Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 12. janúar 2024 20:18 Vilhjálmur Birgisson segist vera óhress með aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ áttu fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundarlotan stóð í um fjóra tíma. „Við erum sammála um mikilvægi þess að ná þessu markmiði. Og vissulega eru alltaf ljón í veginum en hlutverk okkar er að reyna að ryðja þessum ljónum úr veginum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Eru komnar tölur á launatölur? „Við erum farin að ræða slíkar tölur en það er ekki hægt að úttala sig um það því það er svo margt annað sem hangir á spýtunni heldur en bara beinar launahækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann eigi fastlega von á svari frá stjórnvöldum í byrjun næstu viku. Verðbólgan mannanna verk Forysta VR átti fund með Félagi atvinnurekenda vegna kjaraviðræðnanna í morgun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvatti þá í hádegisfréttum Bylgjunnar til að halda aftur af hækkunum. Vilhjálmur segir mikilvægt að atvinnulífið haldi að sér höndum. „Við skulum muna það að verðbólgan er ekki eitthvert náttúrulögmál heldur er hún mannanna verk,“ segir Vilhjálmur og segist óhress með að aðildarfyrirtæki SA hafi ekki stigið kröfugar fram í þessu verkefni. Allir vilji leggja sitt af mörkum Hagar lýstu því svo yfir í dag að félagið tæki afstöðu gegn verðhækkunum sem ógnuðu komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri SA segir það jákvætt innlegg inn í viðræðurnar. „Við finnum mikinn vilja hjá okkar aðildarfélögum. Það vilja allir auðvitað leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgunni. Við sáum yfirlýsingar frá skráðu félagi í dag um það að menn vilja leggja sitt af mörkum til þess að við getum náð árangri og styðja við markmið kjaraviðræðnanna en viðræðurnar eru bara í fullum gangi núna,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við erum búin að vera í þessum viðræðum af fullum þunga allan tímann og í því felst auðvitað að við erum að takast á. Það er eðlilegt,“ bætir hún við. Næsti fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara er boðaður klukkan tíu á morgun. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ áttu fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundarlotan stóð í um fjóra tíma. „Við erum sammála um mikilvægi þess að ná þessu markmiði. Og vissulega eru alltaf ljón í veginum en hlutverk okkar er að reyna að ryðja þessum ljónum úr veginum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Eru komnar tölur á launatölur? „Við erum farin að ræða slíkar tölur en það er ekki hægt að úttala sig um það því það er svo margt annað sem hangir á spýtunni heldur en bara beinar launahækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann eigi fastlega von á svari frá stjórnvöldum í byrjun næstu viku. Verðbólgan mannanna verk Forysta VR átti fund með Félagi atvinnurekenda vegna kjaraviðræðnanna í morgun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvatti þá í hádegisfréttum Bylgjunnar til að halda aftur af hækkunum. Vilhjálmur segir mikilvægt að atvinnulífið haldi að sér höndum. „Við skulum muna það að verðbólgan er ekki eitthvert náttúrulögmál heldur er hún mannanna verk,“ segir Vilhjálmur og segist óhress með að aðildarfyrirtæki SA hafi ekki stigið kröfugar fram í þessu verkefni. Allir vilji leggja sitt af mörkum Hagar lýstu því svo yfir í dag að félagið tæki afstöðu gegn verðhækkunum sem ógnuðu komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri SA segir það jákvætt innlegg inn í viðræðurnar. „Við finnum mikinn vilja hjá okkar aðildarfélögum. Það vilja allir auðvitað leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgunni. Við sáum yfirlýsingar frá skráðu félagi í dag um það að menn vilja leggja sitt af mörkum til þess að við getum náð árangri og styðja við markmið kjaraviðræðnanna en viðræðurnar eru bara í fullum gangi núna,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við erum búin að vera í þessum viðræðum af fullum þunga allan tímann og í því felst auðvitað að við erum að takast á. Það er eðlilegt,“ bætir hún við. Næsti fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara er boðaður klukkan tíu á morgun.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira