Ólympíumót fatlaðra

Fréttamynd

Heims­meistari eftir að hafa næstum misst af mótinu

„Ég er búin að sanna það fyrir sjálfri mér núna að það er ekkert sem ég get ekki gert, og ég vil sýna öðrum að það sé allt hægt ef maður ætlar sér það,“ segir Elínborg Björnsdóttir sem á dögunum varð heimsmeistari í flokki fatlaðra á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fram fór í Edinborg á Skotlandi.

Lífið
Fréttamynd

Ör­kumlaðist eftir slys en heldur fast í drauminn

Líf Elínborgar Björnsdóttur umturnaðist eftir alvarlegt bílslys í janúar 2020. Afleiðingarnar voru þær að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Um það leyti sem hún lenti í slysinu hafði hún stundað pílukast í meira en tvo áratugi – og skarað fram úr auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í sundi.

Lífið
Fréttamynd

Besti árangur Íslands frá upphafi

Hilmar Snær Örvarsson, frá skíðadeild Víkings, átti frábæra nótt í Kína á vetrarólympíuleiknum fatlaðra. Hilmar keppti í svigi þar sem hann endaði fimmti með samanlagðan tíma upp á eina mínútu og 36,92 sekúndur.

Sport
Fréttamynd

Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun

Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá.

Lífið
Fréttamynd

Fékk bónorð á hlaupabrautinni

Keula Nidreia Pereira Semedo frá Grænhöfðaeyjum komst ekki í undanúrslit í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Hún fékk hins vegar bónorð strax eftir hlaupið í undanrásunum.

Sport
Fréttamynd

Arna Sig­ríður fimm­tánda í mark

Handahjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir endaði í 15. sæti í götuhjólreiðum á Ólympíumótinu sem fer fram í Tókýó þessa dagana. Þetta var síðasta keppni Örnu Sigríðar á leikunum.

Sport
Fréttamynd

Arna Sig­ríður lauk keppni í ellefta sæti

Arna Sigríður Albertsdóttir, handhjólreiðakona, keppti í tímatöku í flokki H 1-3 í nótt á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í Japan. Arna Sigríður lauk keppni í 11. sæti.

Sport
Fréttamynd

Bergrún stórbætti eigið Íslandsmet í Tókýó

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi er hún keppti í flokki F37, hreyfihamlaðra, á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í dag. Hún lenti í sjöunda sæti í greininni.

Sport