Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024)

Fréttamynd

Fjöl­breytni þrífst best í frjálsu sam­fé­lagi

Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Ný að­gerða­á­ætlun um sýkla­lyfja­ó­næmi stað­fest

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hafa staðfest aðgerðaáætlun um sýklalyfjaónæmi sem unnin var af þverfaglegum starfshópi heilbrigðisráðherra undir forystu Þórólfs Guðnasonar fyrrverandi sóttvarnalækni. Áætlunin felur í sér skilgreindar aðgerðir og verkefni sem ráðast þarf í, forgangsröðun þeirra og kostnaðarmat.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er bara ein­hvern veginn að vega salt“

Greiðslubyrði námslána hefur aukist og bera þau nú allt að níu prósent vexti. Alþingi samþykkti nýverið breytingar á námslánakerfinu. Stúdentar segja þær skref í rétta átt en stjórnvöld séu langt frá því að uppfylla markmið um félagslegt jöfnunarkerfi. Greiða þurfi meira af lánum í dag en fyrir upptöku styrkjakerfis þrátt fyrir niðurfellingu höfuðstóls. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp ný­sköpun“

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekkert óeðlilegt við að ráðherrar tali fyrir og ryðji brautina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Fjölmörg dæmi séu um að mikill ávinningur hafi náðst fyrir samfélagið allt með tilkomu slíkra fyrirtækja. 

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn í „meiri­háttar vand­ræðum“

Sjálfstæðisflokkurinn er í „meiriháttar vandræðum“ að sögn Eiríks Bergmanns prófessors í stjórnmálafræði. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í fyrradag, nemur stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn 17,2 prósentum en hann hefur aldrei mælst minni.

Innlent
Fréttamynd

Kjós­endur VG leiti nú til Sósíal­ista

Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans.

Innlent
Fréttamynd

Það séu von­brigði ef fyrir­tæki hækki verð úr hófi

Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri.

Innlent
Fréttamynd

Telur stöðu heims­mála hafa á­hrif á fylgið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn taki „ó­við­unandi“ fylgi al­var­lega

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna.

Innlent
Fréttamynd

Guðni lítil­látur þegar hann sagði að allt myndi bjargast án hans

Í dag fór fram síðasti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands. Forsætisráðherra segir skilaboð forsetans fráfarandi á fundinum þau að ríkisstjórnin komi til með að spjara sig án hans, lítillát skilaboð sem hann segir endurspegla karakter Guðna vel. 

Innlent
Fréttamynd

Frum­varp um sviptingu verndar lítur dagsins ljós í haust

Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem myndi gera yfirvöldum kleift að svipta fólk alþjóðlegri vernd, gerist það uppvíst að alvarlegum afbrotum. Hún leggur frumvarpið fram í haust, en það myndi aðeins gilda um afbrot framin eftir að lögin taka gildi.

Innlent
Fréttamynd

Um­­­boðs­­maður barna krefst svara um nýtt náms­mat

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu nýs samræmds námsmats. Einnig er óskað eftir því að ráðuneytið leggi fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum, sem ráðuneytið hefur ekki skilað af sér síðan 2019. Lögum samkvæmt á að leggja slíka skýrslu fram á þriggja ára fresti.

Innlent
Fréttamynd

Röng skila­boð að Yaris borgi það sama og stór jeppi

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina.

Innlent
Fréttamynd

Mál­flutningur Við­skipta­ráðs ó­á­sættan­legur

Menntamálaráðherra segir málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Á undan á­ætlun í ríkis­fjár­málum

Í nýbirtum ríkisreikningi fyrir árið 2023 kemur fram að heildarafkoma ríkissjóðs hafi verið um 100 milljörðum króna betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum, það er að segja 20 milljarða halli í stað 120. Þar segir einnig að frumjöfnuður, með öðrum orðum afkoma ríkissjóðs án tillits til vaxtagjalda og -tekna, var jákvæður um 78 milljarða.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni fór á fund konungs

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór á fund Karls III Bretakonungs að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheimhöll. Karl Bretakonungur bauð leiðtogum til móttöku í höllinni.

Innlent
Fréttamynd

Búseturétthafar í Grinda­vík losna undan samningum

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að styrkja búseturétthafa í Grindavík um 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi þeirra. Búseturétthöfum í um þrjátíu íbúðum í bænum stendur nú til boða að losna undan samningi án uppsagnarfrestar.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að olíu­fé­lögin hækki á­lagningu

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla.

Innlent