Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Utan vallar: Þeim er ekki sama núna

Englendingum gæti vart virst meira sama um æfingaleik liðsins við Ísland í aðdragandanum. Leikurinn var formsatriði og aðrir hlutir skiptu meira máli. Það er ekki svo í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Åge: Gott fyrir strákana

Þjálfari íslenska landsliðsins gat verið ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar att var kappi við England á Wembley. Leikurinn var síðasti æfingaleikurinn hjá Englandi fyrir EM 2024 og er skemmst frá því að segja að Ísland vann leikinn 1-0 eftir mark frá Jón Degi Þorsteinssyni.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur: „Já þetta bara gerðist?“

Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­selt á leik Eng­lands og Ís­lands á Wembl­ey

England mætir Íslandi í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram á hinum fornfræga Wembley-leikvangi og er uppselt á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiðslalisti ís­lenska lands­liðsins lengist enn frekar

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 

Fótbolti