„Í dag vil ég helst vera í minni eigin tískubúbblu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. september 2023 11:30 Helga Þóra Bjarnadóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend MRingurinn og tískuáhugakonan Helga Þóra Bjarnadóttir elskar hvað tískan er breytileg og hvað hún getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Hún segir mikilvægt að velja föt sem láta manni líða vel í staðinn fyrir að elta stöðugt tískubylgjur og hefur lært það með aldrinum. Helga Þóra er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Helga Þóra elskar breytileika tískunnar og segir stíl sinn hafa þróast heldur betur mikið í gegnum tíðina.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Vá, svo margt! Ég elska hvað tískan er breytileg og hvað hún hefur mikil áhrif á líðan fólks. Um leið og ég er komin í föt sem láta mér líða vel, þurfa ekki endilega að vera partýföt, þá kemst ég strax í gott skap. Helga Þóra segir flíkurnar gjarnan geta komið sér í gott skap. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Úff, erfitt að velja. Mér finnst samt alltaf skemmtilegt að vera í flottum jakka! Maður getur nánast poppað upp hvaða flíkur sem er með einhverjum sturluðum jakka. Svo ef ég þyrfti að velja eina uppáhalds, ætli ég myndi ekki segja pels sem ég keypti á fatamarkaði á Íslandi. Risastór, svartur og hvítur Magnolion pels, einstakur! Svo get ég eiginlega ekki sleppt því að minnast á gömlu skíðaúlpuna hennar mömmu. Pelsinn umræddi er einstakur.Aðsend Eyðiru miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Oftast ekki. Flesta daga hoppa ég bara í þau föt sem eiga við skapið mitt þann dag – oftar en ekki vel ég frekar kósí föt, en þau verða líka að vera smá svöl. Svo þegar að eitthvað sérstakt tilefni er framundan þá finnst mér mjög gaman að skipuleggja í hverju ég ætla að vera og eyði þar af leiðandi meiri tíma í það. Ég fer alveg í klessu ef að ég er ekki búin að skipuleggja í hverju ég ætla að vera fyrir ákveðin tilefni. Það er nauðsynlegt að skreyta sig líka með flottu skarti þegar tilefni gefst. Helga Þóra nýtir tilefnin til að skreyta sig með skarti.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er ekki með neinn ákveðinn stíl, mér finnst gaman að blanda saman ólíkum flíkum frá ólíkum tímabilum. Helgu Þóru finnst gaman að blanda saman ólíkum stílum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina? JÁ, mjög mikið! Sem betur fer. Áður var ég mikið að eltast við trendið og hverju allir aðrir voru að klæðast þegar ég var yngri. Í dag vil ég helst vera í minni eigin tískubúbblu. Helga Þóra segist áður hafa elt tískubylgjurnar en nú finnist henni best að vera í sinni eigin tískubúbblu.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki aðallega innblástur hjá fatahönnuðum, tónlistarfólki og fólki sem mér finnst svalt um allan heim. Mamma má nú eiga það að hún er alltaf frekar svöl á því og ætli það hafi ekki einhver áhrif á mig líka. Helga Þóra sækir tískuinnblásturinn víða en segir að flottur stíll móður sinnar hafi líklega áhrif líka.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég pæli lítið í því, svo lengi sem að viðkomandi líður vel í fötunum sínum finnst mér það virka. En ég klæðist nánast aldrei high waisted buxum eða stuttum buxum, mér finnst það ekki fara mér þar sem ég er frekar lappalöng. Helga Þóra er ekki mikið fyrir boð og bönn en segist sjálf þó ekki klæðast buxum með háu mitti.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli ég verði ekki að minnast á nýjustu flíkina mína! Ég fékk vinkonu mína Sögu til þess að sauma á mig kjól fyrir afmælisveislu sem ég fór í nýlega. Ég fékk innblástur á netinu og bað hana um að reyna að endurhanna flíkina, sem tókst ekkert smá vel. Kjóllinn sem Saga vinkona Helgu Þóru saumaði.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt besta ráð er að kaupa vandaðar flíkur. Síðan auðvitað að velja föt sem láta manni líða vel í stað þess að fylgja stöðugt tískustraumum sem eru í gangi hverju sinni. Helga Þóra mælir með að koma vandaðar flíkur og fylgja sínu.Aðsend Hér má fylgjast með Helgu Þóru á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Helga Þóra elskar breytileika tískunnar og segir stíl sinn hafa þróast heldur betur mikið í gegnum tíðina.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Vá, svo margt! Ég elska hvað tískan er breytileg og hvað hún hefur mikil áhrif á líðan fólks. Um leið og ég er komin í föt sem láta mér líða vel, þurfa ekki endilega að vera partýföt, þá kemst ég strax í gott skap. Helga Þóra segir flíkurnar gjarnan geta komið sér í gott skap. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Úff, erfitt að velja. Mér finnst samt alltaf skemmtilegt að vera í flottum jakka! Maður getur nánast poppað upp hvaða flíkur sem er með einhverjum sturluðum jakka. Svo ef ég þyrfti að velja eina uppáhalds, ætli ég myndi ekki segja pels sem ég keypti á fatamarkaði á Íslandi. Risastór, svartur og hvítur Magnolion pels, einstakur! Svo get ég eiginlega ekki sleppt því að minnast á gömlu skíðaúlpuna hennar mömmu. Pelsinn umræddi er einstakur.Aðsend Eyðiru miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Oftast ekki. Flesta daga hoppa ég bara í þau föt sem eiga við skapið mitt þann dag – oftar en ekki vel ég frekar kósí föt, en þau verða líka að vera smá svöl. Svo þegar að eitthvað sérstakt tilefni er framundan þá finnst mér mjög gaman að skipuleggja í hverju ég ætla að vera og eyði þar af leiðandi meiri tíma í það. Ég fer alveg í klessu ef að ég er ekki búin að skipuleggja í hverju ég ætla að vera fyrir ákveðin tilefni. Það er nauðsynlegt að skreyta sig líka með flottu skarti þegar tilefni gefst. Helga Þóra nýtir tilefnin til að skreyta sig með skarti.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er ekki með neinn ákveðinn stíl, mér finnst gaman að blanda saman ólíkum flíkum frá ólíkum tímabilum. Helgu Þóru finnst gaman að blanda saman ólíkum stílum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina? JÁ, mjög mikið! Sem betur fer. Áður var ég mikið að eltast við trendið og hverju allir aðrir voru að klæðast þegar ég var yngri. Í dag vil ég helst vera í minni eigin tískubúbblu. Helga Þóra segist áður hafa elt tískubylgjurnar en nú finnist henni best að vera í sinni eigin tískubúbblu.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki aðallega innblástur hjá fatahönnuðum, tónlistarfólki og fólki sem mér finnst svalt um allan heim. Mamma má nú eiga það að hún er alltaf frekar svöl á því og ætli það hafi ekki einhver áhrif á mig líka. Helga Þóra sækir tískuinnblásturinn víða en segir að flottur stíll móður sinnar hafi líklega áhrif líka.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég pæli lítið í því, svo lengi sem að viðkomandi líður vel í fötunum sínum finnst mér það virka. En ég klæðist nánast aldrei high waisted buxum eða stuttum buxum, mér finnst það ekki fara mér þar sem ég er frekar lappalöng. Helga Þóra er ekki mikið fyrir boð og bönn en segist sjálf þó ekki klæðast buxum með háu mitti.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli ég verði ekki að minnast á nýjustu flíkina mína! Ég fékk vinkonu mína Sögu til þess að sauma á mig kjól fyrir afmælisveislu sem ég fór í nýlega. Ég fékk innblástur á netinu og bað hana um að reyna að endurhanna flíkina, sem tókst ekkert smá vel. Kjóllinn sem Saga vinkona Helgu Þóru saumaði.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt besta ráð er að kaupa vandaðar flíkur. Síðan auðvitað að velja föt sem láta manni líða vel í stað þess að fylgja stöðugt tískustraumum sem eru í gangi hverju sinni. Helga Þóra mælir með að koma vandaðar flíkur og fylgja sínu.Aðsend Hér má fylgjast með Helgu Þóru á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira