Ekki hægt að kaupa treyjur en lausn í boði í München Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 10:01 Arnar Freyr Arnarsson veitir stuðningsmanni eiginhandaráritun eftir sigur gegn Færeyjum í nóvember, íklæddur búningnum eftirsótta. vísir/Hulda Margrét Þau sem vilja versla sér íslenska handboltalandsliðstreyju áður en Ísland hefur keppni á EM á föstudaginn geta sem stendur aðeins keypt markmannstreyjuna. Fleiri treyjur verða þó til sölu í Þýskalandi. Í aðdraganda þessa stórmóts færði Handknattleikssamband Íslands söluna á landsliðstreyjum í hendur vefverslunarinnar Boozt, eins af aðalbakhjörlum sambandsins. Þar hefur salan ekki beinlínis gengið vandræðalaust, fyrst vegna slæmra mistaka varðandi stærðir á treyjum og svo vegna meiri eftirspurnar en búist var við. Eins og Vísir fjallaði um fyrir jól voru margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins illa sviknir þegar þeir fengu treyjur sínar afhentar í allt annarri stærð en þeir höfðu pantað. Villa reyndist hafa verið gerð í því hvernig stærðir voru skráðar og var því mikið um auglýsingar á Facebook þar sem fólk reyndi að skipta á stærðum, auk þess sem Boozt bauð upp á að fólk gæti sent treyjur til baka til að skipta um stærð. Eftirspurnin meiri en gert var ráð fyrir Nú er svo komið upp annað vandamál þar sem að nær allar treyjur eru uppseldar. Undanfarið hefur aðeins verið hægt að kaupa markmannstreyjuna en ekki bláa eða hvíta búninginn sem útileikmenn íslenska liðsins spila í. „Lagerinn kláraðist bara. Eftirspurnin var meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við Vísi. Kjartan segir Boozt nú vinna að því að fá inn fleiri treyjur frá framleiðanda og að hann vonist til þess að það leysist „hratt og örugglega“. Treyjur seldar í München Þær þúsundir stuðningsmanna sem ætla að fylgja íslenska landsliðinu á EM geta hins vegar haft í huga að treyjur verða seldar í München, segir Kjartan. Þær verða til sölu á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins sem ætlunin er að kynna nánar síðar í dag. Ísland spilar þrjá leiki í München, gegn Serbíu á föstudag, Svartfjallalandi á sunnudag og loks Ungverjalandi á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í Köln, og bætast þá við fjórir leikir. Í undirbúningi fyrir mótið spilaði Ísland tvo vináttulandsleiki við Austurríki ytra, og vann þá báða. Hópurinn færir sig svo yfir landamærin og til München á morgun. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Í aðdraganda þessa stórmóts færði Handknattleikssamband Íslands söluna á landsliðstreyjum í hendur vefverslunarinnar Boozt, eins af aðalbakhjörlum sambandsins. Þar hefur salan ekki beinlínis gengið vandræðalaust, fyrst vegna slæmra mistaka varðandi stærðir á treyjum og svo vegna meiri eftirspurnar en búist var við. Eins og Vísir fjallaði um fyrir jól voru margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins illa sviknir þegar þeir fengu treyjur sínar afhentar í allt annarri stærð en þeir höfðu pantað. Villa reyndist hafa verið gerð í því hvernig stærðir voru skráðar og var því mikið um auglýsingar á Facebook þar sem fólk reyndi að skipta á stærðum, auk þess sem Boozt bauð upp á að fólk gæti sent treyjur til baka til að skipta um stærð. Eftirspurnin meiri en gert var ráð fyrir Nú er svo komið upp annað vandamál þar sem að nær allar treyjur eru uppseldar. Undanfarið hefur aðeins verið hægt að kaupa markmannstreyjuna en ekki bláa eða hvíta búninginn sem útileikmenn íslenska liðsins spila í. „Lagerinn kláraðist bara. Eftirspurnin var meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við Vísi. Kjartan segir Boozt nú vinna að því að fá inn fleiri treyjur frá framleiðanda og að hann vonist til þess að það leysist „hratt og örugglega“. Treyjur seldar í München Þær þúsundir stuðningsmanna sem ætla að fylgja íslenska landsliðinu á EM geta hins vegar haft í huga að treyjur verða seldar í München, segir Kjartan. Þær verða til sölu á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins sem ætlunin er að kynna nánar síðar í dag. Ísland spilar þrjá leiki í München, gegn Serbíu á föstudag, Svartfjallalandi á sunnudag og loks Ungverjalandi á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í Köln, og bætast þá við fjórir leikir. Í undirbúningi fyrir mótið spilaði Ísland tvo vináttulandsleiki við Austurríki ytra, og vann þá báða. Hópurinn færir sig svo yfir landamærin og til München á morgun.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira