Tískutal

Fréttamynd

„Vil ekki vera eins og allir aðrir“

Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Bestu hug­myndirnar koma þegar það eru engar reglur“

Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir elskar að prófa nýja hluti í tískunni og er dugleg að versla notuð föt. Hún heldur mikið upp á gömul upphá stígvél frá móður sinni og fær innblásturinn alls staðar að. Sigríður Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um á­lit annarra

Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Er stolt „basic bitch“

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“

Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Smá há­vær án há­vaða, smá sexí á ó­væntan hátt“

Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Farinn að klæðast „kven­­legri“ fatnaði en áður

Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Reyni helst að vera ekki á rassinum“

Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Húfan sem fór í klósettið hélt samt áfram að vera í uppáhaldi

Rithöfundurinn, heimspekingurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir segir skemmtilegt að vera opin fyrir innblæstri tískunnar og er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Henni finnst vandaðar flíkur standast tímans tönn og reynir að velja sér flíkur með það í huga að geta notað þær árum saman. María Elísabet er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Í dag vil ég helst vera í minni eigin tísku­búbblu“

MRingurinn og tískuáhugakonan Helga Þóra Bjarnadóttir elskar hvað tískan er breytileg og hvað hún getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Hún segir mikilvægt að velja föt sem láta manni líða vel í staðinn fyrir að elta stöðugt tískubylgjur og hefur lært það með aldrinum. Helga Þóra er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Líður lang­best þegar ég klæðist bleiku“

Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“

Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Sjálfs­traustið er aðal hrá­efnið“

Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kýs alltaf fín föt fram yfir hversdagslegan klæðnað

Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London og vinnur þar að ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Tískan er stór hluti af hans lífi og segist hann alltaf kjósa frekar að vera fínt klæddur en í hversdagslegum klæðnaði. Alexander Sig er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Í dag finnst mér kven­legur fatnaður ekki síður vald­eflandi“

Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“

Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fann ekki drauma­kjólinn svo hún saumaði hann sjálf

Myndlistarkonan og tískuunnandinn Aníta Björt Sigurjónsdóttir hefur verið búsett í Mílanó undanfarin ár og segir stíl sinn í stöðugri breytingu. Hún var að opna vefverslunina Mamma Mia Vintage ásamt vinkonu sinni Sigrúnu Guðnýju þar sem handvalin notuð föt frá Ítalíu eru í forgrunni en þær verða með svokallaðan „Pop Up“ viðburð á Bankastræti 12 um helgina. Aníta Björt er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mikil upp­­lifun að vera upp­­stríluð á tísku­viku með ljós­­myndara á eftir sér

Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“

Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eftir­minni­legast að koma fram í kjól frá Eivöru

Tónlistarmaðurinn, leiklistaneminn og lífskúnstnerinn Kristinn Óli Haraldsson, jafnan þekktur sem Króli, hefur gaman að margbreytileika tískunnar. Hann segist duglegur að fá föt af foreldrum sínum að láni og sækir tískuinnblásturinn meðal annars til þeirra. Undanfarin ár hefur stíllinn hans breyst í það sem kalla mætti „fullorðinslegri“ átt og segist hann ekki vita hvort samfélagslegur þrýstingur spili þar inn í. Króli er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Mér finnst leiðin­legt að vera alveg svart­klædd“

Tónlistarkonan Klara Elias leyfir litagleðinni að njóta sín í klæðaburði og er lítið fyrir svartar flíkur. Hún elskar að tengja tónlist og tísku þegar hún kemur fram og er bleikur jakki sem hún klæddist á stóra sviðinu í Herjólfsdal í persónulegu uppáhaldi. Klara Elias er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“

„Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fór loksins að taka pláss: „And­stæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“

„Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun