Þaggaði niður í sínum bestu vinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 10:32 Kristall Máni Ingason fagnar einu af þremur mörkum sínum í sigurleiknum á Dönum fyrir helgi. Vísir/Anton Kristall Máni Ingason sló markamet 21 árs landsliðsins þegar hann skoraði þrennu í sigri á Dönum í síðustu viku og hann verður aftur í sviðsljósinu með íslenska 21 árs landsliðinu í dag. Íslensku strákarnir mæta þá Wales í Víkinni í undankeppni EM 2025 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 16.20. Valur Páll Eiríksson hitti Kristal á æfingu íslenska liðsins í gær. Honum leiddist ekkert að skora þrennu á móti Dönum. „Þetta var fjör. Ég get ekki sagt annað. Það var skemmtilegt að vinna þá og skora,“ sagði Kristall. Hann talaði um það fyrir leikinn að hann ætlaði að láta Danina finna fyrir sér en Kristall spilar í dönsku deildinni. Hann stóð við stóru orðin. Stóð við stóru orðin „Ég gat ekki gert annað því ég fékk mikið af skilaboðum um þetta viðtal. Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin,“ sagði Kristall. Hefur síminn hans stoppað eftir leikinn? „Þetta var meira bara fyrir leik. Menn að hlæja að þessum orðum og senda mér fréttina. Svo hlógu menn að þessu eftir á og höfðu gaman af þessu,“ sagði Kristall. Klippa: „Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin“ „Ég þaggaði niðri í nokkrum og sérstaklega mínum bestu vinum. Ég þaggaði aðeins niðri í þeim,“ sagði Kristall. Í okkar höndum Sigurinn á Dönum var gríðarlega mikilvægur og hélt íslenska liðinu á lífi í riðlinum. „Ef við gerum það sem við ætlum okkur á morgun [í dag] þá er þetta í okkar höndum. Ég myndi segja að þetta sé í okkar höndum eins og staðan er núna,“ sagði Kristall. Kristall Máni bætti markamet Emils Atlasonar með 21 árs landsliðinu. Kristall er nú kominn með ellefu mörk i átján leikjum með U21.Vísir/Anton „Þetta er hörku riðlill og það eru fjögur lið að berjast um fyrsta sætið og umspilssætið. Þetta er krefjandi,“ sagði Kristall. Hvernig líst honum á leikinn við Wales? Alltaf markmiðið að hækka töluna „Ég get ekki beðið. Spila annan leik hérna á heimavelli. Wales er með sterkt lið, líkamlega sterkir og öðruvísi en Danirnir. Ég held að þetta verði hörku leikur en við þurfum bara þessa þrjá punkta,“ sagði Kristall. Mun hann bæta við mörkum í dag? „Það er alltaf planið. Það er alltaf markmiðið að hækka þessa tölu,“ sagði Kristall sem hefur skorað 11 mörk í 18 leikjum fyrir íslenska 21 árs landsliðið. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
Íslensku strákarnir mæta þá Wales í Víkinni í undankeppni EM 2025 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 16.20. Valur Páll Eiríksson hitti Kristal á æfingu íslenska liðsins í gær. Honum leiddist ekkert að skora þrennu á móti Dönum. „Þetta var fjör. Ég get ekki sagt annað. Það var skemmtilegt að vinna þá og skora,“ sagði Kristall. Hann talaði um það fyrir leikinn að hann ætlaði að láta Danina finna fyrir sér en Kristall spilar í dönsku deildinni. Hann stóð við stóru orðin. Stóð við stóru orðin „Ég gat ekki gert annað því ég fékk mikið af skilaboðum um þetta viðtal. Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin,“ sagði Kristall. Hefur síminn hans stoppað eftir leikinn? „Þetta var meira bara fyrir leik. Menn að hlæja að þessum orðum og senda mér fréttina. Svo hlógu menn að þessu eftir á og höfðu gaman af þessu,“ sagði Kristall. Klippa: „Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin“ „Ég þaggaði niðri í nokkrum og sérstaklega mínum bestu vinum. Ég þaggaði aðeins niðri í þeim,“ sagði Kristall. Í okkar höndum Sigurinn á Dönum var gríðarlega mikilvægur og hélt íslenska liðinu á lífi í riðlinum. „Ef við gerum það sem við ætlum okkur á morgun [í dag] þá er þetta í okkar höndum. Ég myndi segja að þetta sé í okkar höndum eins og staðan er núna,“ sagði Kristall. Kristall Máni bætti markamet Emils Atlasonar með 21 árs landsliðinu. Kristall er nú kominn með ellefu mörk i átján leikjum með U21.Vísir/Anton „Þetta er hörku riðlill og það eru fjögur lið að berjast um fyrsta sætið og umspilssætið. Þetta er krefjandi,“ sagði Kristall. Hvernig líst honum á leikinn við Wales? Alltaf markmiðið að hækka töluna „Ég get ekki beðið. Spila annan leik hérna á heimavelli. Wales er með sterkt lið, líkamlega sterkir og öðruvísi en Danirnir. Ég held að þetta verði hörku leikur en við þurfum bara þessa þrjá punkta,“ sagði Kristall. Mun hann bæta við mörkum í dag? „Það er alltaf planið. Það er alltaf markmiðið að hækka þessa tölu,“ sagði Kristall sem hefur skorað 11 mörk í 18 leikjum fyrir íslenska 21 árs landsliðið. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira