Viðskipti erlent

Zucker­berg boðar vinnu­fundi í sýndar­veru­leika

Bjarki Sigurðsson skrifar
Svona gætu starfsmannafundir litið út í framtíðinni.
Svona gætu starfsmannafundir litið út í framtíðinni. Microsoft

Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta.

Fyrstu forrit Microsoft sem hægt verður að nota í sýndarveruleikagleraugum Meta, sem bera nafnið Quest, verða Teams, Office og fleiri. Þá verður hægt að spila einhverja Xbox-leiki í þeim.

Gleraugu Meta bera nafnið Quest.EPA

Að sögn miðilsins The Verge kemur samstarfið mörgum á óvart þar sem Microsoft hafði lengi leitast eftir því að búa til sín eigin gleraugu.

Ekki er búið að gefa út hvenær Teams-fundir geta farið fram í sýndarveruleika en nánari upplýsingar um það ættu að liggja fyrir á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×