Tekur aftur við oddvitahlutverkinu 28. maí 2006 19:45 MYND/E.Ól. Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.Gríðarleg eftirvænting ríkti meðal Sjálfstæðismanna í Árborg í gærkvöldi meðan þeir biðu eftir fyrstu tölum úr kosningu til sveitarstjórnar. Sjálfstæðismenn fóru vel af stað í kosningabaráttunni og gáfu skoðanakannanir þeim framan af vonir um að fá meirihluta í bæjarstjórn.Það breyttist eftir að Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, varð uppvís að því að stýra bíl undir áhrifum áfengis, keyra á ljósastaur og leggja síðan á flótta. Þeim flótta lauk með handtöku Eyþórs og vist í fangaklefa.Í gærkvöld lauk spennuþrunginni bið með miklum fagnaðarlátum þegar í ljós kom að Sjálfstæðismenn fengu fjóra bæjarfulltrúa af níu. Sjálfstæðismenn fengju 40 prósent atkvæða og hafa aldrei gert betur í Árborg. Talsvert var hins vegar um að kjósendur strikuðu yfir nafn Eyþórs, eins og hann hafði reyndar mælst til að fólk gerði frekar en að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þær hafa hins vegar ekki áhrif á stöðu Eyþórs því 51 prósent kjósenda hefði þurft að strika yfir nafn hans til að breyta listanum. Ekki er búið að taka saman hversu margir strikuðu yfir nafn Eyþórs en það var langt frá því að vera nóg til að fella hann úr bæjarstjórn.Eyþór var hæstánægður með niðurstöðuna og sagðist aðspurður líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við sig. "Ég held að það að fá þetta fylgi sé traustsyfirlýsing við hvern sem er, hvort sem hann hefur ekið á staur eða ekki."Eyþór segist nú taka aftur við oddvitahlutverkinu hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg að kosningabaráttunni lokinni. Hann taki hins vegar ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann kann að verða dæmdur í vegna ölvunaraksturs síns og flótta af vettvangi. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.Gríðarleg eftirvænting ríkti meðal Sjálfstæðismanna í Árborg í gærkvöldi meðan þeir biðu eftir fyrstu tölum úr kosningu til sveitarstjórnar. Sjálfstæðismenn fóru vel af stað í kosningabaráttunni og gáfu skoðanakannanir þeim framan af vonir um að fá meirihluta í bæjarstjórn.Það breyttist eftir að Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, varð uppvís að því að stýra bíl undir áhrifum áfengis, keyra á ljósastaur og leggja síðan á flótta. Þeim flótta lauk með handtöku Eyþórs og vist í fangaklefa.Í gærkvöld lauk spennuþrunginni bið með miklum fagnaðarlátum þegar í ljós kom að Sjálfstæðismenn fengu fjóra bæjarfulltrúa af níu. Sjálfstæðismenn fengju 40 prósent atkvæða og hafa aldrei gert betur í Árborg. Talsvert var hins vegar um að kjósendur strikuðu yfir nafn Eyþórs, eins og hann hafði reyndar mælst til að fólk gerði frekar en að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þær hafa hins vegar ekki áhrif á stöðu Eyþórs því 51 prósent kjósenda hefði þurft að strika yfir nafn hans til að breyta listanum. Ekki er búið að taka saman hversu margir strikuðu yfir nafn Eyþórs en það var langt frá því að vera nóg til að fella hann úr bæjarstjórn.Eyþór var hæstánægður með niðurstöðuna og sagðist aðspurður líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við sig. "Ég held að það að fá þetta fylgi sé traustsyfirlýsing við hvern sem er, hvort sem hann hefur ekið á staur eða ekki."Eyþór segist nú taka aftur við oddvitahlutverkinu hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg að kosningabaráttunni lokinni. Hann taki hins vegar ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann kann að verða dæmdur í vegna ölvunaraksturs síns og flótta af vettvangi.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira