Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“

Hóp­ur grunn­skóla­nema í Haga­skóla í Reykjavík hef­ur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­mála um á­fram­haldandi stuðning við UNRWA

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Nánast allir í­búar Gasa reiða sig á okkur

Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar stjórnist af til­finningum og ótta

Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Hafi þegar leið­rétt um­mæli sín

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af því að hún hafi farið með ósannindi varðandi stefnu stjórnvalda á Norðurlöndunum í aðstoð þeirra við flóttafólk á Gasa vera rangan. Hún hafi þegar leiðrétt ummæli sem hún hafi látið falla um málið þann 29. desember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Enginn öruggur staður eftir á Gasa

„Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Beitir landtökumenn refsiaðgerðum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Brokk­geng byrjun Bjarna í utan­ríkis­ráðu­neytinu

Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Vill fara að for­dæmi Norð­manna og hefði viljað meira sam­ráð

Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina.

Innlent
Fréttamynd

Frystum ekki mann­úð

Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Styður Ís­land hópmorð?

Niðurstöður Alþjóðadómstólsins í Haag föstudaginn 26. janúar s.l. eru skýrar. Dómstóllinn trúir því að líklegt sé að hópmorð á Palestínufólki sé að eiga sér stað og að Ísrael verði að hætta árásum og morðum á saklausa borgara. Ísland er því á sérkennilegri vegferð þegar kemur að málefnum Palestínu.

Skoðun
Fréttamynd

Biden segist búinn að á­kveða sig

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili.

Erlent
Fréttamynd

Spítalinn í Rafah yfir­fullur og skortur á öllu

Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína.

Erlent
Fréttamynd

Elín snýr aftur af Gasaströndinni

Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir, sem hefur starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins á sjúkrahúsi á Gasaströndinni síðustu sex vikur, er komin aftur til Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

„Mér er al­veg sama þó ég sé um­deildur“

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar.

Innlent