Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

„Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“

„Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“

„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu þrennu Karó­línu Leu

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði öll þrjú mörk íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu þegar það gerði 3-3 jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni. Mörkin má sjá hér að neðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein breyting á byrjunar­liðinu

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Er alla­vega engin þreyta í mér“

„Við Alexandra (Jóhannsdóttir) vorum náttúrulega í banni svo ég er mjög fersk og líður vel. Það er allavega engin þreyta í mér,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir kímin er hún ræddi við Stöð 2 og Vísi fyrir leik Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Maður þarf að skora til að vinna leiki“

„Bara vel. Þetta er búið að vera jákvætt eftir Noregsleikinn, mikið af ljósum punktum og við verðum að byggja ofan á þetta,“ sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir aðspurð hvernig sér liði í viðtali við Stöð 2 og Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ís­kaldar í hausnum og þá kemur þetta“

Ingibjörg Sigurðardóttir leiddi íslenska landsliðið í fyrsta sinn sem fyrirliði, í markalausu jafntefli gegn Noregi á Þróttarvellinum. Hún segir aukin spenning hafa fylgt því að bera bandið, sem hvarf um leið og leikurinn byrjaði. Hún hjálpaði við að halda íslenska markinu hreinu en var engu að síður svekkt með niðurstöðu leiksins. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Sáttur við hug­rekkið og kraftinn“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“

Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er ein­falt að segja það, en við þurfum bara að skora“

„Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. 

Fótbolti
Fréttamynd

Á góðar minningar frá Þróttara­vellinum

Ís­lenska lands­liðs­konan Hildur Antons­dóttir er klár í að byrja gegn Noregi í Þjóða­deildinni í fót­bolta seinna í dag eftir að hafa glímt við meiðsli upp á síðkastið. Hún er sér­stak­lega spennt fyrir því að spila á heima­velli Þróttar Reykja­víkur, frá þeim velli á hún góðar minningar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lífið gott en ítalskan strembin

Cecilía Rán Rúnarsdóttir veit ekki hvað bíður hennar næsta vetur. Hún hefur fundið sig vel í Mílanó á Ítalíu og segir lífið einfaldara þegar hún spilar fótbolta reglulega.

Fótbolti