Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 13:16 Vegir hafa víða farið illa í íslenskri veðráttu en samkvæmt nýrri skýrslu er vegakerfið meðal þeirra innviða sem svokölluð innviðaskuld bitni hvað verst á. Vísir/Vilhelm Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í Hörpu í hádeginu í dag. Í skýrslunni er fjallað um ástand og framtíðarhorfur inviða á Íslandi. Þessi mikla innviðaskuld er sögð draga úr lífskjörum landsmanna að því er fram kemur í skýrslunni. Framtíðarhorfur eru metnar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Einnig er lagt mat á endurstofnvirði innviða á Íslandi sem er áætlað um 6.700 milljarðar króna. Það jafngildir 147% af vergri landsframleiðslu og er að sögn hærra hlutfall en „í flestum öðrum löndum“. Taflan sýnir samantekt af helstu niðurstöðum skýrslunnar sem fjallar um stöðu og ástand innviða á Íslandi.Samtök iðnaðarins Innviðum var gefin einkunn á skalanum 1 til 5 og var niðurstaðan 3. „Einkunnin 3 gefur til kynna að umtalsvert viðhald sé nauðsynlegt til að halda starfsemi innviða gangandi og að verulega fjárfestingu þurfi til að bæta ástand þeirra til lengri tíma,“ segir um einkunnagjöfina. Taflan hér að ofan sýnir einmitt einkunnagjöf fyrir einstaka innviðaflokka auk upplýsinga um endurstofnsvirði, uppsafnaða viðhaldsskuld og mat á framtíðarhorfum. Meðal annarra niðurstaðna sem þar eru reifaðar er að íslenskt innviðakerfi hafi ekki fylgt eftir vexti hagkerfisins. „Hægur vöxtur innviðakerfisins er hamlandi fyrir framtíðarvaxtarmöguleika hagkerfisins og getur haft alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins,“ segir meðal annars. Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsVísir/Egill Þá er sagt sláandi að staða innviða hafi ekki farið batnandi á undanförnum árum þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda til að bæta úr stöðunni. Þetta vekji upp spurningar um viðnámsþrótt samfélagsins og hvort innviðir hafi burði til þess að virka sem skyldi þegar á reynir og því nauðsynlegt að bregðast við. Skuldum safnað í formi vanræktra innviða „Má með réttu segja að viðhaldsskuldin sé form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera þar sem ríki og sveitarfélög eru að velta skuld yfir á komandi kynslóðir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi. Kostnaðurinn af slíkri skuldasöfnun fyrir samfélagið allt er mikill í formi minni afkastagetu og lægra þjónustustigs,“ segir í helstu niðurstöðum. Hagsmunasamtökin sem standa að skýrslunni kalla eftir því að stjórnvöld bregðist tafarlaust við og ráðist í aðgerðir. „Með því að nýta þá möguleika sem fjárfesting í innviðum býður upp á er hægt að styrkja stoðir samfélagsins og leggja grunn að bættum lífsgæðum til framtíðar. Aukin innviðafjárfesting getur verið lykill að sjálfbærum hagvexti.“ Vegagerð Byggingariðnaður Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í Hörpu í hádeginu í dag. Í skýrslunni er fjallað um ástand og framtíðarhorfur inviða á Íslandi. Þessi mikla innviðaskuld er sögð draga úr lífskjörum landsmanna að því er fram kemur í skýrslunni. Framtíðarhorfur eru metnar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Einnig er lagt mat á endurstofnvirði innviða á Íslandi sem er áætlað um 6.700 milljarðar króna. Það jafngildir 147% af vergri landsframleiðslu og er að sögn hærra hlutfall en „í flestum öðrum löndum“. Taflan sýnir samantekt af helstu niðurstöðum skýrslunnar sem fjallar um stöðu og ástand innviða á Íslandi.Samtök iðnaðarins Innviðum var gefin einkunn á skalanum 1 til 5 og var niðurstaðan 3. „Einkunnin 3 gefur til kynna að umtalsvert viðhald sé nauðsynlegt til að halda starfsemi innviða gangandi og að verulega fjárfestingu þurfi til að bæta ástand þeirra til lengri tíma,“ segir um einkunnagjöfina. Taflan hér að ofan sýnir einmitt einkunnagjöf fyrir einstaka innviðaflokka auk upplýsinga um endurstofnsvirði, uppsafnaða viðhaldsskuld og mat á framtíðarhorfum. Meðal annarra niðurstaðna sem þar eru reifaðar er að íslenskt innviðakerfi hafi ekki fylgt eftir vexti hagkerfisins. „Hægur vöxtur innviðakerfisins er hamlandi fyrir framtíðarvaxtarmöguleika hagkerfisins og getur haft alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins,“ segir meðal annars. Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsVísir/Egill Þá er sagt sláandi að staða innviða hafi ekki farið batnandi á undanförnum árum þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda til að bæta úr stöðunni. Þetta vekji upp spurningar um viðnámsþrótt samfélagsins og hvort innviðir hafi burði til þess að virka sem skyldi þegar á reynir og því nauðsynlegt að bregðast við. Skuldum safnað í formi vanræktra innviða „Má með réttu segja að viðhaldsskuldin sé form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera þar sem ríki og sveitarfélög eru að velta skuld yfir á komandi kynslóðir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi. Kostnaðurinn af slíkri skuldasöfnun fyrir samfélagið allt er mikill í formi minni afkastagetu og lægra þjónustustigs,“ segir í helstu niðurstöðum. Hagsmunasamtökin sem standa að skýrslunni kalla eftir því að stjórnvöld bregðist tafarlaust við og ráðist í aðgerðir. „Með því að nýta þá möguleika sem fjárfesting í innviðum býður upp á er hægt að styrkja stoðir samfélagsins og leggja grunn að bættum lífsgæðum til framtíðar. Aukin innviðafjárfesting getur verið lykill að sjálfbærum hagvexti.“
Vegagerð Byggingariðnaður Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira