Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Ógnvekjandi sögur berast frá Ísrael: „Ég sá fólk deyja allt um kring“

Ísraelsk kona sem var gestur á tónlistarhátíð skammt frá Gasaströndin þegar hryðjuverkasamtökin Hamas gerðu árás faldi sig undir tré í þrjár klukkustundir meðan skotregn dundi úr öllum áttum. Fjölskyldur ungs fólks sem var á næturklúbbi nærri Kibbutz Re'im á sama tíma segja enga hjálp frá yfirvöldum að fá, en margra gesta klúbbsins er enn saknað. 

Erlent
Fréttamynd

Níu hundruð fallnir: „Hryllingur að horfa upp á þetta“

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels telur að stríðið þar í landi muni vara í langan tíma. Minnst sex hundruð Ísraelsmenn, þar af 44 hermenn eru sagðir látnir. Þrjú hundruð Palestínumenn eru jafnframt sagðir hafa fallið frá því að stríð hófst í gærmorgun. 

Erlent
Fréttamynd

Vinna að því að koma Íslendingunum heim

Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Harðir bardagar standa enn yfir

Þrjú hundruð Ísraelsmenn, hið minnsta, eru látnir eftir árásir Hamas-samtakanna sem hófst í gærmorgun, samkvæmt sendiráði Ísraels í Tyrklandi.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að á­tökin verði lang­vinn

Fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína óttast að yfirstandandi átök Ísraelshers og hernaðararms Hamas-samtakanna komi til með að verða langvinn. Samkomulag sem feli í sér skipti á pólitískum föngum og stríðsföngum þurfi líklega til að lægja öldurnar.

Erlent
Fréttamynd

„Við erum í stríði“

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur lýst yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna gegn Ísrael.

Erlent