milli Akraness og Borgarness liggi í framtíðinni yfir mynni Grunnafjarðar norðan Akrafjalls.

Innlent
Fréttamynd

Í­halds­öfl við völd í Hæsta­rétti Banda­ríkjanna

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri.

Erlent
Fréttamynd

Kara hvetur fólk til að gera betur

Kara Kristel Signýjardóttir er förðunarfræðingur, móðir og áhrifavaldur með meiru. Hún er með stóran fylgjendahóp og hefur nú nýverið fjallað um skaðsemi tískuiðnaðarins á Instagram og gert tilraun til þess að ýta undir umhverfisvænni neyslumynstur hjá fylgjendum sínum.

Lífið
Fréttamynd

„Það er pólitísk nálykt af þessu“

Skipulags­stofnun hefur sam­þykkt aðal­skipu­lags­breytingu sveitar­fé­lagsins Dala­byggðar vegna tveggja vindorku­vera, annars vegar í landi Hróð­nýjar­staða og hins vegar í Sól­heimum. Inn­viða­ráð­herra hafði áður synjað sveitar­fé­lögunum um stað­festingu á sam­bæri­legum breytingum vegna þess að þær sam­ræmdust ekki lögum um ramma­á­ætlun en með breyttri skil­greiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verk­efna­stjóri hjá Land­vernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska ná­lykt af því.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs

Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu.

Innlent