Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttamynd

Úkraína í herkví: Afturgöngur sögunnar

Má rekja neyðarástandið sem umlykur Úkraínu til sögulegra mistaka leiðtoga Vesturveldanna, þegar samið var við Gorbachev um endalok Kalda stríðsins á árunum um og upp úr 1990?

Skoðun
Fréttamynd

Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims

Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Íþróttaheimurinn bregst við innrás Rússa

Viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu hafa ekki látið á sér standa. Þjóðir, einstaklingar, fyrirtæki og fleiri hafa keppst um að sýna samstöðu með Úkraínu en Íþróttahreyfingin út um allan heim hefur einnig brugðist harkalega við, hér að neðan má sjá samantekt af viðbrögðum félaga, sambanda og leikmanna hingað til.

Sport
Fréttamynd

Roman Abramovich stígur til hliðar

Roman Abramovich og Chelsea gáfu út sameiginlega yfirlýsingu rétt í þessu þar sem kemur fram að Abramovich muni stíga til hliðar sem stjórnandi í daglegum rekstri félagsins. Ekki er tekið fram hvers vegna Abramovich er að stíga til hliðar.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Enn þá meiri uggur í mér“

Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja  úr borginni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Búast við rúss­neskum net­á­rásum á Ís­land

Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja.

Innlent
Fréttamynd

Abramovich íhugar að selja Chelsea

Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er að íhuga að selja félagið. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa vesturveldi lagt til viðskiptaþvingana á Rússa og rússneska viðskiptamenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Rússa

Fjár­­­mála­ráð­herra segir ekki úti­­­lokað að ís­­­lensk stjórn­völd muni slíta stjórn­­­mála­­­sam­­­starfi við Rússa. Minni þolin­­mæði sé fyrir rúss­neskum kaf­bátum og her­þotum sem reglu­­lega rjúfi loft­helgi Ís­lands en al­gjört slit stjórn­mála­sam­bands yrði þó lík­­­lega síðasta úr­ræði sem stjórn­völd gripu til.

Innlent