Hagnaður Meta dróst saman um helming Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2022 12:16 AP/Michael Dwyer Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár. Í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í gær kom meðal annars fram að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á milli ára og var það annar ársfjórðungurinn í röð sem það gerist. Í kjölfarið lækkaði virði hlutabréfa Meta töluvert. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en það er samdráttur um 52 prósent frá sama fjórðungi í fyrra, þegar hagnaðurinn var 9,2 milljarðar. Bloomberg segir að virði Meta hafi dregist saman um heila 520 milljarða dala á einungis einu ári og félagið gæti verið nærri því að detta úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna. Daglegir notendur Facebbok í september voru 1,98 milljarðar og mánaðarlegir notendur 2,96 milljarðar. Daglegir notendur allra miðla Meta í mánuðinum voru 2,93 milljarðar og mánaðarlegir voru 3,71 milljarðar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Meta, segir notendur aldrei hafa verið fleiri. Áhugasamir geta kynnt sér ársfjórðungsuppgjörið nánar hér á vef Meta og má hlusta á uppgjörskynninguna hér. Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Meta standi frammi fyrir ýmsum vandamálum. Þar á meðal sé versnandi efnahagsástand, aukin samkeppni frá öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og breytingar á auglýsingakerfi Apple, sem hefur komið niður á auglýsingatekjum META. Margir í svipuðum sporum Mörg af stærstu tæknifyrirtækjum Bandaríkjanna eiga í sambærilegum vandræðum eftir mikil vaxtarár á tímum Covid. Forsvarsmenn Google opinberuðu til að mynda mikla lækkun í hagnaði og það sama má segja um Microsoft þar sem spáð var ástandið myndi ekki skána á næsta ári. Þá hafa forsvarsmenn Amazon sagt að verið sé að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Í frétt New York Times segir þó að forsvarsmenn flestra fyrirtækja vildu eiga við sambærileg vandamál og stærstu tæknifyrirtækin. Google og Microsoft hafi til að mynda hagnast um 31,5 milljarð dala á þriðja ársfjórðungi þessa árs og búist sé við því að Apple opinberi rúmlega tuttugu milljarða hagnað á morgun. NYT segir að þó fyrirtækin hagnist á tá og fingri, ef svo má segja, sýni samdráttur í tekjum þeirra fram á ákveðin veikleika í hagkerfinu. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafi í raun ekki fundið nýjar tekjuleiðir í fjölmörg ár þrátt fyrir mikla fjárfestingu. Google og Meta hagnist enn mest á auglýsingum og Apple á sölu iPhone-síma. Meta Google Apple Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í gær kom meðal annars fram að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á milli ára og var það annar ársfjórðungurinn í röð sem það gerist. Í kjölfarið lækkaði virði hlutabréfa Meta töluvert. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en það er samdráttur um 52 prósent frá sama fjórðungi í fyrra, þegar hagnaðurinn var 9,2 milljarðar. Bloomberg segir að virði Meta hafi dregist saman um heila 520 milljarða dala á einungis einu ári og félagið gæti verið nærri því að detta úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna. Daglegir notendur Facebbok í september voru 1,98 milljarðar og mánaðarlegir notendur 2,96 milljarðar. Daglegir notendur allra miðla Meta í mánuðinum voru 2,93 milljarðar og mánaðarlegir voru 3,71 milljarðar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Meta, segir notendur aldrei hafa verið fleiri. Áhugasamir geta kynnt sér ársfjórðungsuppgjörið nánar hér á vef Meta og má hlusta á uppgjörskynninguna hér. Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Meta standi frammi fyrir ýmsum vandamálum. Þar á meðal sé versnandi efnahagsástand, aukin samkeppni frá öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og breytingar á auglýsingakerfi Apple, sem hefur komið niður á auglýsingatekjum META. Margir í svipuðum sporum Mörg af stærstu tæknifyrirtækjum Bandaríkjanna eiga í sambærilegum vandræðum eftir mikil vaxtarár á tímum Covid. Forsvarsmenn Google opinberuðu til að mynda mikla lækkun í hagnaði og það sama má segja um Microsoft þar sem spáð var ástandið myndi ekki skána á næsta ári. Þá hafa forsvarsmenn Amazon sagt að verið sé að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Í frétt New York Times segir þó að forsvarsmenn flestra fyrirtækja vildu eiga við sambærileg vandamál og stærstu tæknifyrirtækin. Google og Microsoft hafi til að mynda hagnast um 31,5 milljarð dala á þriðja ársfjórðungi þessa árs og búist sé við því að Apple opinberi rúmlega tuttugu milljarða hagnað á morgun. NYT segir að þó fyrirtækin hagnist á tá og fingri, ef svo má segja, sýni samdráttur í tekjum þeirra fram á ákveðin veikleika í hagkerfinu. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafi í raun ekki fundið nýjar tekjuleiðir í fjölmörg ár þrátt fyrir mikla fjárfestingu. Google og Meta hagnist enn mest á auglýsingum og Apple á sölu iPhone-síma.
Meta Google Apple Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira