Ölgerðin

Fréttamynd

Tapparnir fastir við gos­flöskurnar

Plastflöskur þar sem skrúfutapparnir eru áfastir flöskuhálsinum munu hefja innreið sína á íslenskan markað á næstu mánuðum. Coca Cola á Íslandi stefnir að því að byrja að notast við nýju tappana í febrúar eða mars á næsta ári, en Ölgerðin stefnir á að gera slíkt hið sama á næsta ári.

Neytendur
Fréttamynd

KKÍ og Ölgerðin endurnýja samstarf

KKÍ og Ölgerðin hafa endurnýjað sitt góða samstarf með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár.

Samstarf
Fréttamynd

Ölgerðin tæpum 12 prósentum yfir útboðsgengi í fyrstu viðskiptum

Hlutabréfaverð Ölgerðarinnar stendur í rétt tæplega 10 krónum eftir að bréf drykkjarvörufyrirtækisins voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni í morgun og er því 11,6 prósentum yfir því útboðsgengi sem bauðst almennum fjárfestum. Viðskipti með bréfin hafa numið rúmum 50 milljónum það sem af er degi. 

Innherji
Fréttamynd

Öl­gerðin spornar gegn verð­hækkunum í von um að þær gangi til baka

Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, hefur tekið á sig hluta af verðhækkunum aðfanga, sem hafa í mörgum tilfellum numið tugum prósenta, í von um að þær gangi til baka. Fyrirtækið býst við frekari hækkunum frá ýmsum birgjum og ef aðfangaverð heldur áfram að hækka gæti það þurft að endurmeta verðlagningu enn frekar. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu Ölgerðarinnar sem var birt í dag.

Innherji
Fréttamynd

Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða

Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Breytingar á fram­kvæmda­stjórn Öl­gerðarinnar

Þrír einstaklingar koma nýir inn í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar samkvæmt nýju skipuriti. María Jóna Samúelsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Danól, Guðmundur Pétur Ólafsson við stöðu framkvæmdastjóra sölusviðs óáfengra drykkja og Óli Rúnar Jónsson leiðir markaðssvið.

Viðskipti innlent