Innlent

Bjarni skilar jafn­réttis- og mann­réttinda­­málunum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Bjarni Benediktsson tók við sem forsætisráðherra þegar Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram til forseta í apríl.
Bjarni Benediktsson tók við sem forsætisráðherra þegar Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram til forseta í apríl. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Jafnréttis- og mannréttindamál verða flutt frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.

Breytingarnar voru ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Þá færist þjóðgarðurinn á Þingvöllum yfir á málefnasvið forsætisráðuneytisins frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu.

Jafnréttis- og mannréttindamálin voru flutt yfir til forsætisráðuneytisins árið 2019. Málefnin voru upphaflega á vegum velferðarráðuneytisins, sem var lagt af í lok árs 2018. 

Við uppskiptingu velferðarráðuneytisins tóku tvö ný ráðuneyti til starfa, ráðuneyti heilbrigðismála annars vegar og félagsmála hins vegar. Stjórnarmálefni velferðarráðuneytisins sáluga skiptust að mestu milli þeirra tveggja að jafnréttismálunum undanskildum, sem fluttust yfir til forsætisráðuneytisins. Katrín Jakobsdóttir var þá forsætisráðherra.

Sjá gamlar fréttir stjórnarráðsins um tilfærslurnar hér og hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×