Arion banki hagnaðist um tæplega 26 milljarða Jón Þór Stefánsson skrifar 7. febrúar 2024 17:39 Benedikt Gíslason bankastjóri segir starfsemi Arion banka einkennast af stöðugleika. Vísir/Vilhelm Hagnaður Arion banka á árinu 2023 nam 25,7 milljörðum króna. Stjórn bankans leggur til að um þrettán milljarða króna arður verði greiddur út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Þar er bent á að hagnaðurinn sé álíka mikill og árið á undan en þá var hann 25,9 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að í síðustu viku var greint frá því að hagnaður Landsbankans væri 33,2 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur eftirfarandi fram: Hagnaður Arion banka var 25.737 m.kr. á árinu, samanborið við 25.958 m.kr. á árinu 2022. Arðsemi eiginfjár var 13,6 prósent, samanborið við 14,1 prósent 2022. Hagnaður á hlut var 17,8 krónur, samanborið við 17,4 2022. Hreinn vaxtamunur var 3,1 prósent, óbreyttur frá árinu 2022. Góður fjórðungur í þóknanastarfsemi og námu heildarþóknanir 16,4 mö.kr. Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), jukust um 7 prósent í samanburði árið 2022. Kostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 44,7 prósent á árinu, samanborið við 45,0 prósent á árinu 2022. Efnahagsreikningur bankans hefur stækkað um 4,1 prósent frá árslokum 2022. Lán til viðskiptavina hafa aukist um 6,3 prósent á árinu. Hækkun á lánum til fyrirtækja var 8,2 prósent og 4,6 prósent á lánum til einstaklinga, einkum íbúðalán. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 4,9% á árinu. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,1% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 19,7% í lok desember. Stjórn bankans leggur til að um 13 milljarða króna arður verði greiddur, að teknu tilliti til eigin bréfa bankans, sem samsvarar 9,0 krónum á hlut. Í tilkynningunni er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sem hafi einkennt árið 2023 hafi verið barátta við háa verðbólgu og jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. „Sú erfiða staða er uppi að íbúar Grindavíkur vita ekki hvenær, eða hvort, hægt verður að flytjast aftur til bæjarins. Vegna óvissunnar ákváðum við ásamt öðrum fjármálafyrirtækjum í nóvembermánuði að frysta íbúðalán vegna húsnæðis í Grindavík í þrjá mánuði og fella niður vexti og verðbætur lánanna á tímabilinu. Snemma árs 2024 framlengdum við úrræðið í þrjá mánuði, eða til aprílloka. Þannig viljum við leggja okkar af mörkum til að styðja við bakið á íbúum Grindavíkur,“ segir Benedikt. „Afkoma Arion samstæðunnar á árinu 2023 var góð og í samræmi við markmið okkar. Þriðja árið í röð nást öll helstu fjárhagsmarkmið ársins. Þannig einkennist starfsemi okkar af stöðugleika sem meðal annars byggist á einstöku og fjölbreyttu þjónustuframboði. Í raun er það svo að ekkert fjármálafyrirtæki hér á landi býður viðskiptavinum sínum jafn fjölbreytta fjármálaþjónustu og Arion samstæðan.“ Stjórnarformaður kveður Brynjólfur Bjarnason, sem var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi í nóvember 2014 og kjörinn formaður stjórnar í mars 2019, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. „Eftir að hafa setið í áratug í stjórn Arion banka og þar af gegnt stjórnarformennsku síðastliðin fimm ár, tel ég rétt að láta gott heita. Það hefur verið afar ánægjulegt að taka þátt í vegferð bankans sem hefur tekið miklum breytingum á þessum tíu árum,“ er haft eftir Brynjólfi sem segist sannfærður um að „Arion sé afar vel í stakk búinn að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Ég þakka hluthöfum bankans fyrir traustið. Starfsfólki Arion, stjórn og viðskiptavinum þakka ég árangursríkt samstarf.“ Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Ellefu sagt upp hjá Arion banka Ellefu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Arion banka. Nýtt skipurit tekur gildi í dag og fækkar forstöðumönnum bankans um 13 prósent við breytingarnar. 5. febrúar 2024 11:16 Arion banki lækkar vexti Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir. 5. febrúar 2024 08:13 Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Þar er bent á að hagnaðurinn sé álíka mikill og árið á undan en þá var hann 25,9 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að í síðustu viku var greint frá því að hagnaður Landsbankans væri 33,2 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur eftirfarandi fram: Hagnaður Arion banka var 25.737 m.kr. á árinu, samanborið við 25.958 m.kr. á árinu 2022. Arðsemi eiginfjár var 13,6 prósent, samanborið við 14,1 prósent 2022. Hagnaður á hlut var 17,8 krónur, samanborið við 17,4 2022. Hreinn vaxtamunur var 3,1 prósent, óbreyttur frá árinu 2022. Góður fjórðungur í þóknanastarfsemi og námu heildarþóknanir 16,4 mö.kr. Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), jukust um 7 prósent í samanburði árið 2022. Kostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 44,7 prósent á árinu, samanborið við 45,0 prósent á árinu 2022. Efnahagsreikningur bankans hefur stækkað um 4,1 prósent frá árslokum 2022. Lán til viðskiptavina hafa aukist um 6,3 prósent á árinu. Hækkun á lánum til fyrirtækja var 8,2 prósent og 4,6 prósent á lánum til einstaklinga, einkum íbúðalán. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 4,9% á árinu. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,1% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 19,7% í lok desember. Stjórn bankans leggur til að um 13 milljarða króna arður verði greiddur, að teknu tilliti til eigin bréfa bankans, sem samsvarar 9,0 krónum á hlut. Í tilkynningunni er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sem hafi einkennt árið 2023 hafi verið barátta við háa verðbólgu og jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. „Sú erfiða staða er uppi að íbúar Grindavíkur vita ekki hvenær, eða hvort, hægt verður að flytjast aftur til bæjarins. Vegna óvissunnar ákváðum við ásamt öðrum fjármálafyrirtækjum í nóvembermánuði að frysta íbúðalán vegna húsnæðis í Grindavík í þrjá mánuði og fella niður vexti og verðbætur lánanna á tímabilinu. Snemma árs 2024 framlengdum við úrræðið í þrjá mánuði, eða til aprílloka. Þannig viljum við leggja okkar af mörkum til að styðja við bakið á íbúum Grindavíkur,“ segir Benedikt. „Afkoma Arion samstæðunnar á árinu 2023 var góð og í samræmi við markmið okkar. Þriðja árið í röð nást öll helstu fjárhagsmarkmið ársins. Þannig einkennist starfsemi okkar af stöðugleika sem meðal annars byggist á einstöku og fjölbreyttu þjónustuframboði. Í raun er það svo að ekkert fjármálafyrirtæki hér á landi býður viðskiptavinum sínum jafn fjölbreytta fjármálaþjónustu og Arion samstæðan.“ Stjórnarformaður kveður Brynjólfur Bjarnason, sem var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi í nóvember 2014 og kjörinn formaður stjórnar í mars 2019, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. „Eftir að hafa setið í áratug í stjórn Arion banka og þar af gegnt stjórnarformennsku síðastliðin fimm ár, tel ég rétt að láta gott heita. Það hefur verið afar ánægjulegt að taka þátt í vegferð bankans sem hefur tekið miklum breytingum á þessum tíu árum,“ er haft eftir Brynjólfi sem segist sannfærður um að „Arion sé afar vel í stakk búinn að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Ég þakka hluthöfum bankans fyrir traustið. Starfsfólki Arion, stjórn og viðskiptavinum þakka ég árangursríkt samstarf.“
Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Ellefu sagt upp hjá Arion banka Ellefu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Arion banka. Nýtt skipurit tekur gildi í dag og fækkar forstöðumönnum bankans um 13 prósent við breytingarnar. 5. febrúar 2024 11:16 Arion banki lækkar vexti Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir. 5. febrúar 2024 08:13 Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ellefu sagt upp hjá Arion banka Ellefu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Arion banka. Nýtt skipurit tekur gildi í dag og fækkar forstöðumönnum bankans um 13 prósent við breytingarnar. 5. febrúar 2024 11:16
Arion banki lækkar vexti Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir. 5. febrúar 2024 08:13
Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37