Sveitarstjórnarkosningar Meirihluti borgarstjórnar fallinn samkvæmt skoðanakönnun Gallup Meirihluti borgarstjórnar er fallinn samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups sem Ríkisútvarpið greindi frá í hádeginu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 35 % fylgi í könnuninni á meðan Framsóknarflokkurinn mældist með tæp 5 %. Innlent 1.4.2010 15:55 Upplýsingavefur um kosningar opnaður Upplýsingavefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins um sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi hefur verið opnaður. Á vefnum, sem hefur slóðina www.kosning.is, eins og við aðrar kosningar, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar er lúta að framkvæmd kosninganna. Innlent 31.3.2010 12:48 Meirihluti framlaga úr sjávarútveginum Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. Innlent 30.3.2010 22:15 Besti flokkurinn hefur alla burði til að ná langt Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum. Innlent 26.3.2010 19:31 Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Innlent 25.3.2010 22:44 Jónmundur segir flokkinn ekki ofurseldan atvinnulífinu Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Innlent 23.3.2010 17:41 Landsbankinn styrkti mest - 150 lögaðilar nafnlausir Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 44 milljónir króna á tímabilinu 2002 til 2006 samkvæmt yfirliti sem flokkurinn hefur gert opinbert á heimasíðu sinni. Innlent 22.3.2010 16:02 Sjálfstæðisflokkur stærstur á ný með yfir 40% fylgi Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Innlent 18.3.2010 23:22 Tilbúin í kosningar í maí Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík var samþykktur samhljóða á félagsfundi í gær. Efstu sex sætin réðust í forvali sem fram fór í byrjun febrúar. Kosið verður 29. maí. Innlent 18.3.2010 22:36 Hverfafundum borgarstjóra frestað Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ætlar ekki að halda fyrirhugaða hverfafundi með íbúum Reykjavíkur. Hins vegar stendur til að halda þá síðar á árinu, eftir kosningarnar. Innlent 15.3.2010 22:24 Fundum frestað - ekki blásnir af Aðstoðarmaður borgarstjóra segir það ekki rétt að hefðbundnir hverfafundir borgarstjóra hafi verið blásnir af heldur verði þeir haldnir síðar á árinu, segir Magnús. Hann bendir á að í tilvitnuðum tölvupósti í fréttinni sjálfri komi fram að áætlun hafi. Það sé því ranglega ályktað að fundirnir verði ekki haldnir í ár. Innlent 15.3.2010 12:53 Kosningaþátttaka í Reykjavík fer sérstaklega hægt af stað Kjörsókn í Reykjavík fer mjög hægt af stað. Kjörsókn var um það bil helmingi minni í báðum kjördæmunum í Reykjavík klukkan tíu. Þá höfðu 1,29 prósent kosið í Reykjavík norður. Innlent 6.3.2010 10:20 Flestir styðja Sjálfstæðisflokk Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 32 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Capacent Gallup sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins í gær. Innlent 1.3.2010 22:58 Bæjarstjórinn hvorki sár né reiður „Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Innlent 28.2.2010 16:19 Ríflega 1200 hafa kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Rúmlega 1200 manns höfðu kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ skömmu eftir klukkan fjögur í dag, að sögn Þórólfs Halldórssonar formanns kjörnefndar. Þar af 125 manns utan kjörfundar. Innlent 27.2.2010 16:20 Tæplega 500 hafa kosið í Kópavogi Tæplega 500 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi klukkan tvö. Þrír takast á um fyrsta sætið í prófkjörinu. „Það hefur verið jöfn og þétt þátttaka," segir Haukur Ingibergsson, formaður kjörstjórnar. Hann segir að fyrstu tölur verði lesnar skömmu eftir að kjörfundi lýkur klukkan 18. Innlent 27.2.2010 14:14 Útilokað að hafa tvo karla efsta Ekki kemur til greina að hafa karla í tveimur efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, að mati oddvita flokksins, Jónasar Sigurðssonar. Innlent 25.2.2010 10:45 Sjálfstæðisflokkur á meiri eignir en áður Framlög lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 námu 8,6 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi flokksins. Þessi framlög námu tæpum 57 milljónum árið 2007. Á sama tíma fóru eignir flokksins úr því að vera tæpar 462 milljónir og í rúmar 705 milljónir króna. Eigið fé flokksins fer úr 386,3 milljónum og í 662,7 milljónir, sem er aukning um 71 prósent. Innlent 24.2.2010 22:33 Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga.Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga. Innlent 24.2.2010 21:32 Valdimar L. Friðriksson genginn úr Samfylkingunni Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr Samfylkingunni og þar með þingflokki hennar. Valdimar greindi frá þessu í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í dag en tilkynnti varaformanni Samfylkingarinnar í morgun að hann væri hættur í flokknum. Valdimar ætlar að starfa sem óháður þingmaður á Alþingi. Innlent 19.11.2006 13:33 Sturla leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu í dag framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar á kjördæmisþingi í Borgarnesi. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum, ráðherrana Sturlu Böðvarsson og Einar K. Guðfinnsson, og þingmanninn Einar Odd Kristjánsson. Þeir skipa áfram þrjú efstu sæti listans. Í fjórða sæti er Herdís Þórðardóttir. Innlent 18.11.2006 16:09 Vilja auka veg kvenna á Alþingi Femínistafélag Íslands skorar á stjórnmálaflokka sem ekki hafa myndað sér skýra stefnu um aukinn hlut kvenna á framboðslistum fyrir komandi þingkosningar að hefjast strax handa og veita konum jafnan sess á við karla. Innlent 24.10.2006 10:42 Slitnað upp úr meirihlutaviðræðum í Mosfellsbæ Slitnað hefur upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í Mosfellsbæ. Þær hófust eftir að ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað hreinum meirihluta sínum í kosningunum á laugardag. Innlent 1.6.2006 22:04 Meirihlutaviðræður halda áfram í dag Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð. Innlent 30.5.2006 06:53 Vilhjálmur slítur meirihlutaviðræðum við Frjálslynda Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sleit í dag viðræðum við Ólaf F. Magnússon fulltrúa Frjálslynda flokksins. Hann tilkynnti Ólafi síðdegis að afstaða Frjálslyndra í flugvallarmálinu væri of stíf til að viðræður gætu borið árangur. Innlent 29.5.2006 14:09 Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri í Kópavogi Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Kópavogi náðu undir miðnætti samkomulagi um að halda meirihluta samstarfi sínu áfram í bæjarstjórn. Gunnar Birgisson verður áfram bæjarstjóri og Ómar Stefánsson forseti bæjarráðs. Innlent 29.5.2006 07:59 Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn áfram í meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Kópavogi náðu undir miðnætti samkomulegi um að halda meirihluta samstarfi sínu áfram í bæjarstjórn. Innlent 29.5.2006 07:01 Segir slit R-listans hafa verið mistök Vel kemur til greina að endurvekja Reykjavíkurlistann fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010, að mati Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Þetta kom fram í umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna á NFS og Stöð 2 í gærkvöldi. Innlent 29.5.2006 06:42 Tekur aftur við oddvitahlutverkinu Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg. Innlent 28.5.2006 19:45 Meirihlutinn hélt óvænt velli Meirihlutinn hélt á Ísafirði, þvert á það sem skoðanakannanir höfðu gefið ástæðu til að ætla. Bæjarstjórinn og oddviti Sjálfstæðismanna vill halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn undir sinni forystu. Innlent 28.5.2006 08:44 « ‹ 9 10 11 12 13 ›
Meirihluti borgarstjórnar fallinn samkvæmt skoðanakönnun Gallup Meirihluti borgarstjórnar er fallinn samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups sem Ríkisútvarpið greindi frá í hádeginu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 35 % fylgi í könnuninni á meðan Framsóknarflokkurinn mældist með tæp 5 %. Innlent 1.4.2010 15:55
Upplýsingavefur um kosningar opnaður Upplýsingavefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins um sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi hefur verið opnaður. Á vefnum, sem hefur slóðina www.kosning.is, eins og við aðrar kosningar, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar er lúta að framkvæmd kosninganna. Innlent 31.3.2010 12:48
Meirihluti framlaga úr sjávarútveginum Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. Innlent 30.3.2010 22:15
Besti flokkurinn hefur alla burði til að ná langt Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum. Innlent 26.3.2010 19:31
Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Innlent 25.3.2010 22:44
Jónmundur segir flokkinn ekki ofurseldan atvinnulífinu Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Innlent 23.3.2010 17:41
Landsbankinn styrkti mest - 150 lögaðilar nafnlausir Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 44 milljónir króna á tímabilinu 2002 til 2006 samkvæmt yfirliti sem flokkurinn hefur gert opinbert á heimasíðu sinni. Innlent 22.3.2010 16:02
Sjálfstæðisflokkur stærstur á ný með yfir 40% fylgi Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Innlent 18.3.2010 23:22
Tilbúin í kosningar í maí Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík var samþykktur samhljóða á félagsfundi í gær. Efstu sex sætin réðust í forvali sem fram fór í byrjun febrúar. Kosið verður 29. maí. Innlent 18.3.2010 22:36
Hverfafundum borgarstjóra frestað Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ætlar ekki að halda fyrirhugaða hverfafundi með íbúum Reykjavíkur. Hins vegar stendur til að halda þá síðar á árinu, eftir kosningarnar. Innlent 15.3.2010 22:24
Fundum frestað - ekki blásnir af Aðstoðarmaður borgarstjóra segir það ekki rétt að hefðbundnir hverfafundir borgarstjóra hafi verið blásnir af heldur verði þeir haldnir síðar á árinu, segir Magnús. Hann bendir á að í tilvitnuðum tölvupósti í fréttinni sjálfri komi fram að áætlun hafi. Það sé því ranglega ályktað að fundirnir verði ekki haldnir í ár. Innlent 15.3.2010 12:53
Kosningaþátttaka í Reykjavík fer sérstaklega hægt af stað Kjörsókn í Reykjavík fer mjög hægt af stað. Kjörsókn var um það bil helmingi minni í báðum kjördæmunum í Reykjavík klukkan tíu. Þá höfðu 1,29 prósent kosið í Reykjavík norður. Innlent 6.3.2010 10:20
Flestir styðja Sjálfstæðisflokk Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 32 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Capacent Gallup sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins í gær. Innlent 1.3.2010 22:58
Bæjarstjórinn hvorki sár né reiður „Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Innlent 28.2.2010 16:19
Ríflega 1200 hafa kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Rúmlega 1200 manns höfðu kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ skömmu eftir klukkan fjögur í dag, að sögn Þórólfs Halldórssonar formanns kjörnefndar. Þar af 125 manns utan kjörfundar. Innlent 27.2.2010 16:20
Tæplega 500 hafa kosið í Kópavogi Tæplega 500 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi klukkan tvö. Þrír takast á um fyrsta sætið í prófkjörinu. „Það hefur verið jöfn og þétt þátttaka," segir Haukur Ingibergsson, formaður kjörstjórnar. Hann segir að fyrstu tölur verði lesnar skömmu eftir að kjörfundi lýkur klukkan 18. Innlent 27.2.2010 14:14
Útilokað að hafa tvo karla efsta Ekki kemur til greina að hafa karla í tveimur efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, að mati oddvita flokksins, Jónasar Sigurðssonar. Innlent 25.2.2010 10:45
Sjálfstæðisflokkur á meiri eignir en áður Framlög lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 námu 8,6 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi flokksins. Þessi framlög námu tæpum 57 milljónum árið 2007. Á sama tíma fóru eignir flokksins úr því að vera tæpar 462 milljónir og í rúmar 705 milljónir króna. Eigið fé flokksins fer úr 386,3 milljónum og í 662,7 milljónir, sem er aukning um 71 prósent. Innlent 24.2.2010 22:33
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga.Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga. Innlent 24.2.2010 21:32
Valdimar L. Friðriksson genginn úr Samfylkingunni Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr Samfylkingunni og þar með þingflokki hennar. Valdimar greindi frá þessu í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í dag en tilkynnti varaformanni Samfylkingarinnar í morgun að hann væri hættur í flokknum. Valdimar ætlar að starfa sem óháður þingmaður á Alþingi. Innlent 19.11.2006 13:33
Sturla leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu í dag framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar á kjördæmisþingi í Borgarnesi. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum, ráðherrana Sturlu Böðvarsson og Einar K. Guðfinnsson, og þingmanninn Einar Odd Kristjánsson. Þeir skipa áfram þrjú efstu sæti listans. Í fjórða sæti er Herdís Þórðardóttir. Innlent 18.11.2006 16:09
Vilja auka veg kvenna á Alþingi Femínistafélag Íslands skorar á stjórnmálaflokka sem ekki hafa myndað sér skýra stefnu um aukinn hlut kvenna á framboðslistum fyrir komandi þingkosningar að hefjast strax handa og veita konum jafnan sess á við karla. Innlent 24.10.2006 10:42
Slitnað upp úr meirihlutaviðræðum í Mosfellsbæ Slitnað hefur upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í Mosfellsbæ. Þær hófust eftir að ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað hreinum meirihluta sínum í kosningunum á laugardag. Innlent 1.6.2006 22:04
Meirihlutaviðræður halda áfram í dag Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð. Innlent 30.5.2006 06:53
Vilhjálmur slítur meirihlutaviðræðum við Frjálslynda Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sleit í dag viðræðum við Ólaf F. Magnússon fulltrúa Frjálslynda flokksins. Hann tilkynnti Ólafi síðdegis að afstaða Frjálslyndra í flugvallarmálinu væri of stíf til að viðræður gætu borið árangur. Innlent 29.5.2006 14:09
Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri í Kópavogi Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Kópavogi náðu undir miðnætti samkomulagi um að halda meirihluta samstarfi sínu áfram í bæjarstjórn. Gunnar Birgisson verður áfram bæjarstjóri og Ómar Stefánsson forseti bæjarráðs. Innlent 29.5.2006 07:59
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn áfram í meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Kópavogi náðu undir miðnætti samkomulegi um að halda meirihluta samstarfi sínu áfram í bæjarstjórn. Innlent 29.5.2006 07:01
Segir slit R-listans hafa verið mistök Vel kemur til greina að endurvekja Reykjavíkurlistann fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010, að mati Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Þetta kom fram í umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna á NFS og Stöð 2 í gærkvöldi. Innlent 29.5.2006 06:42
Tekur aftur við oddvitahlutverkinu Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg. Innlent 28.5.2006 19:45
Meirihlutinn hélt óvænt velli Meirihlutinn hélt á Ísafirði, þvert á það sem skoðanakannanir höfðu gefið ástæðu til að ætla. Bæjarstjórinn og oddviti Sjálfstæðismanna vill halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn undir sinni forystu. Innlent 28.5.2006 08:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent