Hestar

Fréttamynd

Hans og Gréta í Ölfushöll í dag, sunnudag

Búið er að setja upp sér stíu fyrir móðurlausu folaldstvíburana frá Feti þau Hans og Grétu á sýningunni Skeifnaspett sem haldin er nú um helgina í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Hans og Gréta eru undan Árna Geir frá Feti og Skák frá Feti en merin féll frá folöldunum aðeins nokkrum dögum eftir að þau fæddust.

Sport
Fréttamynd

Dýraníðsla af verstu gerð!

Vegna frétta um slæman aðbúnað hrossa og nýfallin dóm í héraðsdómi suðurlands yfir Óla Pétri Gunnarssyni og getgátur slúðrara og spjallaverja um tengsl og einhverjar varnir til við ofangreint efni vill ritstjóri Hestafrétta koma eftirfarandi á framfæri.

Sport
Fréttamynd

Heimsókn verknámskennara hrossaræktardeildar

Tamninganemar sem stunda nám sitt á öðru ári við Hrossaræktardeild Hólaskóla taka á vorönn 2007, fimm mánaða verknám. Verknámið er tekið við tamningastöðvar vítt og breitt um landið. Hólaskóli leggur mikla áherslu á að hafa gott samband við þá aðila sem taka nemendur í verknám, verknámskennarana. Það hefur til nokkurra ára verið árvisst að bjóða þeim til fundar á Hólum að hausti,

Sport
Fréttamynd

Dagskrá Meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum

Nú liggur fyrir endanlega dagskrá Meistaradeildar VÍS 2007. Þátttakendur verða alls 24, úrtaka fyrir laus sæti í Meistaradeildinni verður haldin laugardaginn 20.janúar og hefst hún klukkan 13.00. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi. Úrtakan er öllum opin. Þeir knapar sem unnið hafa sér þátttökurétt eru eftirtaldir.

Sport
Fréttamynd

Uppskeruhátíð yngri flokka Fáks

Í gær sunnudag var haldin uppskeruhátíð yngri flokka hjá Fáki. Þar komu saman þau börn sem höfðu tekið þátt í keppni, námskeiðum og öðrum uppákomum á vegum félagsins síðastliðið ár. Má ætla að um 100 börn hafi mætt á hátíðina. Þátttakendur félagsins í barna og unglingaflokki á Landsmóti fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Sport
Fréttamynd

Fimiæfingar uppá 10

Á fyrirlestri sem Sigurður Sigurðarson hélt á endurmenntunarnámskeiði Félags tamningamanna og Félags hrossabænda sýndi hann myndband sem tekið var upp á sýningu á Spáni en þar er sýnt hvernig samspil manns og hests er upp á 10.

Sport
Fréttamynd

Vel heppnað endurmenntunarnámskeið

Endurmenntunarnámskeið Félags tamningamanna og Félags hrossabænda sem haldið var í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli í gær var mjög vel heppnað og greinilega mjög mikill áhugi fyrir svona námskeiðum. Eins og áður hefur komið fram var húsfylli í höllinni og þurfti að bæta við hátölurum fram á bar til að gestir gætu hlustað á fyrirlestrana, þar sem fyrirlestrarsalurinn var fullur.

Sport
Fréttamynd

Var nauðsynlegt að drepa þau?

Í vikunni var Óli Pétur Gunnarsson dæmdur í fjársekt fyrir illa meðferð á ellefu hrossum í hans umsjá sem voru á jörðinni Litlu-Sandvík. Samkvæmt ákvörðun héraðsdýralæknis voru fjögur hross aflífuð strax og sjö í viðbót biðu aftöku en Óli faldi hrossin til að þyrma lífi þeirra og neitaðu að gefa upp hvar þau voru að finna.

Sport
Fréttamynd

Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum

Meistaradeild í hestaíþróttum mun á næstu dögum undirrita samstarfssamning við VÍS um mótaröð í hestaíþróttum veturinn 2007. Með þessu samstarfi verður stefnt að því að styrkja og efla meistaradeildina. Úrtaka fyrir keppendur í Meistaradeild VÍS mun fara fram í Ölfushöll 20. janúar 2007.

Sport
Fréttamynd

700 þúsund króna sekt fyrir illa meðferð á hrossum

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar í hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru.

Sport
Fréttamynd

Stofnun hlutafélags um stóðhestinn Þrist frá Þorlákshöfn

Ákveðið hefur verið að stofna hlutafélag um stóðhestinn Þrist frá Þorlákshöfn, brúnskjóttan 5 vetra gamlan úr ræktun Þórarins Óskarssonar í Þorlákshöfn. Forsvarsmaður hlutafélagsins er Sæmundur T. Halldórsson, Miklagarði við Akranes.

Sport
Fréttamynd

Síðustu sýningar á Þjóðarsálinni

Nú eru einungis tvær sýningar eftir á hinni karnivalísku leiksýningu Þjóðarsálinni. Þær verða fimmtudaginn 23. nóvember og föstudaginn 24. nóvember kl. 20.00 í Reiðhöll Gusts í Kópavogi, nánar tiltekið í Álalind 3.

Sport
Fréttamynd

Sölusýning Hestaheima komin inn á Vef TV Hestafrétta

Sölusýning Hestheima sem haldin var síðastliðinn sunnudag er komin inn á Vef TV Hestafrétta. Sölusýningin er í þremur hlutum á Vef TV og er það gert vegna lengdar sýningarinnar. Það má vera að myndskeiðin sýnist annað slagið vera frekar dökk, en það er útaf slakri bitu í reiðhöllinni í Hestaheimum og biðjumst við forláts á því.

Sport
Fréttamynd

Kunnátta í frumtamningum ekki aðeins fyrir tamningafólk

Það er mikils virði fyrir alla sem koma að hrossarækt, að vera vel að sér í öllu er viðkemur faginu. Að skilja viðfangsefnið til fullnustu, og gera sér grein fyrir því hvers vænta má. Þegar að hrossaræktandi eða hesteigandi sendir tryppi í tamningu þyrfti viðkomandi að geta gert sér grein fyrir því hvaða efniviður er í viðfangsefninu, og hvaða leið þarf að fara.

Sport
Fréttamynd

Guðni Ágústsson syndir eins og hestarnir!

Guðni Ágústsson Landbúnaðarráðherra og besti vinur hesta og hestamanna var viðstaddur opnun á hestasundlaug fyrir skömmu í Áskoti í Ásahreppi. Fréttamaður Hestafrétta náði tali af ráðherranum og var ekki annað að heyra en að Guðna litist vel á framtakið.

Sport
Fréttamynd

Fjölnir Þorgeirsson rodeo knapi ársins

Oft geta tamningar og hestaíþróttir verið hættulegar sérstaklega þegar fólk dettur af baki. Í sumum og sem betur fer flestum tilvikum er um mjúkar lendingar eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem er af Fjölni Þorgeirssyni þar sem hann dettur af baki og fær mjúka lendingu.

Sport
Fréttamynd

Verðlaunaafhendingar á uppskeruhátíð hestamanna

Uppskeruhátíð hestamanna var haldin hátíðleg um liðna helgi á Broadway, Hótel Íslandi. Húsfyllir var á hátíðinni þar sem Kári Stefánsson var veislustjóri við misjafnan fögnuð gesta. Það var svo Samúel Örn Erlingsson sem sá um kynningar á knöpum ársins.

Sport
Fréttamynd

Tvíburarnir Hans og Gréta móðurlaus á Feti

Á hrossaræktarbúinu Feti fæddust tvíburafolöld fyrir um viku síðan en þau eru undan Árna Geir frá Feti og Skák frá Feti. Skák veiktist heiftarlega eftir að hún kastaði tvíburunum og dó tveimur dögum seinna. Í samtali við Brynjar Vilmundarson sagði hann að nú væri vakað dag og nótt yfir systkinunum

Sport
Fréttamynd

Þóroddur og Albert vígja nýja hestasundlaug

Stórglæsileg hestasundlaug var opnuð formlega á föstudaginn í Áskoti í Ásahreppi. Það eru hjónin Jakob Þórarinsson og Arnheiður Auðbergsdóttir sem standa að fyrirtækinu Sundhestar ehf sem á og rekur sundlaugina. Það var svo Þóroddur frá Þórodsstöðum sem vígði laugina við mikinn fögnuð viðstaddra.

Sport
Fréttamynd

Steingrímur Sigurðsson er knapi ársins

Steingrímur Sigurðsson var valin knapi ársins á uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var í gærkveldi á Broadway. Ræktunarbúið Auðholtshjáleiga var valið ræktunarbú ársins, en hjónin Gunnar og Kristbjörg eru vel að titlinum komin.

Sport
Fréttamynd

Mars frá Feti til Svíþjóðar

Á vefsíðunni www.fet.is segir að stóðhesturinn Mars frá Feti hafi verið seldur til Svíþjóðar og fór hann utan fyrir skemmstu. Mars er fimm vetra gamall, undan Seif frá Efra-Apavatni og gæðingamóðurinni Ásdísi frá Neðra-Ási. Mars var sýndur í kynbótadómi sl. vor og hlaut þá feiknagóðan dóm, 8.41 fyrir sköpulag og 8.44 fyrir hæfileika, í aðaleinkunn 8.43.

Sport
Fréttamynd

Nýtt hesthúsahverfi og íþróttaaðstaða fyrir hestamenn

Á síðasta bæjarstjórnarfundi Garðabæjar var samþykkt nýtt skipulag á Kjóavöllum og verður nýtt skipulag kynnt á aðalfundi Andvara sem haldin verður 20. nóvember næstkomandi. Er þetta mikil stækkun á félagssvæði Andvara og Gustara, en á nýju sameiginlegu hesthúsasvæði Andvara og Gusts verður frábær aðstaða fyrir hestamenn, hvort sem það eru keppnismenn, útreiðarmenn eða börn og unglingar.

Sport
Fréttamynd

Tilnefningar til knapa ársins 2006

Nú liggja tilnefningar til knapa ársins í hinum ýmsu flokkum fyrir. Að tilnefningunum stendur nefnd skipuð fjölmiðlafólki sem fjallar um hestamennsku, fulltrúum gæðinga- og íþróttadómara og hrossaræktarráðunauti BÍ.

Sport
Fréttamynd

Sölusýning í Hestheimum

Sölusýning verður haldin næstkomandi sunnudag 5. nóvember og hefst hún stundvíslega kl: 14.00. Sölusýningar í Hestheimum hafa fest sig í sessi hjá hestamönnum og áhugafólki í hestamennsku á þessum árstíma og hefur fjöldi fólks fundið þar sinn eðal gæðing.

Sport
Fréttamynd

Ræktunarbú ársins 2006

Á haustfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem haldin var í gær tilkynnti Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur hvaða ræktunarbú eru tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2006. Tilkynnt verður hvaða bú sigrar á uppskeruháthíð hestamanna sem haldin verður í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Hestamarkaður í Víðidal

Hestamarkaður og sölusýning verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 4. nóvember næstkomandi og hefst sýningin klukkan 13:00 en húsið opnar kl 12:00. Í anddyri reiðhallarinnar er búið að setja upp Markaðstorg þar sem söluaðilar kynna vörur fyrir hestamenn allt frá hóffjöðrum uppí traktora, allt sem snýst um hesta og hestamennsku verður á Markaðstorginu, en þar verður hægt að kaupa vörur á mjög góðu tilboðsverði.

Sport
Fréttamynd

Knapamerkjanámsefni komið út

Námsefni fyrir fyrstu 3 stig Knapamerkjanna er nú komið út. Höfundur námsefnisins er Helga Thoroddsen og útgefandi er Hólaskóli. Um er að ræða vandað námsefni og ríkulega myndskreytt. Námsefnið getur nýst breiðum aldurshópi og geta allir fengið efnið keypt hvort sem þeir hyggja á nám skv. Knapamerkjunum eða ekki.

Sport
Fréttamynd

Skaut úr riffli að hrossahópi í Flókadal

Tilkynnt hefur verið til lögreglu á Sauðárkróki um mann sem skaut að hrossahópi í Flókadal nú nýlega. Bóndi á bæ einum í dalnum var að sækja hross sín snemma síðastliðinn laugardagsmorgun, en þau höfðu komist yfir á nágrannajörð. Um 60 hross voru í hópnum og var ætlunin að reka þau heim í tún.

Sport
Fréttamynd

Tæplega 10 þúsund manns komnir á Vindheimamela í Skagafirði

Tæplega 10 þúsund manns eru komnir á Vindheimamela í Skagafirði til þess að fylgjast með Landsmóti hestamanna. Í gærkvöldi var haldinn stórdansleikur með Todmobil sem stóð fram eftir nóttu og að sögn lögreglu á svæðinu fór allt vel fram fyrir utan einstaka pústra.

Innlent