Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Veigar að færast nær Nancy?

Íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson sagði í samtali við Ríkissjónvarpið að Stabæk væri enn í viðræðum við franska úrvalsdeildarliðið Nancy um kaup á sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Ásta Árnadóttir til Svíþjóðar

Ásta Árnadóttir er á leið til sænska liðsins Tyresö en frá þessu greinir vefsíðan Fótbolti.net. Ásta hefur verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals og í íslenska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Norðmanna segir af sér

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu, hefur sagt starfi sínu lausu. Undir stjórn Hareide vann norska liðið ekki leik á árinu 2008 og er í neðsta sæti riðils okkar Íslendinga með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli hjá Gunnari og Sölva

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Sölvi Geir Ottesen voru í eldlínunni með sínum liðum í dönsku úrvalsdeildinni í dag sem bæði gerðu jafntefli í sínum leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Bröndby vann toppslaginn

Bröndby er í góðum málum á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á OB í toppslag deildarinnar í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hannes til skoðunar hjá Elfsborg

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, er nú til skoðunar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg eftir því sem fram kemur í sænskum fjölmiðlum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Bröndby á toppinn

Einn leikur var á dagskrá í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Stefán Gíslason lék allan tímann með Bröndby þegar liðið skaust í efsta sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Vejle.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki samið við Guðmund

Forráðamenn norska úrvalsdeildarfélagsins Start hafa ákveðið að bjóða ekki Guðmundi Steinarssyni, leikmanni Keflavíkur, samning að svo stöddu.

Fótbolti
Fréttamynd

Steinar Nilsen þjálfar Brann

Steinar Nilsen hefur verið ráðinn þjálfari Íslendingaliðsins Brann í norska boltanum. Nilsen er 36 ára og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Brann.

Fótbolti
Fréttamynd

Of dýrt fyrir Bodö/Glimt að halda Birki

Ólíklegt er talið að norska liðið Bodö/Glimt geti haldið Birki Bjarnasyni sem var á lánssamningi hjá liðinu á nýliðnu tímabili frá Viking í Stafangri. Forráðamenn Bodö/Glimt telja verðmiðann á Birki of háan.

Fótbolti
Fréttamynd

Hólmfríður til Kristianstad

Hólmfríður Magnúsdóttir er orðin fjórði Íslendingurinn í herbúðum sænska liðsins Kristianstad. Hún tók þá ákvörðun í gær að ganga til liðs við félagið frá KR en Fótbolti.net greindi frá því.

Fótbolti
Fréttamynd

Pálmi Rafn var ólöglegur hjá Stabæk

Norskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Pálmi Rafn Pálmason og um það bil 20 aðrir leikmenn hafi verið ólöglegir í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurði sagt upp í gegnum síma

Sigurði Jónssyni og Paul Lindholm, aðstoðarmanni hans hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården, var sagt upp störfum í vikunni. Sænska blaðið Aftonbladet segir að það hafi verið gert með símtali.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán skoraði mark ársins - Myndband

Stefán Gíslason skoraði flottasta mark ársins í danska boltanum. Lokahóf danska knattspyrnusambandsins var haldið í kvöld og þar var tilkynnt að mark Stefáns hafi verið fallegasta mark ársins.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik skoraði fyrir Viborg

Rúrik Gíslason var enn á skotskónum fyrir lið sitt Viborg í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag þegar hann skoraði jöfnunarmark liðs síns í 1-1 jafntefli gegn Thisted á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Álasund hélt úrvalsdeildarsætinu

Haraldur Freyr Guðmundsson og félagar í Álasundi héldu í dag sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið Sogndal í umspili um laust sæti í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður talinn valtur í sessi

Óvíst er hvort Sigurður Jónsson verður áfram þjálfari sænska liðsins Djurgården. Sænskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði látinn taka pokann sinn eftir dapran árangur á nýliðnu tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Kalmar meistari - Sundsvall féll

Kalmar varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingaliðin GIF Sundsvall og Norrköping féllu úr úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sárt tap hjá Veigari og félögum

Stabæk tapaði í dag fyrir Vålerenga, 4-1, í úrslitum norsku bikarkeppninnar. Þar með missti Stabæk af tækifæri til að vinna bæði deildina og bikarinn.

Fótbolti