Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 12:00 Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins, ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á HM 2018 í Rússlandi. (Photo by VI Images via Getty Images) Getty Images Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. Pólska knattspyrnusambandið tilkynnti á dögunum að landslið þeirra myndi ekki spila við Rússa í umspili um laust sæti á HM. Leikurinn á að fara fram þann 24. mars næstkomandi og er undanúrslitaleikur umspilsins. Í hinum undanúrslitaleiknum eiga Svíar og Tékkar að mætast. Sænska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að liðið muni ekki leika við Rússa, komi til þess að liðin tvö myndu leika í úrslitum umspilsins þann 29. mars. Í tilkynningu sambandsins segir að sænska landsliðið muni ekki spila gegn Rússlandi, sama hvar leikurinn fari fram. Svíar hvetja FIFA einnig til þess að aflýsa öllum umspilsleikjum í mars þar sem Rússar eiga þátttökurétt að. „Þessar ólöglegu og óréttlætanlegu innrásir í Úkraínu gerir að verkum að öll fótboltaleg samskipti við Rússa eru ómöguleg,“ sagði Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins. „Burt séð frá því hver loka ákvörðun FIFA verður, þá munum við ekki spila gegn Rússlandi í mars.“ Tékkar bættust í dag við þennan hóp þjóða sem neita að leika við Rússland. Í tilkynningu frá tékkneska knattspyrnusambandsins segir að stjórn sambandsins, starfsfólk og leikmenn eru öll sammála um að ekki er hægt að spila gegn rússneska landsliðinu í núverandi ástandi, ekki einu sinni á hlutlausum velli. Sambandið vonist til þess að stríðið í Úkraínu ljúki sem fyrst. "The Czech FA executive committee, staff members and players of the national team agreed it's not possible to play against the Russian national team in the current situation, not even on the neutral venue. We all want the war to end as soon as possible." pic.twitter.com/NQK6YGNoHJ— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) February 27, 2022 HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Pólska knattspyrnusambandið tilkynnti á dögunum að landslið þeirra myndi ekki spila við Rússa í umspili um laust sæti á HM. Leikurinn á að fara fram þann 24. mars næstkomandi og er undanúrslitaleikur umspilsins. Í hinum undanúrslitaleiknum eiga Svíar og Tékkar að mætast. Sænska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að liðið muni ekki leika við Rússa, komi til þess að liðin tvö myndu leika í úrslitum umspilsins þann 29. mars. Í tilkynningu sambandsins segir að sænska landsliðið muni ekki spila gegn Rússlandi, sama hvar leikurinn fari fram. Svíar hvetja FIFA einnig til þess að aflýsa öllum umspilsleikjum í mars þar sem Rússar eiga þátttökurétt að. „Þessar ólöglegu og óréttlætanlegu innrásir í Úkraínu gerir að verkum að öll fótboltaleg samskipti við Rússa eru ómöguleg,“ sagði Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins. „Burt séð frá því hver loka ákvörðun FIFA verður, þá munum við ekki spila gegn Rússlandi í mars.“ Tékkar bættust í dag við þennan hóp þjóða sem neita að leika við Rússland. Í tilkynningu frá tékkneska knattspyrnusambandsins segir að stjórn sambandsins, starfsfólk og leikmenn eru öll sammála um að ekki er hægt að spila gegn rússneska landsliðinu í núverandi ástandi, ekki einu sinni á hlutlausum velli. Sambandið vonist til þess að stríðið í Úkraínu ljúki sem fyrst. "The Czech FA executive committee, staff members and players of the national team agreed it's not possible to play against the Russian national team in the current situation, not even on the neutral venue. We all want the war to end as soon as possible." pic.twitter.com/NQK6YGNoHJ— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) February 27, 2022
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira