Rekstur hins opinbera

Fréttamynd

Aðgerðapakki stjórn­valda: Fríar skólamáltíðir, sér­stakur vaxtastuðningur og hærri barna­bætur

Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Tveir milljarðar í leið­toga­fundinn

Heildarkostnaður stjórnvalda vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí á síðasta ári nam alls tveimur milljörðum króna samkvæmt uppgjöri utanríkisráðuneytisins og upplýsingum frá ríkislögreglustjóra og innviðaráðuneyti.

Innlent
Fréttamynd

„Löngu tíma­bært að taka þetta skref“

„Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er full­kom­lega ó­eðli­legt“

Hugmyndafræðin á bak við opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem vill að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Hann segir óþolandi að ríkismiðill stundi samkeppni við litla einkaaðila sem berjast í bökkum.

Innlent
Fréttamynd

Vill taka þrjá­tíu milljarða lán vegna jarð­hræringa

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu fjárlaga sem snúa að allt að þrjátíu milljarða lántöku í erlendri mynt. Á það að mæta mögulegri fjárþörf vegna jarðhræringa á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Ræða kaup á húsum Grind­víkinga á morgun

Frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík liggur fyrir. Það verður tekið fyrir á þingfundi á morgun og er eina málið sem er á dagskrá þann daginn. Fundurinn hefst klukkan 13:30.

Innlent
Fréttamynd

Dagur svarar fyrir sig varðandi dýrari Fossvogsbrú

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir eðlilegt að hækkun á kostnaðaráætlun Fossvogsbrúar sé sett í samhengi við samgönguverkefni víða um land af hendi ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Er ríkið í stuði?

Nýr markaður fyrir hleðslu og þjónustu fyrir rafbílaeigendur hefur orðið til með orkuskiptum í samgöngum. Fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga veita einkafyrirtækjum harða samkeppni á þessum nýja markaði án þess að það hafi fengið mikla athygli eða umræðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjóðast til að kaupa hús­næði Grind­víkinga

Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið er eins og 26 ára gömul Toyota Corolla „drusla“ en með Spotify

Ríkið er eins og Toyota Corolla, 1998 módel, sem búið er að lappa upp á. Það hefur verið reynt að innleiða í hana nýja tækni, meðal annars tengja Spotify. „Málið er að þetta er alger drusla.“ Hættum að lappa upp á gamla bílinn og spyrjum frekar hvaða nýi bíll mætir þörfum okkar með öllu því sem nýir bílar hafa upp á að bjóða. „Rekum einfaldlega kerfi dagsins í dag en ekki gamla kerfið,“ sagði meðeigandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte.

Innherji
Fréttamynd

Rapyd og Ríkiskaup

Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Útvistaðar rang­færslur Vinstri grænna

Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa.

Skoðun
Fréttamynd

Tug­milljóna mál skrif­stofu­stjóra fer fyrir Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni íslenska ríkisins um áfrýjunarleyfi í máli Jóhanns Guðmundssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Jóhanni voru dæmdar 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna niðurlagningar ráðherra á embætti hans.

Innlent
Fréttamynd

Hver ber kostnaðinn af því að við­halda lækna­stéttinni?

Íslenskir læknanemar erlendis sem sækja í dýrt nám vegna fárra plássa í Háskóla Íslands hafa fengið afar takmarkaðan stuðning frá Landspítala og Menntasjóði. Á sama tíma og nemarnir eru að fást við þessar stóru áskoranir er talað um læknaskort í íslensku heilbrigðiskerfi.

Skoðun
Fréttamynd

Miklar fram­kvæmdir boðaðar á árinu

Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag.

Viðskipti innlent