Arion banki

Fréttamynd

Fjár­­festar með „augun á bak­­sýnis­­speglinum“ og sjá ekki tæki­­færi Kviku

Fjárfestar eru með „augun á baksýnisspeglinum“ gagnvart Kviku, þar sem þeir horfa framhjá tækifærum til sóknar á bankamarkaði eftir mikla fjárfestingu í fjártæknilausnum, og hratt lækkandi markaðsvirði bankans endurspeglar nú „engan veginn“ undirliggjandi virði í eignum félagsins, að mati vogunarsjóðsstjóra sem hefur byggt upp stöðu í bankanum. Þá segir hann Sýn vera „eitt undirverðlagðasta félagið“ á markaði um þessar mundir og metur mögulegt virði auglýsingamiðla fyrirtækisins á um eða yfir fimm milljarða.

Innherji
Fréttamynd

Verð­lagning margra skráðra fé­laga „með því lægra sem sést hefur í langan tíma“

Verðlagning margra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni eru með því lægra sem sést hefur í langan tíma, að sögn vogunarsjóðsstjóra, en frá ársbyrjun 2022 hefur ávöxtun hlutabréfamarkaðarins að teknu tilliti til verðbólgu verið neikvæð um meira en fimmtíu prósent. Verðkennitölur banka gefi til kynna að horfur í rekstri fari versnandi, sem standist illa skoðun, og þá séu horfur í smásölu bjartari eftir erfiða átján mánuði og „verðlagning þar farin að verða áhugaverð.“

Innherji
Fréttamynd

Ann­markar á vörnum allra stóru bankanna gegn peninga­þvætti

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt.

Innherji
Fréttamynd

Út­lit fyrir stór­bætta af­komu Arion þótt virði lána­safnsins verði fært niður

Væntingar eru um að hagnaður Arion banka eigi eftir að aukast um nærri helming milli ára, einkum vegna meiri vaxtatekna og viðsnúnings í fjármunatekjum, enda þótt virðisbreyting útlána verði neikvæð um rúmlega hálfan milljarð samhliða versnandi efnahagshorfum. Þrátt fyrir að afkoma Íslandsbanka, hinn stóri bankinn sem er skráður á markað, muni versna nokkuð vegna meðal annars aukins rekstrarkostnaðar þá verður arðsemin í samræmi við markmið, gangi spár hlutabréfagreinenda eftir.

Innherji
Fréttamynd

Flest „lagst gegn“ bankanum frá síðustu á­kvörðun og spáir 50 punkta hækkun

Á þeim ríflega mánuði sem er liðin frá því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast vextina í 9,25 prósent þá hafa skammtímavísbendingarnar „heilt yfir lagst gegn“ bankanum, hvort sem litið er til verðbólgu, verðbólguvæntingar eða þróunar efnahagsmál, að mati greiningar Arion banka, sem spáir þess vegna að nefndin muni hækka vextina á ný um 50 punkta. Aðhald peningastefnunnar sé „enn of lítið“ og fari verðbólguvæntingar ekki að hjaðna á næstunni er sennilegt að vextirnir muni brjóta tíu prósenta múrinn áður en árið er liðið.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir geta gert betur fyrir fólkið í landinu

Í öllum þjóðfélögum er mikilvægt að allir standi neytendavaktina, ekki síst á verðbólgutímum. Nýverið var kynnt skýrsla um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem er afrakstur vinnu starfshóps sem ég skipaði til þess að skoða stöðu neytenda og samkeppnisaðstæður á innlendum bankamarkaði þar sem m.a. yrði litið til gagnsæi þóknana, vaxtakostnaðar, gjaldtöku og annarra kostnaðarliða sem neytendur bera.

Skoðun
Fréttamynd

Vaxta­á­lag á lánum banka til heimila og fyrir­tækja sjaldan verið lægra

Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Benedikt er launahæsti bankastjórinn

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka var launahæsti bankastjóri landsins árið 2022. Hann er þó langt því frá launahæsti starfsmaður fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka kemst ekki inn á lista yfir tíu launahæstu starfsmennina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Stefnis jókst um þriðjung þótt eignir í stýringu hafi minnkað

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði hagnaði á fyrri árshelmingi upp á tæplega 707 milljónir króna og jókst hann um liðlega 33 prósent frá sama tíma fyrir ári samhliða „krefjandi“ fjárfestingarumhverfi. Nettó innlausnir í stærsta almenna hlutabréfasjóði landsins námu samtals um einum milljarði en talsverðar verðlækkanir einkenndu innlendan hlutabréfamarkað á tímabilinu.

Innherji
Fréttamynd

Sjóðir Stefnis selja nærri helming bréfa sinna í Stoðum

Tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, minnkuðu stöðu sína í fjárfestingafélaginu Stoðum um tæplega helming á fyrstu mánuðum þessa árs. Sjóðastýringarfélagið hafði áður verið um nokkurt skeið næst stærsti hluthafinn í Stoðum með yfir tíu prósenta hlut þegar mest var.

Innherji
Fréttamynd

Verð­mæti Blika­staða­landsins „ó­trú­lega hátt hlut­fall“ af markaðs­virði Arion

Forstjóri Stoða furðar sig á því hversu lítinn gaum fjárfestar virðast gefa fyrir þau „gríðarlegu verðmæti“ sem felast í Blikastaðalandinu fyrir Arion en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segir verðlækkanir og óróa á innlendum mörkuðum á árinu „nær eingöngu“ skýrast af neikvæðum fréttum af Marel og Alvotech, tveimur verðmætustu félögunum í Kauphöllinni.

Innherji
Fréttamynd

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Spáir yfir 15 prósenta arð­semi hjá Arion og hækkar verð­mat á bankann

Útlit er fyrir að Arion banki muni skila vel yfir 15 prósent arðsemi á eigið fé á árinu 2023 á grunni væntinga um hærri vaxtamun og meiri vaxtatekna en áður var spáð, að mati hlutabréfagreinenda, sem varar samt við því að virðisrýrnun útlána eigi eftir að aukast talsvert á næstunni. Verðmat bankans hefur verið hækkað nokkuð en uppgjör Arion á öðrum ársfjórðungi, sem var lítillega yfir spám greinenda, er sagt hafa verið „drullufínt.“

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn

Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi.

Neytendur
Fréttamynd

Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna

Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar.

Viðskipti innlent