Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Henry Alexander Henrysson siðfræðingur telur skorta nokkuð uppá að Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, átti sig til fulls á því hvað felst í hinu nýja (ráðherra)hlutverki. Ársæll Guðmundsson skólastjóri Borgarholtsskóla fagnar afsökunarbeiðni Ingu. Innlent 28.1.2025 17:07 Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Flokkur fólksins hefur auglýst eftir upplýsingafulltrúa í fullt starf. Fram kemur í auglýsingunni að starfið sé spennandi og krefjandi starf í stjórnmálum sem reyni á frumkvæði, skipulag og góða samskiptahæfni. Innlent 28.1.2025 16:39 Pawel stýrir utanríkismálanefnd Pawel Bartoszek verður tilnefndur til formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis þegar þing kemur saman. Skipan í fastanefndir þingsins er langt komin en þing kemur saman þriðjudaginn 4. febrúar næstkomandi. Innlent 28.1.2025 16:12 Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Fjármálaráðherra segir ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum. Viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í fjármálaráðuneytinu löngu áður en málið komst í hámæli í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. Innlent 28.1.2025 13:59 Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. Innlent 28.1.2025 13:16 Siðapostuli Konan var kosin á þing vegna þess að hún sagðist ætla að tryggja öllum tiltekin lágmarkslaun. Fólkið kaus hana í auðgunarskyni. Allir hefðu átt að vita að loforðið var blekking, því ekki var hægt að efna það. Þetta hefur nú komið í ljós svo hún er „fallin frá“ loforðinu. Skoðun 28.1.2025 07:02 Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir flokkinn ekki geta endurgreitt greiðslur úr ríkissjóði sem hann hefur fengið undanfarin ár, þrátt fyrir að uppfylla ekki lagaleg skilyrði um skráningu sem stjórnmálaflokkur. Verði flokknum gert að endurgreiða peningana muni flokkurinn fara í þrot. Innlent 27.1.2025 19:26 Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. Innlent 27.1.2025 14:28 Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. Innlent 27.1.2025 13:49 Styrkir til Flokks fólksins Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka byggjast á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006. Á II. kafla þessara laga voru gerðar breytingar með lögum nr. 109/2021, þar sem fjallað er um „Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.“ Þar er gerð grein fyrir skilyrðum þess að stjórnmálaflokkar fái úthlutað fé úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum. Skoðun 27.1.2025 07:36 „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Utanríkisráðherra þykir miður að sjá það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi frá þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í mannréttindamálum undanfarin ár. Innlent 26.1.2025 14:34 Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. Innlent 24.1.2025 17:07 Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Anna Sigrún Baldursdóttir, Anna Rut Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Finnsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Innlent 24.1.2025 14:22 „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. Innlent 24.1.2025 12:31 Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Félag atvinnurekenda er meðal þeirra fjögurra þúsunda sem sent hafa inn í samráðsgátt vel útfærð en róttæk sparnaðarráð. Þar er meðal annars lögð til fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu. Innlent 24.1.2025 11:37 Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Síðustu þrjú ár hafa 817 einstaklingar leitað til gistiskýlanna í Reykjavík vegna heimilisleysis. Í fyrra leituðu alls 394 einstaklingar til neyðarskýla en 423 árið áður. Fjöldinn í fyrra er sambærilegur þeim sem var 2022 þegar 391 leitaði í neyðarskýlin. Fjöldinn sem hefur leitað í gistiskýlin er fjölbreyttur en alls eru ríkisföng þessara 817 einstaklinga 45. Innlent 24.1.2025 09:01 Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Fjögurra manna starfshópur hefur verið skipaður til að vinna úr þeim hagræðingartillögum sem borist hafa nýrri ríkisstjórn í Samráðsgátt stjórnvalda. Úrvinnslan er enn ekki hafin en verður snörp, að sögn eins meðlimsins. Innlent 23.1.2025 16:47 Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Frestur til að leggja til hagræðingartillögur í samráðsgátt stjórnvalda rennur út á miðnætti. Hátt á fjórða þúsund tillaga hafa þegar borist. Innlent 23.1.2025 16:15 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. Innlent 22.1.2025 21:33 Ný ríkisstjórn, traust og athygli Ný ríkisstjórn er tekin við og byrjar vel með stuttum en skýrum stjórnarsáttmála, fækkun ráðuneyta um eitt, áætlunum um sameiningar ríkisstofnana og skynsamlegri ákvörðun varðandi Evrópusambandið, þar sem þjóðin fær loksins að segja af eða á. Skoðun 22.1.2025 12:32 Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu. Innlent 21.1.2025 20:03 Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Forsætisráðherra væntir þess að Ísland eigi áfram náið samband við Bandaríkin og hefur óskaði nýkjörnum forseta Bandaríkjanna góðs gengis í embætti. Hún hafi einnig fundað stuttlega með leiðtogum Norðurlandanna í gærkvöldi í tilefni vandaskiptanna í Bandaríkjunum. Innlent 21.1.2025 19:21 Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. Innlent 21.1.2025 15:27 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. Innlent 21.1.2025 06:27 Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. Innlent 20.1.2025 21:33 Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Innlent 20.1.2025 20:01 Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Forstjóri Landspítalans telur skynsamlegra að gera ráð fyrir sjúkraússtarfsemi á landi neðan við gamla Borgarspítalann en íbúðabyggð eins og Reykjavíkurborg er með í undirbúningi. Þörfin fyrir sjúkrahússtarfsemi og tengda þjónustu eigi aðeins eftir að aukast með fjölgun þjóðarinnar. Innlent 20.1.2025 19:23 Halla aðstoðar Loga Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur ráðið Höllu Jónsdóttur sem aðstoðarmann sinn. Innlent 20.1.2025 14:27 Aðstoðar Hönnu Katrínu Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Óla Örn Eiríksson sem aðstoðarmann. Innlent 20.1.2025 12:31 Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Skoðun 20.1.2025 12:02 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 11 ›
„Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Henry Alexander Henrysson siðfræðingur telur skorta nokkuð uppá að Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, átti sig til fulls á því hvað felst í hinu nýja (ráðherra)hlutverki. Ársæll Guðmundsson skólastjóri Borgarholtsskóla fagnar afsökunarbeiðni Ingu. Innlent 28.1.2025 17:07
Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Flokkur fólksins hefur auglýst eftir upplýsingafulltrúa í fullt starf. Fram kemur í auglýsingunni að starfið sé spennandi og krefjandi starf í stjórnmálum sem reyni á frumkvæði, skipulag og góða samskiptahæfni. Innlent 28.1.2025 16:39
Pawel stýrir utanríkismálanefnd Pawel Bartoszek verður tilnefndur til formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis þegar þing kemur saman. Skipan í fastanefndir þingsins er langt komin en þing kemur saman þriðjudaginn 4. febrúar næstkomandi. Innlent 28.1.2025 16:12
Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Fjármálaráðherra segir ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum. Viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í fjármálaráðuneytinu löngu áður en málið komst í hámæli í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. Innlent 28.1.2025 13:59
Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. Innlent 28.1.2025 13:16
Siðapostuli Konan var kosin á þing vegna þess að hún sagðist ætla að tryggja öllum tiltekin lágmarkslaun. Fólkið kaus hana í auðgunarskyni. Allir hefðu átt að vita að loforðið var blekking, því ekki var hægt að efna það. Þetta hefur nú komið í ljós svo hún er „fallin frá“ loforðinu. Skoðun 28.1.2025 07:02
Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir flokkinn ekki geta endurgreitt greiðslur úr ríkissjóði sem hann hefur fengið undanfarin ár, þrátt fyrir að uppfylla ekki lagaleg skilyrði um skráningu sem stjórnmálaflokkur. Verði flokknum gert að endurgreiða peningana muni flokkurinn fara í þrot. Innlent 27.1.2025 19:26
Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. Innlent 27.1.2025 14:28
Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. Innlent 27.1.2025 13:49
Styrkir til Flokks fólksins Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka byggjast á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006. Á II. kafla þessara laga voru gerðar breytingar með lögum nr. 109/2021, þar sem fjallað er um „Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.“ Þar er gerð grein fyrir skilyrðum þess að stjórnmálaflokkar fái úthlutað fé úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum. Skoðun 27.1.2025 07:36
„Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Utanríkisráðherra þykir miður að sjá það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi frá þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í mannréttindamálum undanfarin ár. Innlent 26.1.2025 14:34
Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. Innlent 24.1.2025 17:07
Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Anna Sigrún Baldursdóttir, Anna Rut Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Finnsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Innlent 24.1.2025 14:22
„Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. Innlent 24.1.2025 12:31
Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Félag atvinnurekenda er meðal þeirra fjögurra þúsunda sem sent hafa inn í samráðsgátt vel útfærð en róttæk sparnaðarráð. Þar er meðal annars lögð til fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu. Innlent 24.1.2025 11:37
Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Síðustu þrjú ár hafa 817 einstaklingar leitað til gistiskýlanna í Reykjavík vegna heimilisleysis. Í fyrra leituðu alls 394 einstaklingar til neyðarskýla en 423 árið áður. Fjöldinn í fyrra er sambærilegur þeim sem var 2022 þegar 391 leitaði í neyðarskýlin. Fjöldinn sem hefur leitað í gistiskýlin er fjölbreyttur en alls eru ríkisföng þessara 817 einstaklinga 45. Innlent 24.1.2025 09:01
Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Fjögurra manna starfshópur hefur verið skipaður til að vinna úr þeim hagræðingartillögum sem borist hafa nýrri ríkisstjórn í Samráðsgátt stjórnvalda. Úrvinnslan er enn ekki hafin en verður snörp, að sögn eins meðlimsins. Innlent 23.1.2025 16:47
Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Frestur til að leggja til hagræðingartillögur í samráðsgátt stjórnvalda rennur út á miðnætti. Hátt á fjórða þúsund tillaga hafa þegar borist. Innlent 23.1.2025 16:15
„Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. Innlent 22.1.2025 21:33
Ný ríkisstjórn, traust og athygli Ný ríkisstjórn er tekin við og byrjar vel með stuttum en skýrum stjórnarsáttmála, fækkun ráðuneyta um eitt, áætlunum um sameiningar ríkisstofnana og skynsamlegri ákvörðun varðandi Evrópusambandið, þar sem þjóðin fær loksins að segja af eða á. Skoðun 22.1.2025 12:32
Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu. Innlent 21.1.2025 20:03
Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Forsætisráðherra væntir þess að Ísland eigi áfram náið samband við Bandaríkin og hefur óskaði nýkjörnum forseta Bandaríkjanna góðs gengis í embætti. Hún hafi einnig fundað stuttlega með leiðtogum Norðurlandanna í gærkvöldi í tilefni vandaskiptanna í Bandaríkjunum. Innlent 21.1.2025 19:21
Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. Innlent 21.1.2025 15:27
Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. Innlent 21.1.2025 06:27
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. Innlent 20.1.2025 21:33
Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Innlent 20.1.2025 20:01
Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Forstjóri Landspítalans telur skynsamlegra að gera ráð fyrir sjúkraússtarfsemi á landi neðan við gamla Borgarspítalann en íbúðabyggð eins og Reykjavíkurborg er með í undirbúningi. Þörfin fyrir sjúkrahússtarfsemi og tengda þjónustu eigi aðeins eftir að aukast með fjölgun þjóðarinnar. Innlent 20.1.2025 19:23
Halla aðstoðar Loga Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur ráðið Höllu Jónsdóttur sem aðstoðarmann sinn. Innlent 20.1.2025 14:27
Aðstoðar Hönnu Katrínu Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Óla Örn Eiríksson sem aðstoðarmann. Innlent 20.1.2025 12:31
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Skoðun 20.1.2025 12:02