Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Ragnar búinn að semja við FCK

Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson verður í dag kynntur sem nýr leikmaður FC Kaupmannahafnar en hann hefur þegar skrifað undir samning við félagið, samkvæmt heimildum Vísis.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk og Margrét Lára skoruðu báðar

Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru báðar á skotskónum í sænska kvennaboltanum í dag en úrslit leikja þeirra voru þó gerólík. Sara Björk og félagar í LdB FC Malmö unnu 5-0 stórsigur á Dalsjöfor en Margrét Lára og félagar í Kristianstad töpuðu 1-3 fyrir Umeå.

Fótbolti
Fréttamynd

Jesper Gronkjær leikur síðasta leikinn á ferlinum á sunnudaginn

Jesper Gronkjær ætlar að leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins á sunnudaginn en þessi 33 ára leikmaður vill hætta á toppnum. Gronkjær var danskur meistari með Sölva Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn á þessu tímabili en FCK vann yfirburðarsigur í dönsku deildinni og komst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Jónas Guðni fór meiddur af velli

Jónas Guðni Sævarsson þurfti að fara meiddur af velli snemma leiks þegar að lið hans, Halmstad, tapaði fyrir Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Edda skoraði í sigri Örebro

Landsliðskonan Edda Garðarsdóttir skoraði annað marka sænska liðsins Örebro sem vann góðan sigur á Hammarby, 2-1, í sænska boltanum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Verkfall í Noregi

Fjöldi knattspyrnumanna í norsku úrvalsdeildinni er farinn í verkfall eftir að ekki tókst að ná samningum milli leikmannasamtakanna og félaganna í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsti sigur Halmstad

Jónas Guðni Sævarsson og félagar hans í Halmstad unnu í dag sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni en leikið var víða í Evrópu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Malmö vann í Íslendingaslag

Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir höfðu betur gegn þremur löndum sínum í Djurgarden í sænska fótboltanum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára tryggði Kristianstad sigur og toppsætið

Margrét Lára Viðarsdóttir heldur áfram að skora fyrir Kristianstad í sænsku kvennadeildinni í fótbolta en hún skoraði í dag eina mark leiksins í 1-0 sigri Kristianstad á Tyresö. Með þessum sigri komst Kristianstad-liðið í toppsætið á betri markatölu en Umeå og LdB FC Malmö. Malmö á leik inni seinna í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Malmö aftur á toppinn

Malmö vann í kvöld 3-1 sigur á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og endurheimti um leið toppsæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára bæði markahæst og stoðsendingahæst

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur byrjað tímabilið frábærlega með Kristianstad í sænska kvennafótboltanum. Margrét Lára átti þátt í öllum þremur mörkum Kristianstad í 3-1 útisigri á Piteå í gær og hefur nú komið með beinum hætti að sex af níu mörkum síns liðs í fyrstu fjórum umferðunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Edda flutt nefbrotin á sjúkrahús í sigrinum á Umeå í gær

Edda Garðarsdóttir lenti í slæmu samstuði við samherja á lokamínútunum í 1-0 sigri á Umeå í sænska kvennaboltanum í gær en lið hennar Örebro vann þá bæði fyrsta leik sinn á tímabilinu um leið og það varð fyrsta liðið til þess að vinna lið Umeå á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Veigar Páll og Ondo skoruðu fyrir Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson kom félögum sínum í Stabæk á bragðið í dag með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu í 3-1 sigri liðsins gegn Fredrikstad. Gilles Mbang Ondo, sem lék með Grindavík í Pepsi-deildinni, skoraði þriðja mark Stabæk og lagði einnig upp annað markið sem Alain Junior Ollé Ollé skoraði.

Fótbolti