Fótbolti

Rúrik í sigurliði OB | Bjarni Þór fylgdist með uppi í stúku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Rúrik Gíslason og félagar í OB Odense fögnuðu 1-0 útisigri á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eina mark leiksins kom í viðtbótartíma.

Með sigrinum komst OB upp að hlið FC Kaupmannahafnar og SönderjyskE í toppsæti deildarinnar með sjö stig. Liðið hefur þó leikið einum leik meira.

Bjarni Þór Viðarsson, nýjasti liðsmaður Silkeborg, fylgdist með liðsfélögum sínum úr stúkunni. Silkeborg hefur þrjú stig að loknum fjórum leikjum en liðið hefur tapað þremur deildarleikjum í röð.

Andrés Már Jóhannesson sat allan tímann á varamannabekk Haugesund sem vann 4-2 heimasigur á Vålerenga í efstu deild norska boltans. Alexander Söderlund var á skotskónum en tvö síðustu mörk Haugesund komu í viðbótartíma.

Veigar Páll Gunnarsson var ekki í leikmananhópi Vålerenga.

Haugesund er í fjórða sæti deildarinnar eftir sigurinn með 28 stig. Vålerenga hefur 25 stig í 6. sæti. Liðin hafa þó leikið leik meira en flest önnur lið deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×