Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

„Fannst liðið heilt yfir ekkert rosa­lega sjarmerandi“

„Ég myndi segja að það væri hægt á einhverjum forsendum að hugsa þetta þannig,“sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari Hauka í Olís deild karla, aðspurður hvort mögulega hefðu væntingar íslensku þjóðarinnar borið íslenska landsliðið ofurliði í Svíþjóð.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land endar í tólfta sæti á HM

Þegar nær öllum leikjum dagsins á HM í handbolta er lokið er orðið ljóst að Ísland endar í 12. sæti á mótinu. Fyrr í dag var Ísland í tíunda sæti en eftir sigra Serbíu og Króatíu fellur Ísland niður í tólfta sætið.

Handbolti
Fréttamynd

Ekki boð­legt fyrir lands­liðs­þjálfara Ís­lands

Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Stefáns: Átján skelfilegum mínútum frá þessu

Það lá fyrir að Ísland myndi ekki komast í 8-liða úrslitin fyrir leikinn gegn Brasilíu. Lokaleikurinn í milliriðlinum og aðeins undir í hvaða sæti liðið endar á mótinu. Það gæti skipt máli upp á að komast í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika.

Handbolti
Fréttamynd

„Hund­fúlir að fara ekki lengra“

„Fyrir leikinn vissum við að við værum úr leik þannig að auðvitað vildum við enda þetta með sigri. Sérstaklega fyrir fólkið okkar í stúkunni sem er mætt að horfa á, og hvetja, okkur. Það er stuðningurinn sem stendur upp úr á þessu móti,“ sagði Bjarki Már Elísson eftir sigur Íslands í síðasta leik milliriðils á HM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki“

Gísli Þorgeir Kristjánsson var ánægður með síðari hálfleik íslenska landsliðsins í dag þegar það sneri leiknum gegn Brasilíu við. Hann er hins vegar á því að liðið hafi hent frá sér möguleikanum að fara lengra í síðari hálfleik á móti Ungverjum.

Handbolti
Fréttamynd

„Vonbrigði að komast ekki lengra en þetta“

„Það var bara mjög gaman að koma inn í liðið og gott að fá sénsinn og traustið og mér fannst ég standa mig ágætlega,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður landsliðsins í handbolta, í viðtali við Vísi og Stöð 2 á hóteli landsliðsins í Gautaborg í gær.

Sport
Fréttamynd

„Er bara eitt stórt spurningamerki“

„Það var ömurleg tilfinning að sitja upp í stúku og horfa á leikinn. Það er ekkert verra að vera ekki í handboltaskónum og búningnum og geta ekki hjálpað liðinu,“ segir Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í viðtali við Vísi og Stöð 2 á hóteli landsliðsins í Gautaborg í dag.

Handbolti