Fótbolti

Veigar Páll og Ondo skoruðu fyrir Stabæk

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Veigar Páll skoraði úr víti í dag.
Veigar Páll skoraði úr víti í dag. Mynd/Anton
Veigar Páll Gunnarsson kom félögum sínum í Stabæk á bragðið í dag með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu í 3-1 sigri liðsins gegn Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni í dag. Gilles Mbang Ondo, sem lék með Grindavík í Pepsi-deildinni, skoraði þriðja mark Stabæk og lagði einnig upp annað markið sem Alain Junior Ollé Ollé skoraði.

Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn í hægri bakverðinum hjá Brann sem tapaði 1-3 fyrir Molde á heimavelli. Indriði Sigurðsson og Birkir Bjarnason voru einnig í byrjunarliðinu hjá Viking sem tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Strømsgodset þar sem gestirnir skoruðu sigurmarkið skömmu fyrir leikslok.

Með sigrinum fer Stabæk upp í 6. sæti deildarinnar með 9 stig. Brann er í 10. sæti með 7 stig en Viking með 4 stig í 14. sæti. Strømsgodset er í efsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir fimm leiki.

Þá var einnig spilað í norsku B-deildinni. Atli Heimisson kom inn á sem varamaður er Asker gerði 2-2 jafntefli við Bryne og þá skoraði Kristján Örn Sigurðsson annað mark Hönefoss sem vann 2-0 sigur á Löv-Ham.

Guðmann Þórisson spilaði allan leikinn fyrir Nybergsund sem vann 2-1 sigur á Sandnes Ulf. Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður síðarnefnda liðsins, gerði slíkt hið sama.

Úrslit dagsins í norska boltanum:


Lillestrom 5-0 Haugesund

Aalesund 1-0 Sogndal

Brann Bergen 1-3 Molde

Sarpsborg 08 2-0 Start Kristiansand

Stabaek 3-1 Fredrikstad

Tromso 2-1 Odd Grenland

Viking 0-1 Stromsgodset




Fleiri fréttir

Sjá meira


×