Stéttarfélög

Fréttamynd

VR, jafnréttið og fjölbreytileikinn

VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi en í félaginu eru um 40.000 félagar á sex félagssvæðum víða um landið. Miðað við fjöldann má ætla að félagsfólkið sé allskonar, af öllum kynjum, kynhneigð og aldri, fatlað og ófatlað fólk, af fjölbreyttum uppruna og trú.

Skoðun
Fréttamynd

Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot

Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum."

Innlent
Fréttamynd

Agnieszka og Ólöf Helga á leið úr stjórn Eflingar

Ekkert framboð barst til stjórnar stéttarfélagsins Eflingar fyrir utan lista sem trúnaðarráð samþykkti nýlega. Sá listi er sjálfkjörinn og hverfa Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari úr stjórninni. 

Innlent
Fréttamynd

Fé­lags­dómur verði snar í snúningum

Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir að gera megi ráð fyrir að Félagsdómur kveði upp dóm í máli sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins í vikunni. Verkbann tekur að öllu óbreyttu gildi hinn 2. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Mun láta af formennsku á næsta fundi

Björn Snæbjörnsson mun láta af formennsku hjá stéttarfélaginu Einingu-Iðju á næsta aðalfundi félagsins. Hann hefur gegnt embætti formanns í 24 ár. Anna Júlíusdóttir tekur við formennsku félagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Hugleiðing um stöðuna á vinnumarkaði

Þó staðan sé um margt fordæmalaus eftir boðun verkbanns SA í kjardeilu Eflingar hefur margt verið sagt og margar fullyrðingar settar fram sem standast litla sem enga skoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Segir verkbann til marks um sturlun

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef Samtök atvinnulífsins komist að þeirri niðurstöðu að þau muni setja ótímabundið verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins,  sé það til marks um sturlun. Hún segir jafnframt að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu.

Innlent
Fréttamynd

Segja næstu verk­falls­boðun Eflingar ekki koma til fram­kvæmda

Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 

Innlent
Fréttamynd

Hefur fulla trú á að samningar náist

Forseti ASÍ segir verkbann sem Samtök atvinnulífsins boða vera aðgerðir sem muni hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Hann segir að honum lítist ekkert á það hvert kjaradeila SA og Eflingar er komin en að hann hafi þó fulla trú á að hægt verði að landa samningum.

Innlent
Fréttamynd

Kjara­deila SA og Eflingar um lág­marks­laun í vel­sældar­sam­fé­laginu Ís­landi

Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli.

Skoðun
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðum frestað

Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi.

Innlent
Fréttamynd

Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum.

Innlent
Fréttamynd

Segja verk­falls­brot framin á Grand Hótel

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 

Innlent
Fréttamynd

Munu ekki semja nema laun milli markaða verði jöfnuð

Kennarasamband Íslands, BSRB og BHM hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna um ákveðna meginþætti en kjarasamningar renna út í mars. Helsta verkefnið er að jafna laun á milli markaða að sögn formanns BSRB og verður ekki samið án þess að það náist. Formaður Kennarasambandsins tekur undir og reiknar með að viðræðurnar hefjist af krafti fljótlega. 

Innlent
Fréttamynd

Segir kjörskrána ekki vera til

Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til.

Innlent
Fréttamynd

Sextán vilja sæti í stjórn VR

Elva Hrönn Hjartardóttir og Ragnar Þór Ingólfsson eru í framboði til formanns VR. Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í dag og vilja sextán komast í stjórn félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Halla vill komast í stjórn VR

Halla Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að bjóða stig fram til setu í stjórn stéttarfélagsins VR. 

Innlent
Fréttamynd

Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni

Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög.

Innlent
Fréttamynd

Harð­ræði ríkisins gegn Eflingu - epli Aðal­steins og af­staða VG

„Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum“. Þessi stutti texti í stefnuskrá Vinstri grænna ætti að vera vitnisburður um það að láglaunafólk megi geta treyst á liðsinni þessa ríkisstjórnarflokks þó vægi hans í ríkisstjórn sé með því minnsta, sem þekkist í lýðræðisríki. En svo er ekki.

Skoðun