Fótbolti

Eyjólfur tryggði SönderjyskE mikilvæg þrjú stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson. Mynd/Heimasíða sænska sambandsins
Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark SönderjyskE í kvöld þegar liðið vann mikilvægan 2-1 sigur á botnliði Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Eyjólfur skoraði markið sitt á 77. mínútu leiksins en Jakob Ankersen hafði komið Esbjerg í 1-0 á fyrstu mínútu leiksins. Henrik Hansen jafnaði síðan fyrir SönderjyskE á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Eyjólfur fór útaf strax eftir markið en Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn. Arnór Smárason kom inn á sem varamaður hjá Esbjerg á 64. mínútu.

SönderjyskE er með 36 stig eftir þennan sigur eða fjórum stigum meira en Lyngby sem situr í fallsæti. Esbjerg er í neðsta sæti deildarinnar með 29 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×