Var ranglega úrskurðuð í bann fyrir úrslitaleikinn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 12:01 Lara Kristín Pedersen, leikmaður Vals, var ranglega úrskurðuð í bann en þeirri ákvörðun hefur verið snúið við. Vísir/Hulda Margrét Lára Kristín Pedersen, leikmaður Íslandsmeistara Vals, má spila með liðinu í komandi úrslitaleik í Mjólkubikar kvenna. Hún var ranglega úrskurðuð í bann í vikunni og þeirri ákvörðun hefur verið snúið við. Lára Kristín fékk gult spjald gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Stjörnunni þegar Valur vann 3-1 sigur í undanúrslitum keppninnar föstudaginn 12. ágúst. Það var annað gula spjald hennar í keppninni, en hún fékk einnig áminningu gegn öðrum fyrrum liðsfélögunum sínum í KR, þar sem Valur vann 3-0 sigur í 8-liða úrslitum. Hún var því úrskurðuð í eins leiks bann, í úrslitaleiknum, á fundi aga- og úrskurðanefndar KSÍ þann 16. ágúst síðastliðinn. Sú ákvörðun átti hins vegar ekki rétt á sér, þar sem gul spjöld í keppninni strikast út eftir 8-liða úrslit til að koma í veg fyrir nákvæmlega þetta - að leikmenn eigi ekki á hættu að fara í leikbann í úrslitum keppninnar fái þeir gult spjald í undanúrslitunum. KSÍ tilkynnti á heimasíðu sinni að banninu hefði því verið snúið við á aukafundi aga- og úrskurðarnefndar í fyrradag, 18. ágúst. Valur mætir Breiðabliki í úrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvelli næsta laugardag, 27. ágúst, klukkan 16:00. Tilkynning KSÍ Þar sem áminning (gult spjald) Láru Kristínar í leik gegn KR telur ekki að loknum 8 liða úrslitum, hefur í för með sér að Lára hefði með réttu ekki átt að vera úrskurðuð í 1 leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 16. ágúst sl. Á aukafundi sínum í dag 18. ágúst, leiðrétti aga- og úrskurðarnefndar því úrskurð sinn frá 16. ágúst og felldi úr gildi leikbann Láru Kristínar Pedersen. Ákvæði 8.3. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál er svohljóðandi: Ef augljóst er, að kveðinn hafi verið upp rangur úrskurður varðandi agamál vegna villandi eða rangra upplýsinga í skýrslu dómara og/eða eftirlitsmanns eða rangrar/ófullnægjandi skráningar eða ef rangar upplýsingar hafa borist skrifstofu KSÍ, þá skal aga- og úrskurðarnefndin halda aukafund sbr. gr. 5.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, og leiðrétta úrskurð eða kveða upp nýjan. Mjólkurbikar kvenna Valur KSÍ Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Lára Kristín fékk gult spjald gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Stjörnunni þegar Valur vann 3-1 sigur í undanúrslitum keppninnar föstudaginn 12. ágúst. Það var annað gula spjald hennar í keppninni, en hún fékk einnig áminningu gegn öðrum fyrrum liðsfélögunum sínum í KR, þar sem Valur vann 3-0 sigur í 8-liða úrslitum. Hún var því úrskurðuð í eins leiks bann, í úrslitaleiknum, á fundi aga- og úrskurðanefndar KSÍ þann 16. ágúst síðastliðinn. Sú ákvörðun átti hins vegar ekki rétt á sér, þar sem gul spjöld í keppninni strikast út eftir 8-liða úrslit til að koma í veg fyrir nákvæmlega þetta - að leikmenn eigi ekki á hættu að fara í leikbann í úrslitum keppninnar fái þeir gult spjald í undanúrslitunum. KSÍ tilkynnti á heimasíðu sinni að banninu hefði því verið snúið við á aukafundi aga- og úrskurðarnefndar í fyrradag, 18. ágúst. Valur mætir Breiðabliki í úrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvelli næsta laugardag, 27. ágúst, klukkan 16:00. Tilkynning KSÍ Þar sem áminning (gult spjald) Láru Kristínar í leik gegn KR telur ekki að loknum 8 liða úrslitum, hefur í för með sér að Lára hefði með réttu ekki átt að vera úrskurðuð í 1 leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 16. ágúst sl. Á aukafundi sínum í dag 18. ágúst, leiðrétti aga- og úrskurðarnefndar því úrskurð sinn frá 16. ágúst og felldi úr gildi leikbann Láru Kristínar Pedersen. Ákvæði 8.3. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál er svohljóðandi: Ef augljóst er, að kveðinn hafi verið upp rangur úrskurður varðandi agamál vegna villandi eða rangra upplýsinga í skýrslu dómara og/eða eftirlitsmanns eða rangrar/ófullnægjandi skráningar eða ef rangar upplýsingar hafa borist skrifstofu KSÍ, þá skal aga- og úrskurðarnefndin halda aukafund sbr. gr. 5.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, og leiðrétta úrskurð eða kveða upp nýjan.
Mjólkurbikar kvenna Valur KSÍ Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira