Sorphirða

Fréttamynd

Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi.

Innlent
Fréttamynd

Frekir kallar með rán­dýra bíla hafi hindrað tunnu­skipti

Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu að dæmi séu um að íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því að vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Landeigandinn segir um misskilning að ræða

Uppfært kl. 16.25: Eigandi jarðarinnar hefur haft samband og segir um misskilning að ræða. Um sé að ræða byggingarefni sem verði fjarlægt eftir helgi. Pálmi er búinn að fjarlægja færsluna á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Betur gert, flokkað og merkt!

Nú flokkar þú úrganginn þinn á einfaldan og skilvirkan hátt. Nú borgar þú lægra gjald fyrir úrganginn þinn með því að draga úr magni hans og flokka betur. Nú flokkar þú eftir sömu flokkunarmerkingum hvort sem þú ert á Kópaskeri eða í Kópavogi. Það á að vera létt að gera betur í flokkun og endurvinnslu og með innleiðingu á hringrásarlögunum mun það verða einfaldara. Ekki seinna (umhverfis)vænna!

Skoðun
Fréttamynd

„Þú getur gert þetta bara á Tenerife“

Endurvinnslan er hætt að greiða skilagjald beint inn á greiðslukort. Í staðinn var smíðað nýtt snjallforrit sem fólk getur notað heima hjá sér. Mikil aðsókn hefur verið í endurvinnslustöðvar í dag og framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir nýja fyrirkomulagið hafa mælst vel fyrir.

Innlent
Fréttamynd

„Staðan er að versna“

Rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur segir að sorphirða í borginni hafi gengið ágætlega síðustu daga. Staðan sé hins vegar að versna og ljóst sé að reikna megi með töfum.

Innlent