Þegar fórnarlamb verður böðull Sigurður Skúlason skrifar 29. október 2023 08:00 áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma... Vituð ér enn, eða hvað? (Völuspá) Það er ófrávíkjanlegt lögmál í mannheimum, gott ef ekki í gervallri náttúrunni, að öll kúgun fæðir af sér mótspyrnu. Sagan sýnir það, reynslan sannar það. Á meðan mannskepnan er eins og hún er verður þetta viðloðandi stef í samskiptum manna og þjóða. Hversu langt er hægt að ganga í ofríki og niðurlægingu manns eða þjóðar áður en viðkomandi svarar fyrir sig? Hörmungarnar í Palestínu virðast engan enda ætla að taka og sífellt er gengið lengra í grimmdarverkum. Mistök Sameinuðu þjóðanna með því að samþykkja árið 1947 að Gyðingar fengju land í Palestínu eru einhver mestu afglöp sögunnar. Búin var til kenning um land án fólks fyrir fólk án lands. Gallinn var bara sá, að það var ekki til land án fólks. En samviskubitið yfir örlögum Gyðinga í Helförinni blindaði ráðamönnum á Vesturlöndum sýn og leiddi líka til botnlausrar meðvirkni með gjörðum Ísraelsmanna allar götur síðan. Þessi afglöp hafa leitt til landráns, hernáms og gegndarlausrar kúgunar Gyðinga á Palestínumönnum samfellt í sjötíu ár, þar sem öllum óþverrameðulum er beitt í því að niðurlægja fólk, loka það inni og síðan að sprengja það í loft upp. Gaza svæðið er stærsta fangelsi í heimi. Og um leið stærsti pyntingarklefi í heimi. Hversu lengi halda menn að hægt sé að sætta sig við slíkar þrengingar? Eða hvað heldur þú að þú myndir gera í sporum þessa fólks? Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins. Og ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Yfirráð Ísraelsmanna eru algjör á öllum sviðum, hernaðarlega, efnahagslega og pólitískt, þar sem þeir eiga greiðan stuðning flestra þjóða á Vesturlöndum með Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið fremst í flokki. Þessar þjóðir (Ísland meðtalið) styðja þar með í verki yfirgang og ofbeldi Ísrarelsmanna gagnvart Palestínumönnum og lengja þetta hörmungarástand von úr viti. Hvenær ætli okkur skiljist að það sem við gerum öðrum það gerum við okkur sjálfum? Í leikritinu Galdra-Lofti segir Steinunn á einum stað: „Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því að þá skilur hann, að rjúpan er systir hans.“ Þetta minni úr gamalli þjóðsögu miðlar djúpstæðum sannleik. Okkur virðist fyrirmunað að skilja það að við erum öll eitt - að það sem við gerum öðrum gerum við okkur sjálfum, sbr. orð Jesú Krists: „Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Og að sjálfsögðu á hann ekki við sína persónu, heldur það sem við erum öll innst inni, okkar sanna sjálf, vitundina sem er allt sem er. Undir yfirborðinu erum við öll eitt, allt eitt. Þar af sprettur boðorðið um að koma fram við náungann eins og okkur sjálf – að sjá sjálf okkur í öðrum. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Hatur fæðir af sér hatur. Þannig er hinn endalausi vítahringur mannlegra samskipta. Annar mesti vitringur sögunnar, Búdda, sagði þessi orð fyrir meira en tvö þúsund og fimm hundruð árum: „Í þessum heimi verður hatur ekki yfirunnið með hatri, aðeins með kærleik. Þetta er hinn ævarandi sannleikur. Sigra reiði með ást, sigra illt með góðu, sigra nísku með örlæti, sigra lygi með sannleika.“ Sú kaldranalega heimsmynd sem við okkur blasir í dag sýnir hvað við eigum langt í land. Og hún á ekki aðeins við um það sem er eitthvað langt í burtu. Orsök hennar stendur okkur miklu nær en við viljum vita. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma... Vituð ér enn, eða hvað? (Völuspá) Það er ófrávíkjanlegt lögmál í mannheimum, gott ef ekki í gervallri náttúrunni, að öll kúgun fæðir af sér mótspyrnu. Sagan sýnir það, reynslan sannar það. Á meðan mannskepnan er eins og hún er verður þetta viðloðandi stef í samskiptum manna og þjóða. Hversu langt er hægt að ganga í ofríki og niðurlægingu manns eða þjóðar áður en viðkomandi svarar fyrir sig? Hörmungarnar í Palestínu virðast engan enda ætla að taka og sífellt er gengið lengra í grimmdarverkum. Mistök Sameinuðu þjóðanna með því að samþykkja árið 1947 að Gyðingar fengju land í Palestínu eru einhver mestu afglöp sögunnar. Búin var til kenning um land án fólks fyrir fólk án lands. Gallinn var bara sá, að það var ekki til land án fólks. En samviskubitið yfir örlögum Gyðinga í Helförinni blindaði ráðamönnum á Vesturlöndum sýn og leiddi líka til botnlausrar meðvirkni með gjörðum Ísraelsmanna allar götur síðan. Þessi afglöp hafa leitt til landráns, hernáms og gegndarlausrar kúgunar Gyðinga á Palestínumönnum samfellt í sjötíu ár, þar sem öllum óþverrameðulum er beitt í því að niðurlægja fólk, loka það inni og síðan að sprengja það í loft upp. Gaza svæðið er stærsta fangelsi í heimi. Og um leið stærsti pyntingarklefi í heimi. Hversu lengi halda menn að hægt sé að sætta sig við slíkar þrengingar? Eða hvað heldur þú að þú myndir gera í sporum þessa fólks? Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins. Og ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Yfirráð Ísraelsmanna eru algjör á öllum sviðum, hernaðarlega, efnahagslega og pólitískt, þar sem þeir eiga greiðan stuðning flestra þjóða á Vesturlöndum með Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið fremst í flokki. Þessar þjóðir (Ísland meðtalið) styðja þar með í verki yfirgang og ofbeldi Ísrarelsmanna gagnvart Palestínumönnum og lengja þetta hörmungarástand von úr viti. Hvenær ætli okkur skiljist að það sem við gerum öðrum það gerum við okkur sjálfum? Í leikritinu Galdra-Lofti segir Steinunn á einum stað: „Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því að þá skilur hann, að rjúpan er systir hans.“ Þetta minni úr gamalli þjóðsögu miðlar djúpstæðum sannleik. Okkur virðist fyrirmunað að skilja það að við erum öll eitt - að það sem við gerum öðrum gerum við okkur sjálfum, sbr. orð Jesú Krists: „Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Og að sjálfsögðu á hann ekki við sína persónu, heldur það sem við erum öll innst inni, okkar sanna sjálf, vitundina sem er allt sem er. Undir yfirborðinu erum við öll eitt, allt eitt. Þar af sprettur boðorðið um að koma fram við náungann eins og okkur sjálf – að sjá sjálf okkur í öðrum. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Hatur fæðir af sér hatur. Þannig er hinn endalausi vítahringur mannlegra samskipta. Annar mesti vitringur sögunnar, Búdda, sagði þessi orð fyrir meira en tvö þúsund og fimm hundruð árum: „Í þessum heimi verður hatur ekki yfirunnið með hatri, aðeins með kærleik. Þetta er hinn ævarandi sannleikur. Sigra reiði með ást, sigra illt með góðu, sigra nísku með örlæti, sigra lygi með sannleika.“ Sú kaldranalega heimsmynd sem við okkur blasir í dag sýnir hvað við eigum langt í land. Og hún á ekki aðeins við um það sem er eitthvað langt í burtu. Orsök hennar stendur okkur miklu nær en við viljum vita. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun