Byggingariðnaður

Fréttamynd

Þola gluggarnir þínir ís­lenskt veður­far?

Gluggarnir frá BYKO hafa verið leiðandi á markaði í 33 ár og hefur BYKO komið að mörgum stórum og flóknum verkefnum um allt land. Gluggarnir eru framleiddir til að þola íslenskt veðurfar auk þess að vera á mjög hagstæðu verði. Fyrir vikið standast þeir helstu kröfur HMS og byggingarreglugerðir ásamt kröfum viðskiptavinar um góða þjónustu og trausta vöru. Framleiðsla þeirra hófst hér á landi en hefur frá árinu 2002 að mestu leyti farið fram í gluggaverksmiðju BYKO í Lettlandi.

Samstarf
Fréttamynd

Mótum stefnu um iðn- og tækni­menntun á Ís­landi

Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnu­vél valt í Gilinu á Akur­eyri

Enginn slasaðist þegar vinnuvél valt af stalli við hlið kirkjutrappanna neðan við Akureyrarkirkju og langt út á Kaupvangsstræti fyrir hádegi í dag. Stjórnandi vélarinnar slapp með skrekkinn.

Innlent
Fréttamynd

Fín­malað mó­berg til að lækka kolefnisspor sements á Ís­landi og í Evrópu.

Við erum nú í þeirri einstöku stöðu að geta þróað og innleitt nýjar tegundir sements sem byggjast á hagnýtum rannsóknum sem upprunalega voru gerðar af íslenskum vísindamönnum á sjöunda áratugnum. Þessi nýja tegund sements, sem byggir að hluta til á náttúrulegu íslensku móbergi, mun hafa veruleg áhrif á kolefnisspor sem tengjast byggingariðnaði á Íslandi og víðar. 

Skoðun
Fréttamynd

Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu

Kona var á gangi með þriggja ára barnabarn sitt á Höfn í Hornafirði í sumar þegar barnið datt ofan í holu. Atvikið var ekki ósvipað því að sem gerðist í Garðabænum á föstudag þegar tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn.

Innlent
Fréttamynd

Búið að byrgja brunninn

Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Nýir aðilar ráðast í upp­byggingu Vesturbugtar

Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld.

Innlent
Fréttamynd

Ræstu út mann­skap til að kanna frá­gang fleiri brunna

Starfsmenn frá ÞG verktökum skoða nú frágang brunna við fjölda húsa sem verktakafyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Annað hvort verði tyrft yfir eða skipt um lok og þyngri sett í stað stálloka sem nú eru. Tveggja ára drengur féll ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Holan alls ekki eina slysagildran

Íbúi við lóð þar sem tveggja ára drengur féll ofan í holu í Urriðaholti á föstudag segir margt mjög ábótavant í frágangi hjá byggingarverktakanum sem reisti húsið. Hún furðar sig á að ekki hafi verið gerð úttekt á lóðinni til að koma í veg fyrir slys.

Innlent
Fréttamynd

Um­mæli seðla­banka­stjóra „skringi­leg“

Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orð­ræða seðla­banka­stjóra veldur mér á­hyggjum

Ég hefði talið að það væri öllum ljóst að þörf væri á frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis um allt land. Þetta sýna auðvitað allar tölur, með sterku ákalli frá verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sér um að greina stöðuna á húsnæðismarkaði mjög markvisst.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­trú­legar við­tökur á stuttum tíma

Fyrir rúmu ári síðan hóf Elfoss ehf. innflutning á vinnuvélum frá Sany sem er kínverskt fyrirtæki og einn stærsti og virtasti þungavinnuvélaframleiðandi heims auk þess að vera leiðandi í framleiðslu á umhverfisvænum þungavinnuvélum og þungaflutningabílum.

Samstarf
Fréttamynd

Færri í­búðir í byggingu en fyrir ári

Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum

Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mega nú setja svalir á hús í Norður­mýri og Rauðar­ár­holti

Hluti Hlíða er nú með hverfisvernd. Heimildir til breytinga og viðbygginga á núverandi húsum hafa nú verið samræmdar og á að vera skýrara fyrir íbúa að sjá hvaða breytingar á húsnæði þeirra eru heimilar. Auk þess er auðveldara að sækja um leyfi.Þá á að leyfa lausagöngu hunda á hluta Klambratúns.

Innlent
Fréttamynd

14 pör eða hjón í Hruna­manna­hreppi eiga von á barni

Sjaldan eða aldrei hefur verið ein mikil uppbygging á Flúðum eins og núna því um 70 íbúðir eru þar í byggingu. Samhliða er mikil fjölgun í sveitarfélaginu en þegar síðast var vitað eiga fjórtán pör á Flúðum og næsta nágrenni von á barni á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdir í minni hús­fé­lögum

Við hjá Húseigendafélaginu fáum oft mál til okkar sem snúa að óformlegum ákvarðanatökum í húsfélögum og þýðingu þeirra. Koma þá upp spurningar hvort að aðrir eigendur hússins hafi samþykkt ákveðinn kostnað þrátt fyrir að ekki hafi verið haldinn formlegur húsfundur eins og lög um fjöleignarhús áskilja.

Skoðun