Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Jón Guðni samdi við GIF Sundsvall

Jón Guðni Fjóluson er genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið GIF Sundsvall en hann skrifaði í dag undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðjón og Kristinn skoruðu báðir í sigri Halmstad - Guðjón lagði upp tvö

Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru báðir á skotskónum með Halmstad í sænsku b-deildinni í kvöld. Halmstad vann þá 3-0 heimasigur á Umeå og er enn með í baráttunni um annað sætið í deildinni sem hefur beint sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Guðjón átti stórleik og kom að öllum þremur mörkunum en hann var með eitt mark og tvær stoðsendingar í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron lék í tapi AGF

Aron Jóhannsson var í byrjunarliði AGF sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Aroni var skipt af leikvelli á 71. mínútu í stöðunni 0-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Tyresö felur peningana

Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur, glímdi við fjárhagslega erfiðleika.

Fótbolti
Fréttamynd

Malmö á toppinn

Íslendingaliðið Malmö vann í kvöld útisigur, 1-2, á Guðbjörgu Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Djurgarden.

Fótbolti
Fréttamynd

Helsingborg og Lokeren að ná saman um Alfreð

Alfreð Finnbogason verður væntanlega seldur til sænska liðsins Helsingborg fljótlega en hann segir að lítið beri á milli liðsins og Lokeren. Alfreð hefur verið í láni hjá Helsingborg frá Lokeren og algjörlega farið á kostum með sænska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir Már lagði upp tvö mörk í sigri Brann

Landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson lagði upp tvö fyrstu mörk Brann í 3-2 sigri á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Næsti leikur Birkis er með íslenska landsliðinu á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik lagði upp sigurmark OB

Rúrik Gíslason og félagar í OB unnu flottan sigur á FC Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn skilaði OB-liðinu upp í annað sæti deildarinnar á eftir FC Kaupmannahöfn.

Fótbolti
Fréttamynd

Hólmfríður og Kristín Ýr með fimm mörk saman í stórsigri

Íslensku landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á skotskónum í 6-0 stórsigri Avaldsnes á Grand Bodö í norsku b-deildinni í kvöld. Hólmfríður skoraði þrennu og Kristín Ýr var með tvö mörk. Þær stöllur hafa raðað inn mörkunum með norska liðinu í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Davíð Þór og félagar í Öster á góðu flugi

Davíð Þór Viðarsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Öster en liðið lagði Trelleborg 3-2 í sænsku fyrstu deildinni í kvöld. Davíð og félagar hafa spilað frábærlega það sem af er tímabili og situr liðið langefst á toppi deildarinnar eftir átján umferðr.

Fótbolti
Fréttamynd

Hønefoss nálægt því að landa óvæntum sigri

Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson voru báðir í vörn nýliða Hønefoss í dag þegar liðið tók á móti toppliði Strømsgodset í efstu deild Noregs. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Íslendingaliðið var óheppið að vinna ekki leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjarni samdi við Silkeborg til fjögurra ára

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Viðarsson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg en hann var áður í herbúðum Mechelen í Belgíu. Bjarni, sem er 24 ára gamall miðjumaður, hóf atvinnumannaferilinn hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton en hann hefur einnig leikið í Hollandi með Twente og Roeselare.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðjón með tólfta markið sitt á tímabilinu

Guðjón Baldvinsson skoraði sitt tólfta deildarmark á tímabilinu þegar Halmstads BK vann 2-0 heimasigur á Hammarby í sænsku b-deildinni í fótbolta í dag. Guðjón hefur skorað 12 mörk í 15 leikjum í sumar en hann var að spila sinn fyrsta leik síðan í júnílok.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn tapar Halmstad stigum

Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru í byrjunarliði Halmstad sem tapaði 3-1 á útivelli gegn Falkensberg í b-deild sænska boltans í gærkvöldi.

Fótbolti