Meta Facebook hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtudag Bandaríska samfélagsmiðlafyrirtækið Meta sem rekur Facebook og Instagram hefur tilkynnt að það muni setja nýjan samfélagsmiðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtudag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni samkeppni við samfélagsmiðilinn Twitter. Viðskipti erlent 4.7.2023 08:30 Fréttir hverfa af Facebook í Kanada Fréttir munu nú smám saman hverfa af Facebook í Kanada, eftir að þingið þar samþykkti umdeild lög sem skylda fyrirtæki á borð við Meta og Google til að ganga til samningaviðræðna við fjölmiðla og greiða þeim fyrir efni sem birtist notendum þeirra. Erlent 23.6.2023 07:36 Zuckerberg til í að slást við Musk Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter. Lífið 22.6.2023 10:24 ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 22.5.2023 10:09 Instagram virðist virka á ný Samfélagsmiðillinn Instagram lá niðri í rúma klukkustund í kvöld. Erlent 21.5.2023 22:29 Meta í samkeppni við Twitter Útlit er fyrir að Meta ætli í samkeppni við Twitter. Fregnir hafa borist af því að fyrirtækið muni gefa út í sumar forrit, sem tengist Instagram, þar sem notendur geta varpað fram stuttum textaskilaboðum til fylgjenda sinna og annarra. Til stendur að taka miðilinn í notkun í sumar. Viðskipti erlent 21.5.2023 10:29 Þriðja barn Zuckerberg og Chan komið í heiminn Mark Zuckerberg, forstjóri Meta og einn af stofnendum Facebook, og Priscilla Chan, eiginkona hans, eru búin að eignast sitt þriðja barn saman. Fyrir eiga þau börnin Max og August sem fæddust árin 2015 og 2017. Lífið 24.3.2023 15:08 Segir aftur upp þúsundum manna Mark Zuckerberg, forstjóri Meta (áður Facebook) tilkynnti í dag að aftur væri verið segja upp fjölmörgum starfsmönnum fyrirtækisins. Að þessu sinni eru það tíu þúsund manns verið er að segja upp og á ekki að ráða í fimm þúsund lausar stöður. Viðskipti erlent 14.3.2023 15:25 Breytist í áskriftarvef eftir ráðleggingar frá Facebook Skessuhorn.is, vefsíða vesturlenska fjölmiðilsins, er búin að breytast í áskriftarvef. Ritstjóri miðilsins segir að breytingin sé búin að vera lengi í pípunum. Ákvörðunin var tekin eftir ráðleggingar frá Facebook. Viðskipti innlent 28.2.2023 20:55 Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra. Viðskipti erlent 19.2.2023 23:06 Fjórðungur jarðarbúa daglega á Facebook Fjöldi daglegra notenda samfélagsmiðilsins Facebook nam tveimur milljörðum í desember síðastliðnum. Það er um fjórðungur allra jarðarbúa. Viðskipti erlent 1.2.2023 23:39 Trump snýr aftur á Facebook og Instagram Samfélagsmiðlafyrirtækið Meta, sem rekur bæði Facebook og Instagram, hefur ákveðið að veita Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur aðgang að samfélagsmiðlunum. Honum var hent af miðlunum í kjölfar árásanna á þinghús Bandaríkjanna þann. 6. janúar 2021. Erlent 25.1.2023 23:41 Trump vill komast aftur á Facebook Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024. Erlent 18.1.2023 23:24 ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 5.1.2023 14:53 Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar. Erlent 6.12.2022 08:35 Zuckerberg líka ósáttur við Apple Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það. Viðskipti erlent 1.12.2022 14:07 Kynhneigð og trúarbrögð víkja af Facebook Trúarbrögð, pólitískar skoðanir, heimilisföng og kynhneigð fólks munu hverfa af Facebook um mánaðamótin. Talsmaður Facebook segir breytinguna vera gerða til að einfalda notendum að nota miðilinn. Viðskipti erlent 28.11.2022 14:10 Salka lendir í ritskoðunarkrumlum Facebook Ritskoðunardeild Facebook hefur sett Sölku útgáfu í mánaðarbann á samfélagsmiðlinum en útgefanda varð það á að nefna Hitler á nafn en hinn illræmdi fyrrverandi þýski kanslari er nú kallaður H-orðið meðal Sölku-fólks. Innlent 25.11.2022 09:21 Guðrún Veiga snúin aftur: „Fótunum var kippt undan manni á núll einni“ Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram, mörgum til mikillar gleði en hún lenti í þeirri leiðinlegu reynslu fyrir rúmum þremur vikum að aðgangur hennar á Instagram og Facebook var hakkaður og hún læst úti. Lífið 9.11.2022 12:11 Segir upp ellefu þúsund manns Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess. Viðskipti erlent 9.11.2022 12:03 Hagnaður Meta dróst saman um helming Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár. Viðskipti erlent 27.10.2022 12:16 Íslenskt fyrirtæki hluti af herferð Meta Íslenska tæknifyrirtækið Arkio er eitt þeirra fyrirtækja sem móðurfyrirtæki Facebook, Meta, sýnir frá í nýjustu auglýsingu sinni fyrir sýndarveruleikagleraugun Meta Quest Pro. Arkio býður upp á forrit þar sem hægt er að hanna arkitektúr í sýndarveruleika. Viðskipti innlent 13.10.2022 09:35 Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta. Viðskipti erlent 12.10.2022 13:01 Mark Zuckerberg og Priscilla Chan fjölga mannkyninu Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, og eiginkona hans Priscilla Chan eiga von á sínu þriðja barni saman. Hjónin fögnuðu tíu ára brúðkaupsafmælinu sínu hér á Íslandi í maí þessa árs. Lífið 21.9.2022 15:33 Sekta Meta um 57,7 milljarða króna Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri. Erlent 6.9.2022 18:31 Að endurnæra hugann: Zuckerberg hætti að hlaupa Mark Zuckerberg, eigandi Meta sem á Facebook og fleiri samfélagsmiðla, æfir á morgnana áður en hann mætir til vinnu. Í viðtölum hefur hann sagt að morgnarnir séu sá tími sem henti honum best. Atvinnulíf 29.8.2022 07:00 Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. Lífið 19.8.2022 22:46 Kylie og Kim gagnrýna nýja stefnu Instagram Instagram þarf að eiga við kraftmikla gagnrýni frá þekktum notendum sínum þessa dagana en Kylie Jenner og Kim Kardashian gagnrýna myndbandamiðaða stefnu miðilsins. Þær hvetja stjórnendur til þess að endurhugsa áherslur miðilsins. Lífið 26.7.2022 21:50 Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs. Erlent 28.6.2022 08:40 Mörg stórfyrirtæki hyggjast aðstoða starfsmenn Mörg stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þau muni greiða fyrir ferðalög starfsmanna sinna sem neyðast til að leita til annara ríkja til að gangast undir þungunarrof, eftir að hæstiréttur landsins snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Erlent 27.6.2022 07:10 « ‹ 1 2 3 ›
Facebook hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtudag Bandaríska samfélagsmiðlafyrirtækið Meta sem rekur Facebook og Instagram hefur tilkynnt að það muni setja nýjan samfélagsmiðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtudag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni samkeppni við samfélagsmiðilinn Twitter. Viðskipti erlent 4.7.2023 08:30
Fréttir hverfa af Facebook í Kanada Fréttir munu nú smám saman hverfa af Facebook í Kanada, eftir að þingið þar samþykkti umdeild lög sem skylda fyrirtæki á borð við Meta og Google til að ganga til samningaviðræðna við fjölmiðla og greiða þeim fyrir efni sem birtist notendum þeirra. Erlent 23.6.2023 07:36
Zuckerberg til í að slást við Musk Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter. Lífið 22.6.2023 10:24
ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 22.5.2023 10:09
Instagram virðist virka á ný Samfélagsmiðillinn Instagram lá niðri í rúma klukkustund í kvöld. Erlent 21.5.2023 22:29
Meta í samkeppni við Twitter Útlit er fyrir að Meta ætli í samkeppni við Twitter. Fregnir hafa borist af því að fyrirtækið muni gefa út í sumar forrit, sem tengist Instagram, þar sem notendur geta varpað fram stuttum textaskilaboðum til fylgjenda sinna og annarra. Til stendur að taka miðilinn í notkun í sumar. Viðskipti erlent 21.5.2023 10:29
Þriðja barn Zuckerberg og Chan komið í heiminn Mark Zuckerberg, forstjóri Meta og einn af stofnendum Facebook, og Priscilla Chan, eiginkona hans, eru búin að eignast sitt þriðja barn saman. Fyrir eiga þau börnin Max og August sem fæddust árin 2015 og 2017. Lífið 24.3.2023 15:08
Segir aftur upp þúsundum manna Mark Zuckerberg, forstjóri Meta (áður Facebook) tilkynnti í dag að aftur væri verið segja upp fjölmörgum starfsmönnum fyrirtækisins. Að þessu sinni eru það tíu þúsund manns verið er að segja upp og á ekki að ráða í fimm þúsund lausar stöður. Viðskipti erlent 14.3.2023 15:25
Breytist í áskriftarvef eftir ráðleggingar frá Facebook Skessuhorn.is, vefsíða vesturlenska fjölmiðilsins, er búin að breytast í áskriftarvef. Ritstjóri miðilsins segir að breytingin sé búin að vera lengi í pípunum. Ákvörðunin var tekin eftir ráðleggingar frá Facebook. Viðskipti innlent 28.2.2023 20:55
Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra. Viðskipti erlent 19.2.2023 23:06
Fjórðungur jarðarbúa daglega á Facebook Fjöldi daglegra notenda samfélagsmiðilsins Facebook nam tveimur milljörðum í desember síðastliðnum. Það er um fjórðungur allra jarðarbúa. Viðskipti erlent 1.2.2023 23:39
Trump snýr aftur á Facebook og Instagram Samfélagsmiðlafyrirtækið Meta, sem rekur bæði Facebook og Instagram, hefur ákveðið að veita Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur aðgang að samfélagsmiðlunum. Honum var hent af miðlunum í kjölfar árásanna á þinghús Bandaríkjanna þann. 6. janúar 2021. Erlent 25.1.2023 23:41
Trump vill komast aftur á Facebook Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024. Erlent 18.1.2023 23:24
ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 5.1.2023 14:53
Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar. Erlent 6.12.2022 08:35
Zuckerberg líka ósáttur við Apple Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það. Viðskipti erlent 1.12.2022 14:07
Kynhneigð og trúarbrögð víkja af Facebook Trúarbrögð, pólitískar skoðanir, heimilisföng og kynhneigð fólks munu hverfa af Facebook um mánaðamótin. Talsmaður Facebook segir breytinguna vera gerða til að einfalda notendum að nota miðilinn. Viðskipti erlent 28.11.2022 14:10
Salka lendir í ritskoðunarkrumlum Facebook Ritskoðunardeild Facebook hefur sett Sölku útgáfu í mánaðarbann á samfélagsmiðlinum en útgefanda varð það á að nefna Hitler á nafn en hinn illræmdi fyrrverandi þýski kanslari er nú kallaður H-orðið meðal Sölku-fólks. Innlent 25.11.2022 09:21
Guðrún Veiga snúin aftur: „Fótunum var kippt undan manni á núll einni“ Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram, mörgum til mikillar gleði en hún lenti í þeirri leiðinlegu reynslu fyrir rúmum þremur vikum að aðgangur hennar á Instagram og Facebook var hakkaður og hún læst úti. Lífið 9.11.2022 12:11
Segir upp ellefu þúsund manns Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess. Viðskipti erlent 9.11.2022 12:03
Hagnaður Meta dróst saman um helming Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár. Viðskipti erlent 27.10.2022 12:16
Íslenskt fyrirtæki hluti af herferð Meta Íslenska tæknifyrirtækið Arkio er eitt þeirra fyrirtækja sem móðurfyrirtæki Facebook, Meta, sýnir frá í nýjustu auglýsingu sinni fyrir sýndarveruleikagleraugun Meta Quest Pro. Arkio býður upp á forrit þar sem hægt er að hanna arkitektúr í sýndarveruleika. Viðskipti innlent 13.10.2022 09:35
Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta. Viðskipti erlent 12.10.2022 13:01
Mark Zuckerberg og Priscilla Chan fjölga mannkyninu Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, og eiginkona hans Priscilla Chan eiga von á sínu þriðja barni saman. Hjónin fögnuðu tíu ára brúðkaupsafmælinu sínu hér á Íslandi í maí þessa árs. Lífið 21.9.2022 15:33
Sekta Meta um 57,7 milljarða króna Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri. Erlent 6.9.2022 18:31
Að endurnæra hugann: Zuckerberg hætti að hlaupa Mark Zuckerberg, eigandi Meta sem á Facebook og fleiri samfélagsmiðla, æfir á morgnana áður en hann mætir til vinnu. Í viðtölum hefur hann sagt að morgnarnir séu sá tími sem henti honum best. Atvinnulíf 29.8.2022 07:00
Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. Lífið 19.8.2022 22:46
Kylie og Kim gagnrýna nýja stefnu Instagram Instagram þarf að eiga við kraftmikla gagnrýni frá þekktum notendum sínum þessa dagana en Kylie Jenner og Kim Kardashian gagnrýna myndbandamiðaða stefnu miðilsins. Þær hvetja stjórnendur til þess að endurhugsa áherslur miðilsins. Lífið 26.7.2022 21:50
Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs. Erlent 28.6.2022 08:40
Mörg stórfyrirtæki hyggjast aðstoða starfsmenn Mörg stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þau muni greiða fyrir ferðalög starfsmanna sinna sem neyðast til að leita til annara ríkja til að gangast undir þungunarrof, eftir að hæstiréttur landsins snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Erlent 27.6.2022 07:10