Mjólkurbikar kvenna

Fréttamynd

„Nú er komið að okkur“

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Agla María frá út tímabilið?

Agla María Albertsdóttir varð fyrir meiðslum í 3-0 sigri liðsins á tékkneska liðinu Slovacko í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á sunnudag. Vel má vera að tímabili hennar sé lokið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-3| Valur í bikarúrslit eftir að hafa afgreitt Stjörnuna í fyrri hálfleik

Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikars-kvenna með auðveldum 1-3 sigri á Stjörnunni. Heimakonur voru sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik og Valur gekk á lagið sem skilaði þremur mörkum og leikurinn gott sem búinn í hálfleik. Jasmín Erla skoraði sárabótamark en nær komst Stjarnan ekki. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sömu lið og mættust í úrslitum í fyrra

Liðin sem mættust í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fyrra eigast við í átta liða úrslitum keppninnar í ár. Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna og sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valskonur unnu örugglega og Selfyssingar snéru taflinu við

Öllum fimm leikjum dagsins í Mjólkurbikar kvenna er nú lokið, en seinustu tveim lauk nú rétt í þessu. Valskonur gerðu góða ferð norður og unnu 1-4 sigur gegn Tindastól og Selfyssingar unnu 3-1 sigur gegn Aftureldingu eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Höddi Magg til liðs við RÚV

Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. 

Lífið
Fréttamynd

„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“

Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hún er magnaður leikmaður“

Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur.

Fótbolti